Vikan - 29.10.1987, Qupperneq 18
Hróbjartur Lúðvíksson skrifar:
Allar græjur
dagsins önn
Ég þurftí bráðnauðsynlega
að ræða við einn kunningja
minn um daginn sem
rekur iðnfyrirtæki. Við
mæltum okkur mót á
skrifstofunni hans en það
var ekki nokkur möguleiki
að ræða við hann því
símarnir hringdu látlaust.
Annar var tengdur firá
skiptiborðinu en hinn var
beinn sími. Þar að auki var
mikill erill og virtust
margir eiga erindi við
hann kunningja minn,
bæði starfsmenn og
viðskiptavinir sem flestir
óðu inn án þess að banka.
Samræður okkar urðu því
slitróttar og mér gekk
seint, eða öllu heldur alls
ekki, að ljúka erindi mínu.
Þegar hann kunningi minn
heyrði að erindi mitt væri brýnt
trúnaðarmál stakk hann upp á
því að ég kæmi með sér á bíln-
um því hann þyrfti í snarheitum
að ná í banka. Yfirleitt gerir
hann kunningi minn allt í snar-
heitum. Hann er einn af þessum
ungu uppum sem setja svo mik-
inn svip á viðskiptalífið og
borgarbraginn.
Hann hefur æðislega mikið að
gera og er yfirleitt alltaf á fúllri
ferð. Bissnissinn gengur vel,
segir hann, en hann kvartar oft
yfir blankheitunum. Yfirleitt
byrjar hann á því að segja mér
hvað hann hafi mikið að gera og
síðan hvað hann er blankur, því
hann á svo mikið útistandandi
og bankarnir eru svo erfiðir,
segir hann.
I þetta sinn átti ég brýnt
erindi við hann kunningja minn
og ætlaði því að hafa frumkvæði
í samræðunum — ef ég kæmist
að og hann gæti hætt að tala um
sínar annir og erfiðleika.
Við snöruðum okkur upp í
nýja fjórhjóladrifna Pajero-bíl-
inn hans sem hann keypti í
fyrrahaust á kaupleigusamningi.
Slíkir bílar eru nefnilega þeir
einu sem hæfa manni í hans
stöðu, fræðir hann mig á hann
vinur minn.
Reyndar tók ekki betra við
þegar við vorum sestir upp í
nýja bílinn, því þrátt fyrir yfir-
lýst blankheit og greiðsluerfið-
leika, þá hafði hann vinur minn
getað keypt sér farsíma. Hann
sýnir mér með miklum fjálgleik
hvernig þessi bráðnauðsynlegu
tæki geti geymt símanúmer og
lagt þau á minnið.
Við vorum rétt búnir að
spenna á okkur beltin þegar
farsíminn byrjaði að láta í sér
heyra. Fleiri símtöl tóku við en
ekki var allt skrafið um bissniss.
Kunningi minn ákvað í gegnum
farsímann að bregða sér á
rjúpnaskyttirí um næstu helgi.
Það var kollega hans sem var
með frábæra hugmynd um
hvernig eyða skyldi helginni við
veiðar. Og nú ganga menn helst
ekki til rjúpna, því að þó að
hollt sé að ganga, þá er miklu
hagkvæmara að fara á þessum
nýju fjórhjólum sem fara næst-
um hvað sem er. Það vildi svo
heppilega til að hann kunningi
minn fékk sér eitt svoleiðis í
fýrra. Og hann lýsir fyrir mér
hvað hann gerði hagkvæm kaup
á hárréttum tíma. Það er sko
klassi yfir því að fara á skyttirí á
fjórhjóli.
Ég fékk til viðbótar smá fyrir-
lestur um hollustu og útilíf. Að
vísu ganga menn ekki mikið við
veiðar á fjórhjóli. Hann kunn-
ingi minn virtist lesa hugrenn-
ingar mínar og efasemdir því
hann bætti þegar við, að hreyf-
ingarleysið bætti hann sér upp í
golfi og svo auðvitað í heilsu-
rækt maður. Alltaf tvisvar í viku
í heilsurækt, alveg bráðnauðsyn-
legt fýrir mann í hans stöðu.
Við vorum komnir að bankan-
um án þess að ég hefði fengið
tækifæri til að ræða erindi mitt
við hann. Ég reyndi að sýna still-
ingu og þolinmæði.
Kunningi minn bölvaði af-
greiðslunni í bankanum um leið
og hann settist upp í bílinn
aftur. Þær skilja bara ekkert
þessar stelpur og halda bara að
maður hafi ekkert að gera.
Um leið og hann hafði með
sínu dæmigerða fasi fjargviðrast
um afgreiðsluna í bankanum
skipti hann skyndilega um um-
ræðuefhi og varð dolfallinn yfir
kaupæðinu í kvenfólkinu, og
veistu hvað, sagði hann, held-
urðu að eiginkonan hafi bara
ekki upp á eindæmi pantað
vatnsrúm. Hann hafði lofað að
fara og líta á það ef hann hefði
tíma. Þessar konur skilja sko
ekki hvað menn hafa mikið að
gera og bisnissinn verður auð-
vitað að ganga fýrir. Já, og svo
lofaði ég að fara með vídeóið í
viðgerð, sagði hann. Og svo
vantaði víst batterí í nuddpúð-
ann. Þessar konur eru alveg
ósjálfbjarga.
Ég reyndi enn að sýna þolin-
mæði og fannst enn ekki alveg
rétti tíminn til að brydda upp á
erindi mínu.
Hann vinur minn fór að segja
mér ffá spilaklúbbnum sínum
en þeir spila alltaf bridds kunn-
ingjarnir einu sinni í viku. Bráð-
skemmtilegt og svo er nauðsyn-
Iegt að slappa af, skilurðu, fyrir
mann í minni stöðu. Þetta virtist
vera notalegur spilaklúbbur.
Þeir tóku sig til í fyrrahaust og
fóru á snjósleðum yfir hálendið.
Geysigóð og spennandi .ferð.
Þeir fjárfestu nefnilega í snjó-
sleðum spilafélagarnir. En það
hefúr Iítill tími gefist til að fara í
fleiri snjósleðaferðir því það
hefur verið svo mikið að gera.
Og svo líka það að snemma í vor
fengu þeir sér spíttbát, einn
svona Sóma-bát með 120 hest-
afla vél. Alveg hörkufleyta sem
liggur eins og fjöl á 20 sjómílun-
um. Það er nefnilega alveg
nauðsynlegt að slappa af öðru
hvoru. Það er allt í lagi að
skreppa jafhvel út fyrir Garð-
skaga þegar menn eru með far-
síma í farteskinu.
Spilafélagarnir höfðu að vísu
ekki oft tíma til að fara á skak en
náðu því þó að fara nokkrum
sinnum og ná í soðið. En svo
byrjaði laxveiðin og það var
í
ekki hægt að breyta veiðidögun-
um í Grímsá. Og svo kórónaði
konan allt saman því hún heimt-
aði að leigja sumarhús í Hol-
landi á sama tíma og vinkonurn-
ar í saumaklúbbnum.
Þarna sérðu, sagði vinur
minn, að það þarf mörgu að
sinna. Það er bæði bissnissinn,
félagarnir og svo þarf auðvitað
að hafa eiginkonuna góða.
Ég beið enn eftir að koma að
erindi mínu en gat ekki stillt
mig um að vera svolítið mein-
fýsinn fyrst og spurði hvort hon-
um hefði aldrei dottið í hug að
fá sér hesta. Og viti menn, hon-
um hafði meira en dottið það í
hug, því það voru nefhilega þrír
af hans allra bestu kúnnum sem
áttu gæðinga saman í hesthúsi
og ríða stundum út um helgar.
Og svo eru það hestamótin
maður, þau eru víst æðisleg,
svaka fjör. Og vinur minn lýsti
fýrir mér hvað það væri nauð-
synlegt að vera í sambandi við
réttu mennina.
Hann kunningi minn var víst
búinn að gleyma því að ég ætl-
aði að bera upp við hann brýnt
erindi. En svei mér þá, ég held
ég verði að láta það bíða þangað
til næst, enda var hann að flýta
sér á skrifstofúna aftur, því dam-
an við símann var búin að
hringja í farsímann til að segja
honum að það biði eftir honum
áríðandi telex frá Þýskalandi.
Og svo beið hann eftir peninga-
greiðslum og afgreiðslu í bank-
anum því hann átti eftir að
redda nokkrum víxlum á síðasta
degi fyrir lokun.
Ég stóð hugsi við bílinn og
horfði á hann vin minn geysast
inn á skrifstofuna sína með nýju
stresstöskuna með talnalásnum
og gat ekki annað en dáðst að
því hvað nýju fötin frá Sævari
Karli fóru honum vel.
Það var líklega munur að vera
uppi nú á dögum þrátt fyrir
amstrið og annríkið. Eg gat ekki
annað en hugsað til þess hvort
ég væri á rangri hillu og hefði
misst af einhverju ... en nú þarf
ég að fara að flýta mér.
18 VIKAN