Vikan - 29.10.1987, Page 34
MANNFRÆÐI
MERKMMÁL
MANNSLIKAMANS
texti: Árni Sigurðsson
Hvers vegna finnst karlmönn-
um varalitur á kvenmannsvörum
gera þær meira aðlandi? Hvers
vegna hrífst kvenfólk af herða-
breiðum karlmönnum? Til er
maður sem velt hefur þessum og
öðrum álíka spurningum fyrir
sér. Hann heitir Desmond Morr-
is og er heimsfrægur atferlis-
fræðingur, en svo nefnist sú
fræðigrein sem beinist að því að
kanna og skýra hátterni eða
hegðun manna og dýra. Síðla árs
1985 var gefin út bók eftir hann
sem nefnist „Bodywatching: A
Field Guide to the Human Spec-
ies“. Verður efni bókarinnar og
ýmsum niðustöðum hennar gerð
skil hér að neðan.
Desmond Morris vakti fyrst á
sér almenna athygli þegar hann
hneykslaði heiminn með útgáfu
bókarinnar „The Naked Ape“
árið 1967. Síðan hefur mikið
vatn runnið til sjávar og bókin
verið þýdd á 23 tungumál og selst
í yfir 8 milljónum eintaka. Vís-
indamenn jafnt sem leikmenn
voru viti sínu fjær af hneykslan
því í bókinni lagði Desmond
Morris áherslu á að kynhegðan
mannsins og aðal dægradvöl
hans, nefnilega stríðsrekstur,
væri arfleifð mannkyns frá frum-
stæðum forfeðrum okkar. Ýmsir
reyndu að gera lítið úr málflutn-
ingi hans með því að benda á
starfsferil hans, en hann var þá
umsjónarmaður spendýra í dýra-
garði Lundúnaborgar.
Athuganir og kenningar
Desmonds Morris í hinni nýju
bók hans eru ekki síður líklegar
til að valda deilum meðal at-
ferlisfræðinga. Hann kemurfram
með rök sem skýra hvers vegna
hann telji að lögun kvenmanns-
í þá veru sem þau almennt eru í
dag, til þess að líkjast sem best
rasskinnum en hann telur að þær
hafi verið ein undirrót kynferðis-
legs aðdráttarafls „veikara
kynsins“ meðal forfeðra okkar
fyrir mörgum tugum árþúsunda.
Hann kemur fram með skýringar
hvers vegna menn láti sér vaxa
skegg (til þess að undirstrika
vald sitt með því að draga fram
mikilúðlegt lag kjálkabeinanna)
og hvers vegna Bretadrottning
hefur aldrei verið ljósmynduð
með fæturna krosslagða yfir
hnén (kvenfólk á valdastóli hefur
tilhneigingu til að draga sem
mest úr kynferðislegu aðdráttar-
afli sínu fyrir fjöldann).
„Ef þessar hugmyndir um
hlutverk líkamshluta mannsins í
ómeðvituðu táknmáli koma ein-
hverjum á óvart er það e.t.v.
vegna þess að hingað til höf-
um við verið alltof upptekin
við að finna flókna lausn á
einföldu máli, þ.e. við höf-
um leitað hins augljósa,"
segir Desmond Morris í
grein í bandaríska viku-
ritinu Newsweek um það
leyti sem bók hans kom
út. Hann grannskoðar lík-
ama mannsins og hlutverk
hans rétt eins og vísinda-
maður myndi skoða á kerfis-
bundinn hátt hlutverk og
hegðun nýuppgötvaðrar en
óþekktrar bakteríu. „Maður
verður að spyrja sjálfan sig hvort
þessir þættir hafi ekki eitthvað
að segja um hvernig við högum
lífi okkar,“ bætir Desmond
Morris við, „eða maður verður
þá að sætta sig við að þeir þjóni
engum sérstökum tilgangi og ef
maður gerir það er ekkert áhuga-
vert að segja um þá.“
Kynferðislegt
merkjamál
Þróunarkenning í anda Dar-
wins myndi halda því fram að
ákveðinn þáttur í eðli mannsins
myndi viðhaldast og jafnvel
styrkjast ef það hjálpaði honum
til að flytja erfðaboð sín til næstu
kynslóðar. Það kemur engum á
óvart að þættir kynferðislegs eðl-
is eru hátt skrifaðir í hinni nýju
bók Desmonds Morris. Kyn-
ferðislegt merkjamál skín undan
hverjum armkrika, fæti og jafn-
vel hársverði. Til dæmis getur
34 VIKAN
1