Vikan


Vikan - 29.10.1987, Blaðsíða 52

Vikan - 29.10.1987, Blaðsíða 52
Við lauslega athugun er ekki annað að sjá en helftin af þessu fólki sem þar ráfar væri vel til þess fallin að skeina börnum og snýta sjúkum. Hvar er allt þetta fólk sem vantar til starfa f landinu? Það vantar fólk í fiskinn og það vantar fólk ó barnaheimilin. Það þarf að loka deildum sjúkra- húsa vegna skorts ó starfsfólki ó sama tíma og offramboð er ó sjúkling- um. Húsbyggjendur kné- krjúpa fyrir iðnaðarmönn- um og grótbiðja þó að koma í vinnu og allir samningsbundnir launat- axtar eru þó lótnir lönd og leið. Iðnfyrirtœki segj- ast í vandrœðum vegna fólkseklu og verslunareig- endur sömuleiðis. Enginn treystir sér til að slá á neina tölu um hve margt fólk vantar til starfa. Sumir tala í þús- undum en aðrir í hundruðum. „Það er ekki nokkur leið að fá kjaft í vinnu, jafhvel þótt borgun sé í boði,“ sagði hnugginn bygg- ingameistari í brauðbúðinni á dögunum. Maðurinn virtist vera að tala við sjálfan sig, alla vega þögðu allir sem fastast við þessi orð. „Þetta er þenslan" bætti maðurinn við og stundi þungan. Enn tók enginn undir, nema hvað ungur maður í blaserjakka ræskti sig og allir litu í áttina til hans. Hann lét þá ræskinguna nægja og byggingameistarinn keypti sér vínarbrauðslengju og eitt grófkorna brauð og fór án þess að hafa fleiri orð um þensl- una. Var nú ekki meira rætt í bið- röðinni um stund, þar til aldrað- ur maður í brúnum Gefjunarföt- um segir hátt og gremjulega: „Það nennir bara enginn að vinna lengur. Það sem fókið vill í dag er bara utanlandsferðir og skemmtanir. Sólarferðir og brennivín, það vill fólkið og allt er þetta borgað með þessum skuldakortum. En enginn vill vinna og þó fer mjólkurlíterinn bráðum í fjeretíu krónur, sann- iði til.“ Eftir þennan ræðustúf þagn- aði sá gamli jafn skyndilega og hann byrjaði og þar með endaði umræðan um vinnuaflsskortinn áður en hún byrjaði. Það fengust því ekki neinar haldbærar skýringar á ástand- inu, þarna í biðröðinni í brauð- búðinni. Nú hefur það löngum verið haft á orði að við Islendingar vinnum meira og lengur en aðr- ar þjóðir, en ffamleiddum hins vegar minna per mann heldur en gengur og gerist í nágranna- löndunum, svo ekki sé minnst á Japan, þar sem hver tittur fram- leiðir á við fimm fíleflda íslend- inga. Sú vitneskja kemur lokuð- um barnaheimilum eða spítöl- um hins vegar ekki að nokkru gagni og á auðvitað ekkert heima í þessari grein. Enda hefði þessi óhróður verið tek- inn út úr greininni, ef svo illa hefði ekki viljað til að blaðið er komið í prentun. „Hvert er farið blómið blátt?“ var stundum sungið hér áður fyrr. Hvert er farið fólkið frítt, er spurt í dag, en fatt er um svör. Hvert fór fólkið úr fiskvinnsl- unni? Ekki fór það á barnaheim- ilin eða spítalana. Og hvert fór spítalafólkið? Ekki fór það í flsk- inn eða í byggingavinnu. Öngv- ar fféttir hafa borist af fólksflótta úr landi, nema þennan tíma- bundna flótta á sólarstrendur syðra, þær fáu vikur sem sólar nýtur hér heima. Því síður hefur frést af mannskæðri drepsótt nema spönsku veikinni sem áður var vikið að, sem höggvið hefur stórt skarð í hinar vinn- andi stéttir. Varla hefur allt þetta fólk gufað upp! Situr það heima og leggur kapal, eða bak- ar lummur og soðibrauð? Trúi því hver sem vill. En það er víst þenslan sem hefur gleypt allt þetta fólk með húð og hári. Og hvar er svo þessi þensla? Hún er meðal annars á spítölunum, því alltaf fjölgar þeim sjúku eftir því sem bætt er við fleiri rúmum. Þá er ekki síður þensla í flskvinnsl- unni, því aflabrögð hafa verið með ágætum á árinu. Bygginga- framkvæmdir hafa þanist út, kannski ekki síst vegna þess að nú eiga allir örugg lán frá Hús- næðisstofhun og geta gengið að því sem vísu að fá þau greidd út einhvern tímann á næstu 10 árum. En allar þessar þenslu- greinar kvarta og kveina undan fólksflótta. Kannski það sé Kringlan sem á sök á þessu öllu saman. Alla vega er það ekki ein- leikið hvað það er margt fólk á ferli þar ffá morgni til kvölds. Það er hreinlega erfiðleikum bundið að komast þar milli verslana vegna mannfjölda sem ráfar þar um, sumt í algjöru til- gangsleysi að því er virðist. Þessi fjöldi færi létt með að manna a.m.k. 20 frystihús eða svo. Og síðan gamli miðbærinn uppgötvaði að hann væri enn á lífi, streymir fólk þar fram um stræti og torg, svo þúsundum skiptir. Við lauslega athugun er ekki annað að sjá en helftin af þessu fólki sem þar ráfar, væri vel til þess fallið að skeina börn og snýta sjúkum. En svo er að sjá að þetta fólk hafi ekki uppi nokkra tilburði til þess að koma atvinnuvegunum til hjálpar og er þá fátt til ráða. Kannski við ættum að flytja inn blámenn og berserki frá fjarlægum löndum til að flaka fisk og passa börn. Ekki hugnast öllum sú lausn og hvað skal þá gera? Óli Laufdal hefur auglýst stíft eftir týndu kynslóðinni með þeim árangri að þúsundir og aftur þúsundir hafa skriðið úr felum og flykkj- ast nú í Holly. Ætli það verði ekki að fá Laufdalinn til að hafa uppi á öllu þessu fólki sem týnd- ist í þenslunni. Páfi Hvert er farið fólldd frítt? 52 VIKAN Björgvin Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.