Vikan


Vikan - 09.08.1990, Page 7

Vikan - 09.08.1990, Page 7
MÞJ: Hann lærði Cherney-skala og beið þess aldrei bætur. HÖH: í uppreisnarskyni ákvað hann síðan að fara á subbubúllu og fá sér þar vinnu sem barpíanisti. Þessi búlla var þannig að menn skutu ekki píanóleikarann heldur grýttu þeir í hann smápeningum þegar þeim fannst honum takast vel upp. Stundum lentu smápeningarnir ofan í píanóinu, lyklar og tóm skothylki flutu gjarna með. Svo það fer að hringla i píanóinu og hinn ungi John Cage fær hugljómun. Þann- ig verður hugtakið „áprepared piano" til. MÞJ: „Hafðu þetta, Cherney,“ segir hann þeg- ar hann slær hljómana og það hringlar í pen- inga- og skothylkjasafninu. - Af bakraddasöngkonum má telja Björk Guðmundsdóttur fremsta meðal jafningja en auk hennar koma fleiri mætar konur við sögu á plötunni því á Hættulegri hljómsveit syngur einnig ein ástsælasta söngkona landsins fyrr og síðar; Sigrún Jónsdóttir. Sigrún söng með KK-sextett og var hluti af Öskubuskum á árun- um milli 1950 og 60. HÖH: Sigrún hefur svo stórkostlega og sér- staka rödd að ég held að minningar fólks frá tónlist þessa tíma séu mjög bundnar við rödd hennar. Um leið og fólk heyrir hana fær það ákveðna áferð og ákveðna tilfinningu. Eitt af því sem við Magnús fundum sameiginlegt þegar við kynntumst var að Sigrún hefur verið uppáhaldssöngkona okkar beggja í gegnum árin. Hún hefur verið búsett í Noregi í tæp þrjátíu ár en við vorum svo heppnir að ná henni hérna þar sem hún var í fríi og hún féllst á að syngja með okkur. Hún hefur sannkallað- an flauelsbarka og þetta var stórkostleg upplif- un. Það er gott að hitta fólk sem gefur svona mikið í samstarfið. Það er líka reynsla sem maður hefur af fyrra samstarfi við Magnús að fjör og gleði eru viðvarandi. MÞJ: Þetta er veisla skynfæranna og alls, bara. Þegar við erum að vinna saman er enda- laus veisla. Svo syngur framtíðin með okkur í líki þriggja stúlkna sem samtals eru 26 ára. Skemmtanalíf nútímans birtist aftur í Gellu- kórnum en í hann var smalað saman átta gell- um af Gauknum. Þær voru hin platónska hug- mynd um gellur holdi klædd og voru þetta úr- valsgellur. Þær sungu fyrir okkur og gelluðust almennt. í fyrsta laginu, Pækluðum plómum, er verið að leggja línumar og minna fólk á ákveðna hluti. Það er verið að pæla í nánd og firrð en aðalmálið er auðvitað: „Hengdu þig ekki í sjón- tauginni.“ Ekki treysta því sem þú sérð - HÖH: - eða eins og Nietzsche benti á: „Lýsing á hlut er ekki hluturinn sjálfur." Við erum mjög föst í þessu í okkar ágæta þjóðfélagi; fólk er að taka feil á landakortinu og landsvæðinu. Svo er fólk að taka við reynslu frá annarri hendi, það horfir á sjónvarp eða bíómyndir og heldur að Coke sé the real thing. Við erum því að reyna að benda fólki á að hinn efnislegi veru- Frh. á næstu opnu 16TBL. 1990 VIKAN 7 HÖH: Það verða ávallt einhver ráð með að flýja heimsfrægðina. Sú machiavelliska snilli- gáfa sem liggur að baki plötunni gerir okkur kleift að komast úr - og í - hvaða stöðu sem er. Svo stefnum við að því að verða virðulegir eldri borgarar. Við erum komnir á þann aldur að við megum ekki við neinu. Sem einstæður faðir með áhuga á matar- gerð hefur Megas ávallt litið með blíðu og ást á vin sinn, djassinn. Djassáhrifa gætir mjög á Glæpakvendinu Stellu. „Ég hef ávallt verið hrifinn af djassáhrifum í poppinu. Svo er líka gaman að fara í tímabilaleik og það gerum við á þessari plötu." HÖH: Djassinn er tónlistarform sem hefur hnignað ákaflega. Af honum er þessi sæta angan sem er af allri úrkynjun. Á Glæpakvend- inu Stellu erum við að leika okkur að hugmynd- inni um subbubúllu sem er táknræn fyrir á- kveðna tegund hnignunar og er mjög gaman að heimsækja gegnum bækur. MÞJ: Og andrúmsloftinu náum við með því að hafa tónlistina svona djassaða og vera með þetta „prepared piano“ sem gefur tónlistinni heimspekilega dýpt. HÖH: Við sáum fyrir okkur að þetta væri engin venjuleg búlla heldur væri þetta hinn ungi John Cage í uppgjöri við foreldra sína sem höfðu pínt hann í píanótíma og reynt að gera úr honum for- skriftar- tónlistar- mann. STUNDUM HERMAÐUR ÁVALLT SKÁLD

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.