Vikan


Vikan - 09.08.1990, Page 8

Vikan - 09.08.1990, Page 8
leiki eöa jafnvel lýsingin á honum er ekki þaö sem fólk á aö hengja sig í. MÞJ: Því í raun og veru er þetta einskis virði. Ef þú hengir þig í það sem nema má meö þessum utanáliggjandi skilvitum þá ertu heill- um horfinn. Eðlilega hefst platan á þessari brýningu. I öðru laginu er John Cage hinn ungi mættur til leiks og viö erum aö rifja upp okkar bókmenntalega og hetjulega uppeldi sem var Basil fursti. HÖH: Hin hreina bókmenntalega upplifun ger- ist í æsku og í okkar tilfelli varö hún í gegnum Basil fursta. Þegar maður fer svo að lesa heimsbókmenntirnar þá er maöur oröinn svo sjóaöur - upplifunin er farin en í staðinn er komin einhver bókmenntafræöi eöa greining. Basil fursti er frumhetja og birtir allt sem er satt og gott í einum manni. Viö Magnús höföum lengi vitað hvor af öörum og þegar viö hittumst leituöum viö að snertiflötum. „Hvað þekkir þú af því sem ég þekki, hvaða upplifanir eigum við sameiginlegar?" Það var því mikið gleði- efni aö báöir álítum við Basil fursta einar merkustu bókmenntir sem gefnar hafa veriö út. [ þessu samtali hleyptum við hvor öörum inn á mjög leynda hluti því maöur gengur ekki á torg og játar ást sína á Basil fursta, sérstaklega ekki ef maður hefur veriö aö reyna aö snobba fyrir bókmenntakreðsum. MÞJ: Nú erum við tveir saman og getum játaö þetta á okkur. HÖH: Einn getur haft rangt fyrir sér en tæplega tveir. MÞJ: í laginu Greip og eplasafi erum við komnir í svolítiö heimilislegri hluti. (Aðspuröur hvort hann sé aö hæðast aö fólki í þessu lagi segir skáldiö þaö alveg útilokað.) HÖH: Textinn er lagður í munn bóndakonu og eins og ég kem fyrir í peysunni er ég draumur hverrar bóndakonu. MÞJ: Bóndakonan er auðvitað aö tala um sína tilvist og þar er svellbunkinn flái í hlaðvarpan- um sem veltir henni alltaf - eða vill velta henni. Eins og bóndakonur þekkja af áratuga biturri reynslu er svellbunkinn til staðar alveg fram á sumar. Svo eru vandræðin með að fara í búð- ina og í kaupstað. Það vantar hitt og þetta en það er enginn skilningur á örlögum sveita- kvenna. Það fellur engin ferð. í laginu Rauðum rútum fellur ferð, en það er hin heimspekilega ferð um heima alla. Þetta er Snæfellsnesrútan sem fer alla leið til Thailands. Erum við þá ekki komin yfir í Proust? HÖH: Jú, þetta er mjög svipað og þegar Pro- ust dýfði Madeleine-kökunni í teið og öll hans fortíð opnast. Magnús sest upp í rútu í Thai- landi og skyndilega rifjast bernska hans upp fyrir honum þar sem hann er að fara með rútu upp á Snæfellsnes. Rauðar rútur koma þér á áfangastað en í bláu rútunum í Thailandi áttu allt eins von á því að vakna við að stigamanna- hópur hefur ráöist á rútuna þar sem hún stend- ur á afviknum stað sem þú ætlaðir ekki á. En þetta er heimspeki og stigamannahóparnir eru heimspekilegir. Það þarf ekki að taka það fram. MÞJ: Heilræðavísur þriðja og síðasta sinni eru eins og „trick photography1'. Þér heyrist fyrst regn vera að falla mildilega en svo fer mynda- vélin frá og þá sést að vatnið kemur úr biluðum sturtustút sem ekki er frá Grohe. Myndavélin færir sig niður og í baðinu er kona sem búið er að límvefja frá hvirfli til ilja - með Scotch-lím- bandi. Hinn ungi John Cage er fjarri góðu gamni því þessi kona er í mjög alvarlegri jóga- iðkun. Konan er límbandsvafin það alvarlega aö hún getur sig hvergi hrært og á einskis ann- ars úrkosti en að stunda innhverfa íhugun. Þarna er brýnt fyrir henni: „Þú þarft einskis að sakna! Skynfærin eru á braut og jafnvel tungan ónothæf - en vertu hamingjusöm." Það er ekk- ert nema böliö eitt sem fæst af sjóninni og tungunni. HÖH: Svipting skynfæranna er okkur sérlega hugleikin. Heimsyfirráö eða dauði er hliðarferli. Það á við þegar skynfærin hafa fengið að vaða einum of mikið uppi. Hitler var lagður í munn frasinn „Weltmacht oder niedergang" sem ég þýddi alltaf sem „Heimsyfirráð eöa niðurgang- ur“. MÞJ: Ekki heiti ég Elísabet? fjallar um sjálfan tilvistarvandann. Hver er tilvist manns? spyr lagið en svarar sér sjálft og segir að tilvistar- vandinn sé enginn vandi. „Það hringir enginn og svo er enginn sem hringir inni í mér“ og það er leitt getum að því að leigumorðingjarnir, ■ Við stefnum að því að verða virðulegir eldri borgarar. ■ Þegar við vinnum saman er endalaus veisla. ■ Það er ekkert nema bölið eitt sem fœst af sjóninni og tungunni. ■ Leigumorðingjarnir, sem áttu að drepa mann, eru farnir í sumarfrí á Mallorca og þeir voru það eina sem gaf lífinu gildi. ■ Marta er sprengfull af hormónum og kynferðis- legri útgeislun. sem áttu að drepa mann, séu farnir í sumarfrí á Mallorca. Þar eö þeir voru það eina sem gaf lífinu gildi er allt fjör farið úr lífi manns. Þegar þar að auki fegurðardísirnar eru orðnar jafn- léttvægar og dagblaðið Tíminn þá er ekki mik- ið eftir, þó aldrei dísirnar séu bæði léttklæddar og léttfættar. „Vegurinn burt er löngu á enda genginn og þú liggur á grúfu léttklædd meðal varga" eins og segir í laginu. Lagið sjálft segir allt sem segja þarf - það er engin ástæða til að bæta neinu við. Marta smarta er í firði nokkrum norðlenskum fámennum. Sjálfa grunar Mörtu ekki hvað hún er þrungin sínu lífræna forriti en auk þess er hún á viðkvæmum aldri. Hjá henni blikar við sólarlag unglingsáranna og ótal kemisk efni eru á hraðleiö út i líkama hennar án þess hún fái rönd við reist. Hún sendir út sónarskilaboð í sífellu og reynir að fá viðbrögð frá umhverf- inu. Marta smarta er þó sakleysið uppmálað og hennar eina sök sú aö flissa í tíma og ótíma og nálgast ókunnugt fólk á allt of opinn hátt. En maður spyr sjálfan sig hvaða ofboðslega grimmd sé á bakvið þessa lífrænu forritun. Til- litsleysi og grimmd. Marta er sprengfull af hormónum og kynferðislegri útgeislun sem fær mann til að íhuga hvort ekki væri best að vera laus við forritið? Ungfrú Reykjavík er stórborgarsystir Mörtu og hún er gjörspillt. Hún fór fyrir löngu að íhuga þau viðbrögð sem hún fær og að hafa áhrif á atburðarás í lífi annarra. Þetta er sæta stelpan í bekknum sem á feitu stelpuna í bekknum aö vinkonu svo hún hafi öruggan að- dáanda. Einnig safnar hún gjarna um sig hirð sem hún kemur mjög grimmilegafram við. Hún vill drottna og sakir forritsins og þess að kjarn- sýrur hennar byggðu upp þá tegund fegurðar sem hentar þeim tíma sem hún er uppi á kemst hún upp með hluti sem aðrir kæmust ekki upp með. Yrkisefnið hér er hin mismun- andi andlit Evu og ungfrú Reykjavík er róttæk útgáfa af stórborgarevu. Hormónalega séð er hún gullkvígan þó ekki sé lagður dómur á hana að ööru leyti því textinn er meira í anda rann- sóknarblaðamennsku. Hennar er andlitið sem hleypti þúsund skipum af stokkum og út frá venjulegum forsendum er hún ómöguleg - eöa semsagt ekki hægt. Þarna er um að ræða in extremis birtingu forritsins sem sýnir okkur einn jaðar þess. Keflavíkurkajablúsinn segir frá skipum sem festast utan við Keflavíkurhöfn því líkhrúgurn- ar í höfninni gera innsiglinguna of grunna. Þarna hafa komið upp nokkur mál út af manns- hvörfum og í laginu er höfnin full af Ifkum. HÖH: Lagið fjallar um að fólk er orðið leitt á líkum. Hin stærðfræðilega birting heimsins er komin út í öfgar. Eins og í öllum góðum blús- lögum er aðeins verið að koma einu orði áleið- is - Keflavíkurkajanum - og það orð er þrungið merkingu! Við hvíslum þessu orði í eyra fólks og allt í einu opnast flóðgáttir. Söngur um ekkert er dansmix sem hefst á seiðandi fuglahrópi Bjarkar og í þessu lagi dansar fólk af því það getur ekki annað. Þetta er tilvistardansinn sem kannski er afbrigði af Hrunadansinum en eiginlega er þetta dans í kringum Jean Paul Sartre, lítinn, Ijótan, feitan Frakka með tóbaksgula fingur. „Vinir mínir, víst eru þeir til, ég vitjaði þeirra í gær, ég veit ekki hvar hann býr en hann er vísast fluttur burt.“ Setningin sem fylgt hefur Jean Paul Sartre allt frá komu hans hingað til íslands var: „Egill Skallagrímsson var existensíalisti." Við erum afkomendur Egils svo við erum í raun fyrsta til- vistarstefnuþjóð á byggðu bóli. Við höfum ávallt sagt sem svo: „Má vera að eitthvað taki við eftir þetta líf en þó hugnast mér best að njóta þess sem f boði er í dag á meðan ég get.“ Jean Paul Sartre er aftur maður sem ótt- ast að „ekki neitt'1 sé málið og að hlutir séu „ekki neitt11 og gerir þess vegna ekki neitt og er ekki neitt. Hann fékk heldur ekki þessa dýnamik sem við fáum í Norðrinu ... MÞJ: Þá kemur þetta: Söngur um ekkert handa engum og til einskis yfirleitt. En við ger- um það, við syngjum og það þennan kraftmikla tíu mínútna söng, um ekkert. Þannig að tilvist- arkreppuna, sem gerði Jean Paul Sartre að letingja og ómenni á kaffihúsunum, nýtum við í þessu lagi og fáum fólk til að hreyfa sig eftir því. Þetta sannar okkur enn og aftur að núll í núll - það er einn! Ex nihilo eitthvað. HÖH: Þetta er Zen-plata. Markið er ekki mark- miðið. MÞJ: Markmiðið er ferðalagið. HÖH: Það eru bókmenntalegar og heimspeki- legar og trúarlegar hefðir sem liggja að baki því sem við erum að gera. 8 VIKAN 16 TBL. 1990

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.