Vikan


Vikan - 09.08.1990, Síða 27

Vikan - 09.08.1990, Síða 27
að neita þessu. Hver? Hann? Nei, hann er ekki þannig. Þetta fólk bruðlar ekki með tilfinningar eða peninga. Margt af þessu fólki lifir svo sparlega, af ótta við að verða upp á aðra komið í ellinni, að það líkist helst nirfilshætti. ENGA SAMÚÐ MEÐ IÐJULEYSINGJUM Fólk í meyjarmerkinu hefur alls enga samúð með betlurum og iðjuleysingjum en það sýnir ætíð mikið örlæti þegar vinir þess eiga um sárt að binda. Meyjan sóar samt aldrei fé til hægri og vinstri því sóun er það sem fólk í þessu merki á erfiðast með að þola. Það er auðveldara að þola gagnrýni meyj- unnar þegar maður gerir sér grein fyrir því að hún gagnrýnir sjálfa sig af sömu hörku og hún gagnrýnir aðra. Meyjan getur ekki að því gert þó hún sjái alla galla á löngu færi því hún er fædd til að taka eftir jafnvel minnstu sprung- unni í blómavasanum. Fólk í þessu merki þolir óstundvísi ekkert betur en það þolir eyðslu- semi. Óstundvísi ertímaeyðsla en meyjan lítur einmitt á tímann sem efnivið lífsins. Þú skalt því ekki koma of seint á stefnumót við meyjuna ef þú vilt komast hjá ásakandi augnaráði. HAGSÝNI OG VERALDLEGT LÍF Þær konur sem hungrar í rómantíska drauma og ævintýri ættu ekki að binda neinar vonir við mann í meyjarmerkinu. Ef tilfinningaheit kona veröur ástfangin af manni í þessu merki endar það með því aö hún skellur niður á ískalda jörðina og það er langt frá því aö vera þægi- legt. Þessi maður lifir mjög svo hagsýnu og veraldlegu lífi og hefur enga þörf fyrir vímu ást- arsagna [ sínum raunsæja heimi. Þó sleppa margar konur við að hafa nokkrar áhyggjur af þessu því það þarf næstum yfirnáttúrulegt afl til að draga hann út í samband til aö byrja með. Skilningur þessa manns á ástinni felst í ó- sérhlífinni umhyggju fyrir fjölskyldu, vinum og þeim sem eru veikbyggðari eða óskipulagðari en hann sjálfur. Reyndar er hægt að bræða þennan mann við rétt hitastig þó svo hann virö- ist búinn til úr samblandi af stáli og ís. Skírlífi er innsta eðli meyjunnar og hún snýr aðeins af þeirri braut fyrir góðan málstað eöa einstaka konu. Það er töluvert af piparsveinum í meyjar- merkinu því ef örlögin ætla þeim ekki að kvæn- ast þá eru þeir tilbúnir að taka því án þess aö þykja það miður eða gera það að miklu tilfinn- ingamáli. Meyjunni er ætlað að sjá og skilja tengslin milli hugar og líkama og hjálpa öðrum til þess. Verkefni hennar er að koma efninu með já- kvæðu móti undir stjórn hugans. Meyjarkonan getur verið jarðneskur töframaður sem við- heldur hreinlætisvenjum til líkama og sálar. Fremur en leiðtogi er hún verkstjóri eða kenn- ari. Jörðin gerir meyjuna raunsæja, umhugað um efnislega þætti lífsins, iðna, íhaldssama og ágjarna. TEPRULEG OG GAMALDAGS? Meyjarkonan hefur hlotið illt umtal. Fólk tekur gagnrýni hennar illa upp, gerirgys að hógværð hennar, óttast hnyttni hennar og tekur ná- kvæmni hennar sem þröngsýni. Kynferðisleg tryggð hennar er oft kölluð tepruleg eða álitin gamaldags. En meyjan endurspeglar nei- kvæða þætti okkar, varpar Ijósi á galla okkar, þröngsýni og aðfinnslusemi. í stuttu máli gerir meyjan okkur mikinn greiða. Greind og kuldalega kynþokkafull fegurð meyjarkonunnar eru tímalausar. Hún er ákaf- lega forvitin, skarpskyggn, heiðarleg og næm en hefur lágt sjálfsmat, er ímyndunarveik, áhyggjufull og yfirleitt er ómögulegt að gera henni til geös. Alla ævi finnst henni hún kannski rægð og líður illa en missir þó sjaldan sjónar á þeim markmiðum að eftir hana liggi árangursrík þjónustustörf og að hún hafi full- komna heilsu. VINNUHARKA Meyjarkonan er yfirleitt svo vinnusöm að hún er þyngdar sinnar virði í gulli. Hún er lýsandi dæmi um heiðarlega iðjusemi í samfélagi sem er farið að efast um gildi mikillar vinnu. Hún krefst fullkomins árangurs af sjálfri sér og lítur svo á að heimurinn lúti lögmálum skynseminn- ar og allt og allir gegni ákveðnu hlutverki og til- gangi. Hún trúir þv( kannski að allir sem ekki fylgja reglunum, sem hún lifir eftir, séu líklega albrjálaðir. Svona einföldun er þægileg fyrir hana en skapar henni einnig stöðug vonbrigði. Það getur svo orðið staðfesting á því grund- vallarviðhorfi hennar til heimsins að það sé erf- itt aö vera ánægður. Hún getur yfirleitt réttlætt kröfur sínar þótt tónninn sé oft svo hörkulegur að ístöðuminna fólk þolir það ekki. Meyjan er yfirleitt sannfærð um að það sem hún trúir sé nauðsynlegt og skilur ekki að nokkur geti eða skuli vera á öðru máli. BÆLD Meyjarkonan sýnir eiginmanni sínum hlýju með því að klappa honum á handlegginn í stað þess að kyssa hann. Hún tekur gjarnan í höndina á syni sínum í stað þess að faðma hann að sér. Hún öfundar kannski fólk sem álítur snertingu eðlilegan þátt í samskiptum við sína nánustu. Það er sjaldan í eðli meyjarinnar aö vera kát. Hún á yfirleitt erfitt meö að tjá til- finningar sínar líkt og hún óttist að þær taki af henni völdin og vísi henni til helvítisvistar glat- aðra sálna ef hún slakar á. TRÚFÖST Meyjarkonan veitir ekki ást sína hæglega. Hún kannar manninn vandlega og vegur hvern ein- asta þátt í honum. Hún hefur ekki blíðu ann- arra að leiksoppi og helst vill hún algera einok- un. Hún er mjög viðkvæm fyrir því aö makinn villist af hinum þrönga vegi því val hennar og væntingar eru byggð á algildum. Þegar hún tekur af skarið eru allar líkur á að sambandið heppnist og hún þolir illa óvissu eða sam- keppni. Ef velgengni í kynlífi hvílir á því að konan geti sleppt taumhaldinu algerlega og æst manninn hlýtur meyjarkonan að lenda í vandræðum. Hún á erfitt með að tjá þörf sína fyrir kynlíf eða verða virkilega æst því hún er gjarnan heft tilfinningalega. Hún dreifir kröftum sínum og stundum þverr hana máttur svo hún heldur sér kannski gangandi á taugunum ein- um. SANNLEIKSÁST Með sínu næma innsæi og sannleiksást getur Meyjarkonan kennt okkur margt. Hún er gott fordæmi hvað snertir tryggð, dugnað, grein- ingu og skipulagningu. Hún er mikils virði fyrir heildina en í einkalífinu á hún margt ólært. Hún festist oft í vana og er kannski svo góð í smáatriðum að hún sér ekki heildina og nær engu sambandi við hana. Það að vita nákvæm upptök og form hvers trés kemur oft í veg fyrir að hún sjái hve skógurinn er ferskur, frumlegur og máttugur. Meyjarkonan er yfirleitt kona sem elskar af öllu hjarta en á oft í vandræðum með að tjá ást sína af einlægni. Hún er oft áhyggjufull en í stað þess að læra að varpa frá sér áhyggjun- um vinnur hún gjarnan yfir sig og ergir aðra. Hún er oft smámunasöm og kröfuhörð við sína nánustu. Stærsta verkefni hennar á tilfinninga- sviðinu er að læra að elska gagnrýnislaust og taka fólki eins og það er. Hún þarf líka að vera á varðbergi gegn neikvæðum samskiptahátt- um. Þessir stjömumerkjapistlar, sem hófust á vogarmerkinu, eru unnir upp úr eftirtöldum bókum: Hver er ég? eftir Gunnlaug Guömundsson Stjömumerkin eftir Undu Goodman Stjömumerkin og kynlífið eftir Judith Bennett Astrology for adults eftir Joan Quigley Astrological guide eftir Sidney Omarr Complete astrology eftir Alan Oken Helga Bernhard Helgi Skúlason Jökull Jakobsson Karl Guðmundsson Kjartan Ragnarsson Óli Þ. Guðbjartsson Ólafur Haukur Símonarson Sigrún Edda Björnsdóttir Sigurður Nordal Sverrir Stormsker 16TBL.1990 VIKAN 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.