Vikan


Vikan - 09.08.1990, Page 34

Vikan - 09.08.1990, Page 34
Heimski gamli asni SMÁSAGA EFTIR ALBERTO MORAVIA Það er ekkert til að furða sig á að mér, með þessi persónueinkenni, skuli verða vel til kvenna. Síðan þessi kvenhylli mín varð óbrigðul hef ég vanið mig ó, ef kona gefur mér gaum, að lita oft ó hana, með dólítið spyrjandi augnaróði sem er meira virði fyrir hana en hundrað gullhamrar. Ef þú ert haldinn þeirri áráttu aö daðra viö kvenfólk áttu erfitt með að gp'u þér grein fyrir hvenær tími fyrir þess háttar er hjá liðinn og konur fara að líta á þig sem föður eða, það sem er ennþá verra, sem afa. Þetta er sérstaklega erf- itt vegna þess að allir miðaldra karlmenn hafa fyrir innan þetta venjulega höfuð annað miklu betra. Ytra höfuðið er hrukkótt, gráhært, með af sér gengnar tennur og fjörlaus augu. Innra höfuðið hefur aftur á móti allt það sama og þegar maðurinn var ungur, þykkt svart hár, laglegt andlit, hvítar tennur og glampa I aug- um. Og það er innra höfuðið sem lítur löngun- araugum á kvenfólk og ímyndar sér aö þaö komi auga á það. En auðvitað sjá konurnar ytra höfuðið og segja: Hvað heldur hann að hann sé, þessi gamla fuglahræða? Getur hann ekki séð að hann er nógu gamall til að geta verið afi minn? Árið sem rakarastofan, þar sem ég hef unnið sem rakari I nærri því þrjátíu ár, var stækkuð: speglarnir og vaskarnir endurnýjaðir, veggirnir og skáparnir málaðir, fannst eigandanum að það væri heppilegt að bæta snyrtidömu við starfsliðið. Hún hét lole. Fyrir utan eigandann voru þrír á stofunni. Ungur maður, um það bil tuttugu og fimm ára, kallaður Amato, hann var dökkur á brún og brá og alvörugefinn, hafði verið lögregluþjónn áður en hann kom til okkar; Jósep, fimm árum eldri en ég, lágvax- inn, feitur og sköllóttur - og svo ég. Og eins og alltaf, þar sem kvenmaður er einn innan um nokkra karlmenn, þá varð ekki hjá því komist að okkur yrði tíðlitið á hana. Hún hafði það sem kallað er póstkortsandlit, þægileg, þybbin, hafði góöan vöxt og dökkt hár. Það eru til millj- ónir stúlkna líkar henni. Nú vil ég taka það fram, án þess að vera nokkuð að gorta, að ég er álitlegur maður. Ég er grannur, [ meðallagi hár, með fölt svipmikið andlit og konur segja að ég veki forvitni þeira. Auðvitað eru svolltið sprungnar æðar í augunum, sérstaklega ef ég lít til hliðar, en þau eru hlýleg og tilfinninga- næm, stundum svolítið vantrúuð. En það fallegasta, sem ég hef til að bera, er hárið, Ijós- valhnetubrúnt, mjúkt og bylgjað. Það er klippt á sérstakan hátt þannig að það minnir á eldtung- ur og bartarnir ná hálfa leið niður á kinnar. Ennfremur er ég alltaf vel til hafður. Þegar ég er utan vinnu er klæðnaður minn óaðfinnan- legur, bindi, sokkar og vasaklútur, allt í stíl. Á stofunni er ég I slopp sem er svo hvítur að þú myndir fremur taka mig fyrir skurðlækni en rakara. Það er ekkert til að furða sig á að mér, með þessi persónueinkenni, skuli verða vel til kvenna. Síðan þessi kvenhylli mín varð óbrigðul hef ég vanið mig á, ef kona gefur mér gaum, að líta oft á hana, með dálítið spyrjandi augnaráði sem er meira virði fyrir hana en hundrað gullhamrar. Þegar ég svo nálgast hana, eftir að hafa horft á hana lengi og ákafur, Frh. á bls. 36 34 VIKAN 16TBL. 1990

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.