Vikan


Vikan - 09.08.1990, Page 40

Vikan - 09.08.1990, Page 40
ÞÝÐING: KRISTINN JÓNSSON VERTU AFSLOPPUÐ MEÐ NÝJA ELSKHUGANUM HANN ER TAUGA- ÓSTYRKUR. HÚN ER FEIMIN. HÚN FLISSAR - HANN HIKAR, VAR ÞAÐ SVONA SÍÐAST ÞEGAR ÞÚ BYRJAÐIR MEÐ EINHVERJUM? REYNDU ÞESSAR LEIÐBEININGAR UM (TILTÖLULEGA) AFSLAPPAÐ UPPHAF MEÐ NÝJU ÁSTINNI ÞINNI TILVONANDI. Byrjun á nýju ástarsam- bandi getur veriö æs- andi, rómantískur, dá- samlegur tími. Þetta getur líka oröiö vandræöalegasta og óþægilegasta áfalliö í lífi þínu. Til viðbótar hinum „áþreifan- legu“ áhyggjuefnum - sjúk- dómum, þungun og hreinni og beinni höfnun - kemur tilfinn- ingastríð sem getur gert þig kvíöna, uppstökka, spennta og of ákafa í að veita og njóta ánægju. Þú getur aldrei losnaö algerlega við taugaspennuna en eftirfarandi tíu ábendingar ættu aö hjálpa þér til aö ná áttum, slappa af, vera yndisleg í rúminu - og aö hefja kynlífið á jákvæöan máta. 1. Kynnstu honum fyrst. Af heilbrigðis- og öryggisástæð- um skaltu komast aö þvi hvað fram fer í kollinum á honum áður en þú skríður undir sængina hans. Taktu þér þann tíma sem þú þarft til að full- vissa þig um að þú sért aö fara aö sofa hjá heilbrigðri, gagn- kynhneigðri manneskju í frem- ur góöu jafnvægi. Reyndu að komast aö því hvort ástæð- urnar fyrir sambandinu eru svipaðar hjá ykkur - eða að minnsta kosti ekki gjörólíkar. Það veldur til dæmis bara vandræðum ef þú ert að leita að eiginmanni en hann hungr- ar í viðhald sem hægt er að heimsækja hvenær sem lífs- förunauturinn bregður sér úr bænum. Kannaðu hvort hann býr einhvers staðar og hvar það er. Ef mögulegt er skaltu reyna að hitta einhverja vini hans, vinnufélaga eða ætt- ingja. Hafir þú eftir nokkra mánuöi - allt í lagi, nokkrar vikur - einhverjar efasemdir um uppruna hans, heilindi eöa skapgerð skaltu hlífa sjálfri þér við ógæfunni. Mínnstu þess að slæmur orðstír manns er ekki ástæðulaus. Þótt þú treystir á hæfileika þína til aö heilla hann muntu ekki breyta honum. 2. Það ríður á að ræða málin. Dragðu djúpt andann og spyrðu, með kæruleysislegri rödd, vandræðalegra spurn- inga eins og þessara: „Ertu Njótið þess að halda ufan um hvort annað. Kynnist í rólegheitum Ifkama hvors annars. Geti eltthvað farið úrskeiðis þó gerist það. En taktu það ekki of alvarlega. Getir þú hlegið að sjólfri þér er Ifklegt að andrúmsloftið verði léttara og að það verði jafnvel skemmtilegt. giftur? Sefurðu hjáfleiri konum þessa stundina? Hefurðu í hyggju aö flytjast til annarra landa innan þriggja vikna?" Oftar en ekki segir maðurinn sannleikann. Hlustaðu, eink- um ef um er að ræða eitthvað sem þú vilt ekki heyra. Ef hann segir að hann eigi erfitt með að bindast öðrum skaltu trúa honum. Dragðu nú aftur andann djúpt og vertu ennþá smá- smugulegri. Ef þú ert sú manngerð sem finnst nauð- synlegt að karlmaðurinn hringi í þig daginn eftir kynmök svc þú verðir ekki sjúklega hrædd og tortryggin - ef þú sefur hjá öðrum mönnum eða ef þú ert haldin einhverjum sjúkdómi, sem gæti haft áhrif á hann, þá á hann rétt á að vita um það. í framhaldi af því skaltu ræða um getnaðarvarnir - áður en farið er í rúmið en ekki eftir að þangað er komið. Það er einn- ig mikilvægt að láta hann vita tímanlega ef Ella frænka kem- ur í morgunmat klukkan átta í stað þess að lauma því út úr þér þegar klukkuna vantar átján mínútur í átta. Ef elsk- hugi þinn þarf að fara á mikil- vægan fund klukkan níu um morguninn, í hinum enda bæjarins, skaltu fresta fyrsta ástarfundinum þar til þú getur skipulagt eitthvað sérstakt daginn eftir - hvort sem það er kaffi í rúmið, árbíturá kaffihúsi eða bara önnur umferð. 3. Á heimavelli. Ef þú ert á einhvern hátt óörugg skaltu halda þig á kunnuglegum slóðum; þú þarft að vera örugg og róleg. Ekki síst þarftu að vita hvar verjurnar, kremin, pillurnar, slopparnir, kertin og aðrar nauðsynlegar og per- sónulegar eigur eru geymdar. Það eykur ekki kynhvötina eða öryggið að staulast um blind- andi í myrkrinu í ókunnugu baðherbergi. Það mun bara leiða til þess að þig langar til að taka næsta leigubíl heim. Áður en hann birtist heima hjá þér skaltu þrífa, þvo, skreyta íbúðina með blómum, skipta á rúminu og fela nærföt gamla kærastans og djarfar myndir. Gættu þess einnig að lækka í símsvaranum; ykkur mun ekki þykja það lostavekj- andi að heyra rödd móður þinnar eða karlmanns sem hringir til að bjóða þér út. 4. Skipuleggðu kvöldið vandlega. Þetta er ekki rétta kvöldið til að sjá „Hættuleg kynni“, fara í fjölskylduboð eða að troða í sig piparsteik. Til þess að laða fram rétta stemmningu skuluð þið fá ykk- ur létta máltíð á veitingahúsi eða nokkra drykki - helst kampavín. Gælur með fótun- um undir borði eru vel við hæfi eða að leggja aðra höndina á læri hans. Aftur á móti er ger- samlega óviðeigandi að verða svo sauðdrukkin að þú farir að kalla hann röngu nafni. Ekki fara á vinsælu staðina, þar sem fólk kemur til að sýna sig og sjá aðra, nema þig langi til að rekast á hina glæsilegu, fyrri konu hans eða gamlan vinahóp sem fer að kalla þig gömlum gælunöfnum og spyrja hvað þið ætlið að gera f kvöld. Ef þér líst betur á að vera heima skaltu framreiða mat við kertaljós og leigja róman- tíska mynd. Hafðu samræð- urnar á léttum nótum. Ekki blaðra um öll fyrri ástasam- bönd þín, mistök, fjárhagserf- iðleika eða sálarflækjur. Og fyrir alla muni ekki vekja at- hygli hans á því aö þú sért hjól- beinótt, með sver læri, flat- brjósta, með fæðingarbletti eða á öðrum líkamlegum ann- mörkum sem hann mun senni- lega ekki taka eftir ef þú minn- ist ekki á þá. 5. Klæddu þig til að afklæð- ast. Að sjálfsögðu viltu líta glæsilega og heillandi út. En mundu að í fyrstu atrennu er 40 VIKAN 16TBL. 1990

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.