Vikan


Vikan - 09.08.1990, Page 41

Vikan - 09.08.1990, Page 41
nógu erfitt aö fækka fötum sem sérstaklega eru til þess ætluð. Þess vegna eru flóknar slaufur, boröar, brjóstahaldar- ar, magabelti, sokkabuxur og of þröngar gallabuxur alger bannvara. Ef þú ert feimin skaltu slökkva Ijósiö. Sértu enn þá feimin geturöu gert þér upp hroll og skriðiö undir sængina. Finnirðu enn til feimni, undir sænginni í myrkrinu skaltu segja honum aö fara heim til sín og hringja síðan í þann sem þú raunverulega vilt sofa hjá. 6. Þetta er ekki keppni í hraða. Þú veist að þú ferö fljótlega í rúmiö. Ekki hlaupa yfir forleikinn og fara í keppni um hvort ykkar er fljótara aö rífa sig úr fötunum. Taktu þaö rólega, settu eftirlætisplötuna á fóninn og dansið svo róleg - í öllum fötunum. Faröu síðan rólega úr kasmírullarpeysunni og lofaöu honum að sjá blúndubolinn. Hnepptu frá skyrtunni hans áöur en þú rífur hana af öxlunum. Láttu hann nudda á þér bakið eöa nudd- aðu sjálf fætur hans eða höfuö. Kyssist og kelið. Allt í lagi - nú getið þið rifið fötin hvorf af öðru. 7. Enga sýningu. Geymdu allar fínu aðferðirnar og rekkjufimleikana til seinni tíma, þegar þú veist hvort hann vill villta konu með vafa- sama fortíð eða hálfsaklausa dúllu sem lætur honum finnast hann vera Tarsan. Láttu keðj- urnar, sokkabandabeltin, svip- urnar, gervilimina og þvíumlíkt liggja áfram í kommóðunni - ef þú vilt að hann blandi geði við þig lengur en eina nótt. 8. Láttu honum finnast hann vera sérstakur. Hafirðu eitthvað við líkama hans, stærö eða getu að athuga skaltu leyna því. „Ég trúi því ekki að þú fáir hann ekki upp“ eða „hann er ekki einu sinni harður enn þá" eru ekki réttu ástarorðin á þessari stundu. Ef þú getur ekki hóstað upp nein- um snjöllum gullhömrum duga ágætlega gamlir frasar eins og: „Þú ert æðislegur" eða „mér líður svo vel þegar þú heldur utan um mig.“ Eitt er að stýra honum og annað aö hrópa skipanir. Ef nauðsynlegt er geturðu fært hönd hans blíðlega þangað sem þú vilt hafa hana og hvísl- að blíðlega „þetta er gott“ þegar þaö á við. 9. Láttu ekki alsæluna miklu angra þig. Settu ekki pressu á ykkur meö því að vera með hugann of mikið við tæknilegu hliðina eða áhyggjur af því hvort honum finnist að hann hafi ekki staðið sig ef jörðin skelfur ekki í hálftíma. Njótið þess í staðinn að halda utan um hvort annað. Kynnist í ró- legheitum líkama hvors annars. Ef hann spyr skaltu segja honum að þú hafir þaö fyrir reglu aö fá ekki fullnæg- ingu í fyrsta skipti. Ráðir þú ekki við það geturðu gert þér upp ofurlitla geðshræringu og sagt aö þetta sé í fyrsta skipti sem þú fáir þaö í fyrstu tilraun. 10. Notaðu kímnigáfuna. Geti eitthvað fariö úrskeiðis þá gerist það. En taktu það ekki of alvarlega. Getir þú hlegið að sjálfri þér er líklegt að and- rúmsloftið verði léttara og að það verði jafnvel skemmtilegt. Mundu bara að það batnar alltaf. Og þó svo að það gerist ekki - hverju hefurðu að tapa? o co co Z > O É o O CD Ö ck Ll—I o =D '■< CD co oo o cc / bRfítA-Ð- QERMR- pUTfJM KluKM1 oRERPfí- Trtý-v/ / StSLbKjR KfíEL Rett ME£> T ÖLLf VRÍTTí GE.L- ÍjfíKfí FRidfíR 1 H&-BTR ÍJ RyK- LOJÍhA J/UM' ERS y > // 0 r<f JAá. jfibt HRRuBTd KÓMU- To ‘LuK ló'ftT » / v , / v > |/ 3&?S FR'ftSÖLhJ 0F/vA<C fíRiAJKJ v • > / Ki*JO FER. 'i StuttA F£R.í> dflr > H F/iiÐ \JERKft- SfíMTó'/< \/ 5 A M D < KftRL- FU6-L.P 3 > SiÐR BELT/ V EF TiR- S/cRi'FT KftLL > ifíui T AT4 L. S 1 3 V RÖaaJ. E-ihJM / Lausnarorð í síðasta blaði 1 -8: SPRANGAR 16TBL.1990 VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.