Vikan


Vikan - 09.08.1990, Qupperneq 44

Vikan - 09.08.1990, Qupperneq 44
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SKRIFAR SÁLR/íN SJÓNARMIÐ Kœra Jóna! Ég hef lesið flest af því sem þú hefur skrifað í Vikuna og mér hafa fundist svörin mjög fróðleg og sérstaklega skýr. Ég á í erfiðleikum og datf í hug að leita til þín um hjálp. Vandi minn er að mig dreymir erfiða drauma og vakna oft uþþgefin á morgnana. Þannig að mér þykir jafnvel erfift að maeta í vinnuna þann daginn. Þeffa eru stundum hálfgerðar martraðir og ég vakna stundum hágrátandi. Eins er þegar ég er vakandi. Þá er ekki óaigengt að mér finnist eins og mér sé kippt út úr líkamanum inn í annan heim þar sem ríkir mikil vonska og jafnvel hatur, hvergi neina hjálp að fá. Ég vil að það komi fram að ég man flesta af þessum erfiðu draumum, ásamt þessari sérkenniiegu reynslu sem kemur stundum yfir mig í vöku. Eins er ég mjög nœm á hluti og fólk enda líður mér misjafnlega vel eða illa nálœgt fólki. Til útskýringar tel ég að nauðsynlegt sé að það komi fram að það hefur verið leitað til mín um hjálp frá fjarlœgum stað og síðar fékk ég sönnun fyrir því að sú hjálp var raunveruleg. Vissulega hefur þetta virkað vel á mig og reyndar hjáiþað mér töluvert að gagn reyndist afstuðningi mínum þráft fyrir allt, því ég er hrœdd við þessi sérkennilegu áhrif. Þegar þetfa er skrifað er ég nýbyrjuð á vinnustað sem ég hef reyndar unnið á áður en þá var ég staðseff við vinnu mína annars staðar í húsinu. Einhverra hluta vegna líður mér mun verr í vinnunni en áður. Engu líkara er en að óhöpp hendi mig í vinnunni. Hlutir veita um koll í kringum mig og ég missi eitt og annað út úr höndunum á mér. Þefta gerist þó bara í þeim hluta hússins þar sem mér er cetlað að vinna núna. Eins og gengureru áhrifþeirra sem vinna með mér mjög mismunandi þcegileg, Réft er þó að taka fram að enginn gerir mér neitf vísvitandi illt þarna. Engu líkara er en einhver óskiljanleg sþenna sé í loftinu, hvað sem veldur. Kæra Jóna, getur þú gefið mér einhver ráð? Hvernig á ég að vinna mig út úr þessu, því ég hræðist þetta allt mjög. Mér finnst óbœrileg tilhugsun ef ég yrði fyrir því í vinnunni að hverfa svona frá sjálfri mér - eins og eitfhvað annað á meðan - og þá í líkingu við reynslu þá sem ég nefndi fyrr í bréfinu og ekki er beint draumur heldur virðist gerast í vökuástandi. Kannski er réff að það komi fram að ég er frekar ung eða í kringum tvítugt. Með kveðju og von um hjálp, Cessna Kæra Cessna. Þakka þér innilega fyrir áhugavert bréf og elskulega umfjöllun um skrif mín hér á síðum Vikunn- ar. Það er mikil hvatning í því þegar fólk tekur eftir því sem maður er að gera og jafnvel hefur einhvert gagn eða gam- an af. Við reynum nú í þessu svari mínu til þín að íhuga það sem hendir þig og veldur þér ótta, eins nákvæmlega og framast er unnt. Aðferðir þær sem ég nota til grundvallar svörunum eru skrifin þín og innsæi mitt. Þannig ættum við jafnvel að hafa góða mögu- leika á hugsanlegum skýring- um á þessu annars óþægilega ástandi sem þú skelfist svo mjög. VIÐKVÆMT TÍMABIL Það er upplagt fyrir okkur í fyrstu að skoða það tímabil sem tengist aldri þínum og þá hugsanlegum viðhorfum þínum, vegna þess tímabils sem þú ert inni í þessa stund- ina. Það er ekki nokkur vafi á því að eftir því sem við þekkj- um betur hvernig líf okkar allra skiptist niður í ákveðin tímabil er auðveldara fyrir okkur að átta okkur á einu og ööru sem hendir okkur og jafnvel veldur kvíða eða spennu. Þegar við erum um tvítugt er tiltölulega líklegt að persónu- leiki okkar og þá um leið við- horf séu á einhvern hátt háð þeim uppeldis- og umhverfis- áhrifum sem við höfum mest þjálfast í að kynnast og tengj- ast fjölskyldu okkar og vinum. Ef við til dæmis höfum verið ofvernduð á einhvern hátt er ekki ósennilegt að við eigum í erfiðleikum með að upplifa okkur sjálf eins og upplag okk- ar gefur til kynna. Við verðum óörugg, hrædd og jafnvel átta- villt ef við höfum fengið of fá tækifæri til að vera við sjálf, vegna of sterkra einstaklinga sem annaðhvort eru þá for- eldrar eða aðrir sem tekið hafa þátt f að móta uppvöxt okkar. Þó unglingsárin geti verið mjög þreytandi fyrir okkur sum verð- ur ekki horft framhjá þeirri staðreynd að það getur verið kostur að okkar mati, þrátt fyrir viss óþægindi sem óneitan- lega fylgja, að geta ýtt ábyrgð- inni á sjálfum sér yfir á foreldra ef eitthvað vex okkur í augum á þessum árum. Algengast er þó að á sama tíma og við vilj- um vera sem sjálfstæðust séum við meira og minna dinglandi við pilsfald mömmu gömlu. Síðan gerist það nátt- úrlega að við teljumst ekki unglingar og þjóðfélagið og aðstandendur krefjast þess af okkur aö við berum sjálf ábyrgð á lífi okkar og gæfu. Sumum okkar vex þetta ótrú- lega í augum og reynist á- standið jafnvel óbærilegt um tíma, á meðan við erum að komast yfir mestu hræðsluna við að eiga að bjarga okkur sjálf. Ákvarðanatökur verða erfiðar, efasemdir út af alls 44 VIKAN 16 TBL. 1990

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.