Vikan


Vikan - 09.02.1939, Blaðsíða 15

Vikan - 09.02.1939, Blaðsíða 15
Nr. 6, 1939 VIKAN 15 A vegum vonleysingjanna Jolán Földes Það, sem komið er af sögunni: Barabás loðskinnaskraddari flytur búferlum frá Budapest til Parísar og hafnar með fjöl- skyldu sina, konu og þrjú börn í Veiðikattar- .stræti. Fyrsta fólkið, sem þessir nýju Parísar- búar kynnast, eru tveir útlendir flóttamenn, þeir Liiv og Bardichinov. Er annar Rússi, en hinn Júgoslavi. Þeir eru barngóðir og rabbsamir karl- ar, er öllum vilja vel. Kona Barabásar nam ljósmóðurfræði á sinurn yngri árurn. En í París vantar sízt af öllu ung- verska ljósmóður. Aftur á rnóti þarfnast heimilið vinnu hennar, því Barabás hefir stopula og illa launaða vinnu. Anna, elzta dóttir þeirra hjóna, .annast heimilisstörfin á daginn. 1 lok annars ársins í útlegðinni grípur Bara- básfjölskylduna heimþrá. Samt hefir þeim aldrei vegnað eins vel. Hjónin vinna bæði og eru meira að segja farin að leggja í sparisjóðinn. En svo verður frú Barabás veik. Hún leggst á sjúkrahús og er skorin upp. Frúin er því mót- fallin að maður hennar fái frí úr vinnunni til að heimsækja hana á sjúkrahúsið, en hann gerir það samt. Nú er hann á heimleið frá sjúkrahús- inu með börnum sínum þremur. Barabás, Bardichinov og Liiv sitja á veitinga- húsinu á lcvöldin og tala saman. Eitt kvöldið bætist grískur flóttamaður í hópinn, Papadakis að nafni. Hann verður hrifinn af Klárí, og hún lofar honum að sitja undir sér, sem öllum er óskiljanlegt. Frú Barabás verður að liggja lengi i sjúkrahúsinu. Síðar bætast tveir menn enn í hópinn, annar er Vassja, sem öllum hjálpar og Anna verður ástfangin af, hinn er Fedor. Áður en frú Barabás veit af, er hún bú- in að segja Vassja alla söguna um upp- skurðinn, deyfinguna, nunnurnar og kon- una, sem var með krabbameinið og dó í rúminu við hliðina á hennar rúmi — allt. — Nú þarfnist þér hvíldar, madame. Við skulum sjá um, að þér farið ekki á fætur — eigum við það ekki, góði minn? Hann þrýstir Jani að sér. — Átt þú útvarp? — Útvarp? segir Jani undrandi. — Hvað er það? Og Vassja reynir að útskýra það fyrir drengnum. Hann lýsir því þannig, að ekki einungis Barabás, sem er fjöllistamaður, og Klárí, sem hefir mikinn áhuga á öllu, er snertir verkfræði, heldur einnig Anna og frú Barabás skilja það! — Við skulum búa okkur til útvarp, segir hann við Jani. — Stundum er hægt að ná ágætum hljómleikum frá Effilturn- inum. Við verðum aðeins að vita, hvenær þeir eru. Það stendur áreiðanlega í blöð- unum. En ég er nýkominn hingað og öllu ókunnugur. — Búðu líka til handa mér! sagði Klárí biðjandi. — Við skulum búa til heyrnartól handa öllum, svarar Vassja alvarlega. — Og við skulum sjá um þetta öll þrjú. Hvað gerið þér, hr. Barabás? Þeir ræða um klæðskeraiðnina af fag- legum skilningi. — Og unga stúlkan ? Hefir hún líka at- vinnu ? Anna skammast sín niður í tær fyrir að hafa enga atvinnu. Hún skammast sín fyrir að búa til mat, gera hreint, þvo og sauma. Upp frá þessu talar Vassja vingjarn- lega við þau og gefur þeim gjafir á hverju kvöldi, þegar hann kemur heim frá vinnu sinni. Bardichinov fær vindil, Alvarez blað, Papadakis dýrlingamynd og Liiv, sem blátt áfram sveltir, fær brauð. Frú Barabás fær ávaxtaköku, Klárí nokkrar steinkúlur, Jani nýja hluti í útvarpið. Og Anna? Anna fær stundum blóm. Og samt veit Anna, að Vassja er alveg sama um hana. Hann umgengst hana með sömu hlutlausu alúðinni og hin. Hann tekur alls ekkert eftir því, að hún er stúlka, og hann myndi áreiðanlega ekki trúa því, þó að honum væri sagt, að hún tilbæði hann. Hann mundi blátt áfram hlæja yndislega og glettnis- lega, eins og hann er vanur, þegar hann er að lauma sér inn um dyrnar á kvöldin, leggur gjafirnar í flýti á borðið og þýtur hlæjandi í burtu, ánægður yfir því, að þetta skyldi hafa heppnazt. Það er alveg eins og hann segði hreykinn: ,,Sjáið þið, þarna lék ég á ykkur.“ Svona er Vassja. Hann verður meira að segja vinur stúdentsins frá Búlgaríu, sem býr í þakherberginu við hliðina á Algierbú- unum, og hinir þekkja ekkert. Búlgarinn skríður úr bæli sínu einu sinni í viku, og það er aðeins þá, sem hann fær eitthvað að borða. En Vassja gefur sig'á tal við hann og lætur hann borða með sér hádegis- verð. Hjartað í Önnu er að því komið að hætta að slá. Vassja er betri við alla en hana. Fyrst og fremst er hún afbrýðisöiiL við Jani, því að hann er bezti vinur Vassja. Það er eins bersýnilegt, að Jani er eftir- læti Vassja, eins og Anna er eftirlæti Bardichinovs, og Klárí eftirlæti Papadakis og Liivs. Vassja og Jani hvíslast stundum á. Einu sinni reyndi Anna að veiða Jani. Jani rak hana í burtu. með fyrirmannlegu kæruleysi: — Það var dálítið, sem enginn skilur nema karlmenn, unga stúlka. Er það fyrir eftirdæmi Vassja, eða er það hin hagnýta aðstoð hans, sem veldur þessu? Eitt er víst, að allir virðast taka viðbragð, verða fjörugri og framkvæmda- samari. Það er líka tími til kominn, því að styrkir frá hjálparsjóðum og góðgerðar- stofnunum fara minnkandi með hverjum degi. Rússarnir geta betur en allir aðrir haldið sér við vonina, því að þeir fá alltaf einhverja úrlausn. Hinir eru gleymdir. Papadakis frændi fær fyrstur atvinnu. Hann pressar húfur. Pressar húfur. Þetta er hálf hlægileg atvinna. En það veit hamingjan, að útlend- ingar þeir, sem hafa búið í París, geta borið því vitni, — það er að segja — þeir útlendingar, sem eru ekki duglegir tré- smiðir, járnsmiðir, eða klæðskerar, það er að segja þeir, sem eru stúdentar, höfðu ætlað sér að verða listamenn, eða fyrr- verandi embættismenn — þeir geta all- ir borið því vitni, að þessi staða er alveg einstök atvinnugrein, sem er í uppgangi í París, og að hún á sér takmarkalausa framtíð. Hver einasti maður í París, sem ekki bar skyn á neitt, tók að sér að pressa húfur. Að minnsta kosti unnu hundrað stúdentar frá Búlgaríu við þetta, og í draumum sínum sáu þeir stundum heilar liðsveitir af Parísarhúfum ganga fram hjá sér, margar milljónir af húfum, sem nægðu til að hlaða fyrir hafið og klæða höfuð margra kynslóða. Ef Frakkar gerðu ekk- ert annað allan daginn en að kaupa húfur, þá gæti verið . . . Það eru áreiðanlega ný- lendurnar . . . kannske kaupa nýlendurn- ar allar þessar húfur. Það getur verið, að Zuluarnir . . . í stuttu máli sagt, fór Papadakis frændi að pressa húfur, af því að hann var vanur að flytja ágætar trjá- tegundir frá Persíu til Evrópu og hafði ekki vit á öðru. Þetta er alls ekki vond atvinna. Fyrstu tvo dagana brenna átta til tíu húfur, þá er dregið af laununum, síðan lærir maður að gera það almennilega. Bardichinov er nú ekki jafnöruggur um hina nálægu sigra hvíta hersins. Hann hef- ir sett upp auglýsingu í knæpunni, þess efnis, að útlendingar geti fengið ódýra kennslu í frönsku. Bardichinov hefir með- fædda þekkingu á öllu þess háttar. Síðast- liðin tvö ár hefir hann ekki einungis kennt Önnu frönsku, heldur landafræði, sögu og allar námsgreinar -— jafnvel almenna borðsiði. Anna beitir hníf og gaffli eins og hefðarkona. Alvarez málar spánskar dansmeyjar í knipplingamöttlum á gler, og selur listaverkin . . . Barabás smitast af þessail starfsgleði. Hann fær sér nýja atvinnu. Kunnátta hans í frönsku tryggir honum hærri laun. En vesalings Liiv gengur ekki eins vel. Liiv er óhamingjusamur maður og klaufi. Vassja ráðleggur honum að leggja fyrir sig bókband, þar sem það hæfi honum bezt. Hann getur sagt, að hann hafi bundið inn bækur í Lithauíu. Það gerir ekkert til, þó að hann kunni ekki iðnina. Það versta væri, ef hann yrði rekinn eftir fyrsta dag- inn, en þá verður hann búinn að læra eitt- hvað. Síðan getur það orðið til þess, að hann verði ekki rekinn fyrr en á öðrum degi á næsta stað. Þegar hann er búinn að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.