Vikan - 09.02.1939, Page 16
16
VIKAN
Nr. 6, 1939
vera þannig á tíu bókbandsverkstæðum,
verður hann útlærður.
Liiv er hræddur. Hann vill ekki beita
svikum. Hann kærir sig ekkert um að fá
atvinnu, ef hann verður að ljúga. En
hungrið er harður húsbóndi, svo að Liiv
lætur undan. Hann fetar dyggilega þær
leiðir, sem Vassja hefir vísað honum. Það
ber aðeins á milli, að eftir hvern vinnudag,
verður han að hvíla sig í viku, svo að sár-
in grói. Aumingja Liiv er svo hræðilega
klaufskur, að hann meiðir sig annað hvort
á hnjánum eða setur fingurna í pressuna.
Hvern dag, sem hann vinnur, meiðir hann
sig. Anna segir, að það sé kraftaverk, að
hann skuli halda höfðinu enn.
IJr því að við minnumst á Önnu, — þá
er Anna búin að lýsa því yfir, að hún vilji
fá atvinnu. Hún hefir þrábeðið pabba sinn
og Bardichinov í margar vikur um að lofa
sér að læra eitthvað.
— En þau þurfa að hafa þig hérna
heima! segir Bardichinov og reynir að
friða stúlkuna.
— Nei, þau þurfa þess ekki! segir Anna
og hristir höfuðið. — Mamma má ekki
vinna lengur — að minnsta kosti ekki
núna í langan tíma. Hún getur hæglega
séð um heimilisstörfin.
— Jæja. Hvað langar þig þá til að
læra?
— Ég veit ekki, segir Anna hugsandi.
— Kannske kjólasaum . . . Vassja segir,
að það sé ágæt vinna. Fljótar, hvítar
hendur sauma silkiefni og búa til eitthvað
fallegt, sem aðrir ganga í. Anna lítur á
hendurnar á sér, sem eru ekkert sérstak-
lega hvítar.
— Jæja . . . svo að Vassja segir þetta?
segir Bardichinov hugsandi. — Mig lang-
ar til, að þú verðið eitthvað meira en
saumakona, Anna.
— Vassja segir, að það sé göfugasta
vinna í heiminum.
— Jæja, svo að hann segir það? Getur
verið, að hann hafi rétt fyrir sér . . . Það
stendur líka alveg á sama núna, þar sem
þú getur ekki haldið áfram í skólanum.
Ég var að vona, að ég gæti gert þig að
hefðarkonu.
— Vassja segir, að maður sé hefðar-
kona, ef maður hafi góða sál.
— Einmitt það . . . En það skemmir
nú ekkert að ganga í skóla. Saumakona
. . . ég hugsa, að þú hafir sérstaka hæfi-
leika til þess. Þú bætir skyrturnar mínar
ágætlega.
— Bardichinov frændi! hrópar Anna að
lokum. — Hvað gerir Vassja? Hann hlýt-
ur að hafa sagt þér það, þar sem þú ert
Rússi eins og hann.
Bardichinov frændi lítur undrandi upp.
Að minnsta kosti hefir honum aldrei dott-
ið í hug, að Vassja sé stórfursti.
— Hann sagði mér, að hann væri vél-
fræðingur. Fyrst var hann járnsmiður,
síðan fór hann að læra bílaiðn.
— Hann er líka strætisvagnabílstjóri.
Hann er búinn að fá atvinnu hjá strætis-
vagnafélaginu og byrjar að aka á morg-
un. Anna segir þessa miklu fregn, síðan
snýr hún sér aftur að því máli, sem henni
liggur þyngst á hjarta:
— En Bardichinov frændi, hvernig get-
ur hann verið vélfræðingur, það er ekki
rökrétt. Anna tekur sér í munn djörf orð
eins og rökrétt, ekki einungis af því, hvað
það hljómar eðlilega á frönsku, heldur
líka af því að Bardichinov frændi hefir
kennt henni svo margt. Síðan segir
hún:
— Vélfræðingur er verkamaður. Og
verkamenn gátu og máttu vera í Rúss-
landi, — aðeins aðallinn varð að flýja.
Hvers vegna flýði Vassja, þegar hann var
ekki auðugur maður?
Satt að segja hefir Bardichinov oft ver-
ið að hugsa um þetta., þó að hann hafi
ekki hugsað eins oft um það og Anna.
— Faðir þinn flýði líka, segir hann og
yppir öxlum.
— Það er allt annað. Það var enga
vinnu að fá í Ungverjalandi. En Vassja
. . . Og Vassja, sem er svo góður. Vassja
er blátt áfram guðdómlegur, Bardichinov
frændi.
Bardichinov frændi verður hugsi. Síðan
segir hann Önnu, að Rússarnir, öreigarn-
ir, fátæklingarnir, hafi eitthvað í eðli sínu,
sem géri þá líka Kristi. Hann nefnir Dost-
ojevski. — Einu sinni lét hann Önnu lesa
eina bókina hans. Sál rússnesku þjóðar-
innar er eins og barnssál, og það eru til
menn meðal hennar, sem hafa geislabaug
í kringum höfuðið eins og frelsarinn.
Síðar talar Anna við Liiv og segir hon-
um að kalla bókstaflega allt það, sem
Bardichinov hefir sagt. Hún endurtekur
það auðvitað sem niðurstöður sinna eigin
athugana, eða öllu heldur sem ótvíræða
staðreynd, eilífan sannleika . . . Liiv bros-
ir þreytulega, eins og hann er vanur, og
segir:
— Það hafa allir eitthvað af Kristi í
sér, Anna. Líka þú og ég . . . og hvað
viðvíkur spámönnum, sem eru svipaðir
frelsaranum . . . Maður verður að reyna
að vera góður, Anna, það er allt og
sumt.
Upp frá þessu vantreystir Anna Liiv.
Hún getur ekki umborið þá husgun, að
öðrum þjóðum sé skipað á bekk með
Vassja og Rússunum.
Á meðan Anna ræðir við Bardichinov
um framtíðina, talar Klárí við Papadakis.
— Segðu mér um stóra drenginn þinn,
þann, sem var á aldur við mig, segir Klárí
skipandi.
Og Papadakis segir henni söguna.
— Segðu mér nú frá árásinni! skipar
Klárí.
— Tyrkir réðust á þorpið frá norðri,
byrjar Papadakis. (Gjörið svo vel að muna,
að stríðinu er lokið fyrir fáum árum. Opin-
berar fregnir og fréttaritarar hafa sett
svip sinn á orðbragð allra. Við segjum eins
og þetta: Tyrkir réðust á þorpið frá
norðri).
— Voru það reglulegar liðsveitir, eða
víkingar, sem flökkuðu um?
Klárí veit eins vel og Papadakis, hvað
svarið verður. Samtal þeirra minnir helzt
á kennara, sem er að hlýða nemanda sín-
um yfir. Klárí vill vita, hvort Papadakis
kann lexíuna sína.
— Aðeins hópar, sem reika um. En hin-
ar reglulegu liðsveitir, sem komu þremur
dögum síðar, voru ekki vitund betri. Ég
flýði þær.
— Hvers vegna létu bandamennirnir þá
fara þannig að ráði sínu? Varstu ekki bú-
inn að segja, að enski flotinn hefði legið
í Dardanellersundinu ?
Klárí veit meira um sögu og utanríkis-
pólitík vorra tíma heldur en allir hinir
nemendurnir í skólanum í Hernádgötu.
— Jú, hann lá í Dardanellersundinu, en
hann hreyfði sig ekki. Þá langaði ekkert
til að rekast á Kemal. Þú veizt, að það
er svo margt, sem kemur til greina.
Klárí kinkar kolli.
— Það verður að taka tillit til innan-
ríkisstjórnmálanna, — kænlegar flækjur,
— og maður verður að reyna að komast
hjá að æsa ofureflið gegn sér. Rétt á eftir
var flotinn kallaður heim.
— Þeir hafa auðvitað viljað sjá, hvort
Kemal eða soldáninn hefði unnið, segir
Klárí kænlega. — Ef Vassja hefði verið
þarna, mundi hann hafa séð um, að kon-
unni þinni hefði ekkert mein verið
gert.
— Vassja? Hvað hefði Vassja getað
gert?
— Vassja er svo ógurlega sterkur. Ég
sá hann bera Fedor upp stigann.
— Af hverju var hann að því?
— Veiztu það ekki? Það datt eitthvað
ofan á fótinn á Fedor, vél eða eitthvað
þess háttar. Vassja kom heim með hann
í bíl, síðan tók hann hann í fangið og bar
hann upp stigann. Þeir búa beint fyrir
ofan okkur. Ég opnaði dyrnar fyrir þá.
Á morgun fær Vassja sjálfur bíl.
— Fær hann?
— Já, og hann ætlar oft að lofa mér
að sitja í. Þú mátt reiða þig á, að Vassja
mundi hafa gætt barnanna þinna. Og þó
að víkingarnir hefðu haft stórar fallbyss-
ur . . . Getur fallbyssukúla tekið höfuðið
af Vassja, er það? Heyrðu, segðu mér eitt,
Papadakis frændi, hvers vegna áttir þú
heima í litlu þorpi, þar sem þú varst kaup-
maður ?
— Það var alls ekki mjög lítið þorp.
Þaðan lágu persnesku verzlunarleiðirnar
til Bagdad. Þar tökum við trén af baki
kameldýranna og látum þau upp í járn-
brautarvagna.
— Ö ... og heldur þú í rauninni, að
fallbyssukúla gæti tekið höfuðið af
Vassja?
Svona talar Klárí við Papadakis. Ef við
hefðum munað eftir Jani, mundi hann
áreiðanlega hafa setið einhversstaðar úti
í horni með Vassja. Þeir eru að búa til
útvarpið. Þeir vefja leiðslunum utan um
spólur, — nú setja þeir kristalinn með
mikilli gaumgæfni á sinn stað. Við og við
eru þeir leyndardómsfullir og hvíslast á.