Vikan


Vikan - 09.02.1939, Qupperneq 18

Vikan - 09.02.1939, Qupperneq 18
18 V I K A N Nr. 6, 1939 og hótaði honum jafnvel að koma upp morði hans á Jóni, ef hann sálgaði ekki kerlingunni líka. Áleit Bjarni bezt að gefa henni eitur, en það reyndist ekki nógu magnað. — Að eins í eitt skipti fékk Guð- rún að fara út af heimilinu; var það á trinitatishátíð, og fór hún þá til kirkju með þeim Bjarna og Steinunni, en þau voru bæði til altaris. Það var 5. júní, að fé á Sjöundá var rekið heim til rýingar; voru þau Bjarni og Steinunn tvö ein við fjárrétt í túnjaðrin- um, sjá þau þá hvar Guðrún kemur frá bænum og stefnir til þeirra. Steinunn segir þá: „Taktu nú helvítis kerlinguna, því ekki mun síðar vænna.“ Stökk Bjarni þá út úr réttinni og Steinunn á eftir, og hlupu þau á móti Guðrúnu, en hún tók á rás undan, því henni hefir víst ekki litist á blikuna, en Bjarni náði henni skammt frá bænum, og með því hann kom að baki henni, greip hann annari hendinni fyrir munn og nasir henni, en með hinni fleygði hann henni á grúfu. Sagði hún þá: „Ætl- arðu nú að drepa mig?“ „Það muntu nú fá að reyna,“ sagði hann, og héldu þau henni þar bæði, þar til þau höfðu kæft hana. Veittu þau henni nábjargirnar, þarna á túninu. — Bjarni smíðaði sjálfur utan um líkið. Bjarni hafði fundið lik Jóns rekið af sjó viku eftir morðið; dysjaði hann það þá í skafli og geymdi þannig þar til viku af sumri, er hann bar það aftur í sjóinn. Hinn 12. nóv. um dagsetur var loks máli þessu lokið, og var þá upp kveðinn dómur í því, er dæmdi Bjarna til að klípast með gló- andi töngum, handhöggvast lifandi og síð- an afhöfðast; skyldi höfuð hans og hægri hönd setjast á stjaka yfir hræinu, sem jarða skyldi á aftökustaðnum. Steinunn var dæmd til lífláts með exi. Skyldi hún grafin á aftökustaðnum. Beggja góz, fast og laust, skyldi falla undir konung. Þau skutu máli sínu til æðra dóms og til konungsnáðar. Var svo Bjarni færður í járnum að Haga á Barðaströnd, en Steinunn var færð að Hrísnesi og höfð þar í gæzlu; skyldi hún ganga laus þangað til hún væri létt- ari orðin, en síðan setjast í járn. Bjarni var um veturinn í járnum í Haga og hart haldinn, en bar þó furðu karl- mannlega meðferðina; var hann hafður í úthýsi og sterkar gætur á honum. Þó tókst honum eina nótt seint í janúar að losa sig úr járnunum og komast út. Hljóp hann þá út Barðaströnd og komst í f járhús í Miðhlíð; þegar bóndi kom í fjárhúsið um morguninn, varð honum ekki um sel, enda tók Bjarni hann höndum og hræddi hann til að leyna sér nokkra daga í fjárhúsinu og gefa sér mat; lét hann bónda sverja þetta, en hótaði að öðrum kosti að ganga af honum dauðum. Bóndi sór, og hafðist Bjarni við í fjárhúsinu þrjár nætur; hafði hann þá hugsað ráð sitt. Lét hann bónda fylgja sér á hesti um nótt, er fólk var háttað, út á Strönd. Hafði þá sýslumaður skrifað fyrir hann og heitið 20 rd. hverj- um, sem segði til hans. Fóru þeir Bjarni og bóndi til hreppstjóra, er Bjarni vissi, að var vel efnaður, hræddi Bjarni hrepp- stjóra til að fá sér vistir nokkurar og segja ekki til sín. Lagðist Bjarni síðan út og leitaði út í Skorahlíðar og hafðist þar við tvær nætur. En fremur mun honum hafa þótt kaldsætt í Skorinni; leitaði hann þá út á Rauðasand og kom að Móbergi á Rauðasandi á föstudagskvöld. Leyndist hann þar í hlöðu um nóttina, allan laugar- daginn og nóttina eftir. En á sunnudags- morguninn handtóku fjórir Rauðsending- ar hann í hlöðunni og bundu, og færðu hann sýslumanni að Haga. Var hann þegar í járn settur og rambyggilega um búið, enda slapp hann ekki frá Haga aftur. Næsta sumar (1803) var mál þeirra Bjarna og Steinunnar dæmt í landsyfir- dómi, og voru þau þá um sumarið færð til Reykjavíkur og sett í hegningarhúsið. Sátu þau þar meðan mál þeirra var fyrir landsyfirdómi og hæstarétti, þangað til sumarið 1805. Eina nótt það sumar tókst Bjarna að ná járnstöng úr glugga á fanga- klefa sínum og komst hann þar út. Lagði hann þá af stað og fór huldu höfði, allt þangað til hann kom upp í Borgarfjörð. Sagði hann þá til nafns síns, með því að hann þóttist svo langt kominn burtu frá Reykjavík; en hann var óðar handtekinn og fluttur aftur í hegningarhúsið. Um sumarið kom út mál þeirra Steinunnar, og var þeim báðum dæmt líflát, og Bjarna að klípast. En með því enginn fékkst til að höggva þau hér, áttu þau að fara utan til aftöku. Friðrik Trampe greifi var þá stiptamtmaður hér og var mælt, að hon- um hefði jafnvel verið hlýtt til Steinunn- ar (hefði fundizt mikið til um hannyrðir hennar í hegningarhúsinu o. s. frv.); og hafi hann lagt allt kapp á að fá hana náð- aða. En það tókst ekki. Er mælt, að hann hafi séð svo um, að hún fengi tekið inn eitur. Hvað sem satt er í þessu, þá er það víst, að þegar Steinunn hafði heyrt dóm sinn frá hæstarétti, dó hún snögglega eina nótt og var dysjuð 1 holtinu fyrir ofan Skólavörðuna, þar sem enn heitir Steinku- dys. Bjarni var um haustið sendur til Noregs til aftökunnar og var fenginn með honum Hjörtur prestur Jónsson, afi Hjartar lækn- is í Stykkishólmi og þeirra bræðra. Hjört- ur prestur var þá ungur, en þrekmaður mikill, og var honum alla æfi minnisstæð för þessi, einkum hflát Bjarna. En vel og karlmannlega hafði Bjarni orðið við dauða sínum. Hefur Hjörtur prestur svo frá sagt, að kvöldið áður en Bjarni var líflát- inn, hafi hann átt tal við hann, sem oftar, í fangaklefa hans, og hafi Bjarni þá látið á sér heyra, að nú ætti hann kost á að komast undan og úr landi, en hann vildi nú heldur deyja en sæta því. En aldrei vissi Hjörtur, hvort Bjarni hafði sagt þetta satt eða ekki. Barn það, er Steinunn ól í Hrísnesi á Barðaströnd veturinn sem þau voru tek- in í hald, var drengur og nefndur Jón. Lýsti hún Bjarna föður að honum, enda voru fullir 10 mán. liðnir frá láti Jóns Þorgrímssonar, manns hennar. — Jón Bjarnason ólst upp á sveit á Barðaströnd, lengstum á Brjánslæk hjá séra Hálfdáni, föður Helga lektors. Jón var fremur stór maður og þreklegur, og sagður líkur Bjarna föður sínum í vexti, en Steinunni móður sinni í andlitsfalli, enda var hann fremur laglegur maður í sjón. Hann dó 1883. Dóttir hans hét Júlíana; hún var vinnukona hjá kand. Ásmundi Sveinssyni fyrir vestan og dó hjá honum á HaUbjarn- areyri 1886. Þau voru bæði ráðvönd og gæflynd. Pétur: Ætlarðu ekki í kirkju í dag? Það væri réttara en að sitja í knæpunni allan sunnudaginn. Páll: Nei, ég sit kyrr. Það er betra að sitja í knæpunni og hugsa í kirkju, heldur en að vera í kirkju og hafa hugann alltaf í knæpunni. Sveinn lati var fyrir rétti ákærður fyrir þjófnað. Eitt vitnið ber það, að það hafi séð Svein hlaupa fyrir húshorn þá nótt. En þegar Sveinn heyrir það, gellur hann við og segir: — Mikil ósköp er á þér maður að segjæ þetta. Ég, sem aldrei hleyp. # Karl og kerling voru gestir hjá kaup- manni. Hún: Þetta er 1 jómandi laglegur hundur. Hann er alteins og hundurinn okkar, nema hvað hann er snögghærður, en þessi loð- inn. Hann: Já, allt að einu, nema okkar er hundur, en þetta er tík. Hún: Og svo er þessi hvítur, en okkar svartur. # Konan lá á sæng, og barnsburðurinn gekk mjög illa. Bóndinn, sem Sigurður hét, gekk um gólf og segir loks upp úr eins manns hljóði, þegar kollhríðin stóð yfir: — Mikið leggur þú í sölurnar, gæzkan mín, fyrir hann Svein. # Andrés: Sefurðu, lagsi? Sigurður: Því spyrðu? Andrés: Ég vildi vita, hvort nokkuð væri eftir á pyttlunni? Sigurður: Ég sef. Andrés: Slúður, þú ert að tala. Sigurður: Ég tala oft upp úr svefni. # SPAKMÆLI : Vináttan er ástin án vængja. — Lord Byron. * Miðaðu hátt, en ekki svo hátt, að hvergi komi niður. * Fáfræðin er aumkunarverð, en ekki spotts.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.