Vikan


Vikan - 09.02.1939, Síða 20

Vikan - 09.02.1939, Síða 20
20 VIKAN Nr. 6, 1930 Dúfan á pílviðartrénu. Barnasaga Hrafn nam staðar á hjólinu sínu beint fyrir framan stóra pílviðartréð, sem stóð í bugðunni við þjóðveginn. Þar stóð Viggó, vinur hans, með byssu, er hann hafði sjálfur gert, í hendinni og horfði upp í tréð. — Hvað er að? spurði Hrafn og stökk af baki. Viggó gaut vandræðalega hornauga til hans. Honum var augsýnilega ekkert um, að hann skyldi vera truflaður. — O, ekki neitt, sagði hann og stakk byssunni í vasann. — Það hlýtur nú að vera eitthvað, sagði Hrafn. — Þú ert líklega ekki að horfa á stjörnumar um hábjartan daginn. Viggó tók byssuna upp úr vasa sínum. — Jæja, ef þig langar mikið til þess að vita það, sagði hann dauflega, — þá situr dúfa þama uppi í pílviðartrénu. Hún get- ur ekki flogið. Hún er líklega vængbrotin. Svo mér var að detta í hug að reyna að skjóta hana niður. Það getur ekki verið neitt ljótt. Og steiktar dúfur em hreinasta hunang. Hrafn kastaði frá sér hjólinu og gekk til vinar síns. Hann horfði líka upp í tréð. Já, það var alveg rétt, að dúfan sat þarna. — Heyrðu, sagði Hrafn rólega, — á ég að trúa því, að þú hafir gaman af því að kvelja skepnur. Viggó roðnaði. Hann vissi vel, að Hrafn var mikill dýravinur. Það var þess vegna, sem hann varð svona vandræðalegur, þeg- ar hann sá félaga sinn koma. — Hvaða þvaður er þetta, sagði hann — ég hefi aldrei haft gaman af að kvelja skepnur. — Jú, svaraði Hrafn með ákafa. — Held- urðu, að það sé fallegt að ætla að skjóta fugl, sem getur ekki flogið. Þú ættir held- ur að reyna að hjálpa honum. — Hann er alltof hátt uppi, andmælti Viggó. Það er ekkert annað en góðverk að skjóta hann niður. — Já, svo að þú fáir dúfusteik til há- degisverðar, sagði Hrafn hæðnislega. — Gættu þín nú, svaraði Viggó bál- reiður. — Ég verð áreiðanlega að gæta þín líka, sagði Hrafn hlæjandi. — Þú ert líklega búinn að gleyma því, að góðir drengir kvelja aldrei skepunur. — Þetta er ekki satt. — Ójú, karl minn. Hægri hnefinn á Viggó miðaði á Hrafn. I sömu andrá voru þeir roknir saman. Þetta varð regluleg hólmganga. Að lokum varð Viggó að leggja á flótta. Þegar hann var að hverfa, kallaði hann til Hrafns, að hann skyldi ekki hafa betra af þessu. — — Þá er úti um þessa vináttuna, hugs- að hann og gægðist upp í tréð. Dúfan sat þama efst uppi, en alveg við stofninn. — Ég held bara, að ég geti klifrað upp, sagði Hrafn við sjálfan sig og mældi fjar- lægðina með augunum. — Það er synd að láta fughnn kveljast. Hann getur enga björg sér veitt, auming- inn þessi. Hann reisti hjólið sitt upp við pílviðar- tréð og klifraði upp á sætið. Þannig náði hann í neðstu greinamar. Hann sveiflaði sér og klifraði gætilega hærra og hærra. Nú var hann kominn að fuglinum. Húrra! Hann hélt á dúfunni í hendinni. Það var erfiðara að fara niður en hann hafði haldið, þar sem hann varð að halda á dúfunni í hægri hendi. En að lokum komst hann heilu og höldnu til jarðar. Hann hjólaði heim í flýti. Faðir Hrafns var mjög fjölfróður mað- ur. Hann vissi ótrúlegustu hluti. Og auð- vitað vissi hann líka, hvað átti að gera við vængbrotna dúfu. — Þetta er bréfdúfa, sagði hann, þegar búið var að koma dúfunni fyrir í gömlu fuglabúri. — Það var gott, að þú skyldir bjarga henni. Bréfdúfurnar hafa gert okkur mönnunum mikið gagn. Sérstaklega gerðu þær þó gagn í heimsstyrjöldinni. Þær kom- ust þangað, sem útvarp, sími og flugvélar gátu ekki náð til. — En hún er ekki með neitt bréf, sagði Hrafn og augun í honum ljómuðu. — Nei, en hún hefir hring utan um fót- inn, sagði faðir hans. — Þetta er falleg dúfa, sem þú hefir bjargað. Og það var vel gert af þér að bjarga henni, þó að hún hefði bara verið venjuleg dúfa. — Ég hefi alltaf verið dýravinur, sagði Hrafn lágt. Faðir hans klappaði honum á kollinn. Hrafn og Viggó töluðust ekki við í skólanum daginn eftir. Nú virtust þeir- vera óvinir. Aðeins vegna einnar dúfu. Þegar Hrafn kom heim, færði faðir hans honum mikla fregn. — Sjáðu þetta, sagði hann og lagði blaðið fyrir hann. — Lestu þetta! Hrafn las: Bezta dúfan í kappfluginu hefir glatazt. Skilist gegn fundarlaunum. Hrafn hélt áfram að lesa. Þar stóð heil- mikið, sem hann bötnaði ekkert í. En síðan stóð, að dúfan, sem búizt var við að myndi vinna, væri horfin, og eigandinn vildi gefa þeim manni 50 krónur, sem skil- aði henni lifandi. Það var mynd og ná- kvæm lýsing af dúfunni. Hrafn leit upp. — Já, sagði faðir hans brosandi. — Þetta er dúfan, sem þú bjargaðir, Hrafn. Það er enginn efi á því. Fundarlaunin færðu áreiðanlega. Ég er þegar búinn að tala við eigandann. Nú færðu borgun fyrir, hvað þú ert góður við dýrin. Hrafn varð alveg stein hissa. Hugsa sér,. 50 krónur. Það voru miklir peningar. Honum fannst hann alls ekki eiga þetta skilið. Hann hafði ekkert gert nema það, sem góðum dreng var skylt að gera. Þetta kvöld fór Hrafn snemma að hátta. Hann hafði lítið herbergi á fyrstu hæð. En hann var ekki fyrr kominn upp í rúmið en blístrað var fyrir utan. Hrafn stökk út að glugganum og leit út. Þarna var Viggó kominn. — Halló, gamli minn, kallaði hann. — Ertu enn reiður? — Nei, nei, svaraði Hrafn. — Gott, sagði Viggó. — Ég veit, að ég átti ekki að haga mér eins og ég gerði í gær. En mér þykir ekkert gaman að kvelja dýrin, Hrafn. Ég skal aldrei gera það aftur. — Þá skulum við vera vinir, sagði Hrafn hlæjandi. — En þetta hefði orðið þér dýr dúfusteik. Ég fæ 50 krónur fyrir að bjarga henni. — Hvað segirðu? sagði Viggó og gapti. — Við tölum saman á morgun, sagði Hrafn. — Góða nótt. Síðan stökk hann upp í rúmið aftur, ánægður með allt og alla. * Vitlausasti staðurinn! Sverrir: Hér er svo þröngt, að ég get hvergi lagt hattinn minn. Ég held ég verði að setja hann á höfuðið aftur. Gvendur: Nei, gerðu það ekki, því það er ómögulegt að finna vitlausari stað.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.