Vikan - 09.02.1939, Side 21
Nr. 6, 1939
VIKAN
21
/fóóndúwi þicL fáa2wejMi.
Einu sinni var hann efnaður bóndi og
gistihússeigandi í Bæheimi. Kvæntist
hann ungur konu, sem hann unni hugást-
um og þá var hann í hópi hinna ham-
ingjusömu borgara, sem framtíðin blasti
við eins og fögur vínekra. En svo hrémmdi
ógæfan þenna hamingjusama mann. Dag
einn missti hann konuna sína með svip-
legum hætti, og skömmu seinna seldi hann
bújörð sína og veitingahús, fór í stríðið
og barðist þar um skeið. En þar vaknaði
hann til meðvitundar um það, að allir menn
væru bræður, og eitthvað yrði til bragðs
að taka til að jafna skærur og illindi,
öfund og yfirgang þeirra á milli. Og
drýgstan skerf til þeirra mála hugðist
hann að leggja með því að verða pílagrím-
ur og boða frið og bróðurkærleik öllu
fólki, er á vegi hans yrði. Vísaði hann um
leið á bug öllum veraldlegum ástríðum og
glysgirni, en smeygði sér í svarta píla-
grímskufhnn, batt á sig ilskó, reirði 33
punda þungt krosstré um öxl, lagði land
undir fót og stefndi til Landsins helga.
Sú ferð sóttist seint, og við öðru var ekki
að búast, með þunga byrði um langan veg.
Árið 1933 reisti hann krosstré sitt á Tar-
borfjalli — og þar með var sá kross úr
sögunni! Síðan telur Jóhann Baptise
Múller, pílagrímur frá Bæheimi, sig til
heimilis í Jerúsalem — og ef guð lofar,
gerir hann ráð fyrir að koma ,,heim“ til
sín í annað og síðasta skipti 1950! Þetta
er óvenjuleg bjartsýni, því að hann er nú
hartnær 64 ára gamall. Eftir komuna til
Jerúsalem, sneri hann aftur til Vestur-
Evrópu og fór nokkuð um Norður-Afríku
og rataði í mörg æfintýri. Hafði hann með-
ferðis krosstré eitt mikið frá Landinu
helga og hugði að skila því aftur á sinn
stað, þegar hann kæmi heim. En sá kross
var tekinn af honum á Spáni fyrir tveimur
ánim og brenndur að honum Sjáanda á
götu úti. Og þár fór hann.
En Jóhann Baptise Miiller lét ekki hug-
fallast, enda átti hann nú léttara um gang
en nokkru sinni fyrr 1 sínum pílagríms-
krossferðum. Skokkaði hann nú norður á
bóginn og rakti ,,helgra“-manna slóðir og
minjastaði alla leið norður í Finnland :—
og tók sér eftir það far hingað út til Is-
lands, því gangandi komst hann ekki, eins
og gefur að skilja. Hefir hann dvalið hér
á landi síðan í desember og farið víða
austan lands og norðan og nokkuð upp
um sveitir. Hann er óráðinn í, hvenær
hann muni fara. Hyggst hann þó að fara
til Skotlands og ganga um England á þessu
ári — og eiginlega þarf hann að hafa sig
allan við til að ná ,,heim“ fyrir 1950. En
samt er ekki alveg örgrannt um, að hann
langi eilítið lengra norður — nefnilega til
Grænlands, ef guð lofar. Sennilega verður
þó ekkert úr því.
Pílagrímar ganga ekki við hjá rakar-
anum klukkan tíu á hverjum morgni og
láta heldur ekki skera hár sitt á föstu-
dögum, sem er siður snyrtimanna. Þeir
láta hár og skegg vaxa eins og náttúran
bíður. Mönnum vex grön samkvæmt vilja
guðs, og eftir því ber öllum hlutaðeigandi
sér að hegða. Og Jóhann Baptise Múller
hefir líka mikið og sítt skegg og þykkt,
toggrátt hárið fellur á herðar niður. Á
vestisboðungunum sínum ber hann hundr-
uð minnjagripa, er hann hefir safnað á
ferðum sínum um heiminn til að undirbúa
2000 ára afmæli Krists á jörðinni — en
sá er tilgangurinn með öllu þessu tölti landi
úr landi. Og hvar, sem spor hans hafa
legið, hefir hann heimsótt allar ritstjórn-
arskrifstofur, er hann hefir komizt í færi
við, til að endurtaka þessa sömu sögu um
bæheimska bóndann og landið helga. Og
sagan kvað æfinlega enda á þessa leið:
Viljið þér gjöra svo vel að gefa mér
nokkrar sérprentanir af því, sem þér kunn-
ið að skrifa um mig — því börnunum í
skólunum þykir svo gaman að eiga mynd
af mér. Og bömin eru bezta fólkið.
Svo signir hann sig og fer — og hann
er alltaf á ,,heimleið“, hvert sem stefnir.
Þannig varð einn bæheimskur bóndi að
sönnum æfintýramanni.
Guðhræddir Japanir slá mikið högg í
klukku, sem hangir fyrir utan musteris-
dyrnar, áður en þeir ganga inn. Þeir vilja
vera vissir um, að guð blundi ekki eða sé
ekki annars hugar, þegar þeir bera fram
fjmir hann bænir sínar.
Bændur í þorpum í Bæheimi sofa stund-
nm í heyi, af því að þeir halda, að það
sé svo hollt. Hitinn í heyinu fær þá til að
svitna mikið.
*
Yngsti einvaldinn í heiminum er An-
anda, konungur í Síam, sem er 11 ára
að aldri. Hann býr í Lausanne ásamt móð-
ur sinni, systur og yngri bróður. Hann
kærir sig ekkert um að vera konungur, vill
miklu heldur leika sér.
Ameríkumaður einn, Albert Orwin að
nafni, hefir sjálfur búið sér til falskar
tennur úr málmi. Hann bræddi dálítið alu-
mínínm úr gömlu mótorhjóli, sem hann
átti, hellti því síðan í mót, sem hann hafði
búið til eftir tanngarðinum, og nú á hann
fallegar ryðfríar tennur.
*
Síðan Frakkland varð lýðveldi hafa set-
ið þar 100 stjómir að völdum. Það jafn-
gildir því, að skipt hafi verið um stjóm
áttunda hvern mánuð.
*
Á öllum myndum af Kristi á krossinum
sjást fætumir negldir við krossinn eða sár
á fótunum eftir nagla, en það er engin
sönnun fyrir því, að fæturnir hafi verið
negldir við krossinn eins og hendurnar.
#
Dómari nokkur í Ameríku hefir verið
gerður að heiðursdoktor við „Hobo-háskól-
ann“. Hann ferðaðist nefnilega einu sinni
sem „ho-bo“ (flækingur) með vömbíl, sat
eina nótt í fangelsi fyrir það og bauð síð-
an öllum „hobounum" í lögsagnarumdæmi
sínu í fangelsið, þar sem þeir gátu sofið og
fengið ókeypis morgunkaffi.
Það eru til óþægir páfagaukar alveg
eins og óþæg börn. Um það ber vott
skýrsla frá páfagaukadeildinni í dýragarð-
inum í London, þar sem láta varð 30 páfa-
gauka af 400 í „stofufangelsi" vegna þess,
að þeir reyttu svo af sér fjaðrirnar, að
þeir vom nærri því naktir og hinir ótót-
legustu, og einnig fyrir það, að þeir höfðu
lært svo mikið af skammaryrðum, sem þeir
skelltu bæði á verðina og áhorfendurna.
Það er sagt, að í maímánuði sé meira
um blóm en í nokkmm öðrum mánuði, og
ennfremur er talið, að frægustu menn og
konur fæðist í maí.
Hér eru örfá dæmi: Leonardo da Vinci,
Alexander Medici páfi, Jeanne d’Arc,
Balzac, Richard Wagner, Brahms,
Florence Nightingale og Victoría drottn-
ing.
Fyrir mörgum öldum vom frægir menn
oft heiðraðir með því að jarðsetja þá á
miðjum götum. Enn þann dag í dag em til
nokkrar af þessum gröfum, t. d. í Berlín,
Bombay, Istambul, Tirana í Albaníu og
Bologna.