Vikan - 09.02.1939, Page 22
22
VIKAN
Nr. 6, 1939
4 >p4.
J'-.ma i
■ »v*
Varveitið fatnaðinn
frá tilraunum með léleg þvotta-
efni, nú, þegar FLIK FLAK fæst
•4 ‘Wmin aftur í hverri búð.
W'4l* §&}&
Silkisokkar, hinir fín-
ustu dúkar og undir-
föt eru örugg fyrir
skemmdum, þegar þér
notið FLIK FLAK
í þvottinn.
FLIK-FLAK er bezta þvottakonan.
Kunninginn: Þú hefir sjálfsagt valið þér
væna konu, vinur minn.
Kaupmaðurinn: Já, það getur þú reitt
þig á. Hún er afbragð — alveg fyrirtak,
ég þori að mæla með henni við hvern, sem
vera skal.
#
Jói: Hvað varð þér að orði, þegar hann
Pétur strauk burt með konuna þína?
Björri: Ég sagði bara: Það var gott;
þarna náði ég mér niðri á Pétri, því ég
átti honum grátt að gjalda, hann sveik
mig í hestakaupum í fyrra.
*
Bónda, sem kom úr sveit í kaupstað,
varð sú slysni á að stíga á kjólfald hefð-
arfrúr.
Frúin lítur við og segir bálvond: Hef-
urðu ekki augu í hausnum, nautið þitt?
Bóndinn svaraði: 1 sveitinni höfum við
ekki kýr með svona löngum hala, svo að
ég varaði mig ekki á þessu héma.
*
Hún (reið): Ef ég væri konan þín, skyldi
ég gefa þér inn eitur.
Hann: Og ef ég væri maðurinn þinn,
skyldi ég sjálfur taka inn eitur.
*
Bjarni: Mögur em blöðin orðin og sumt
af nýju bókmenntunum ykkar.
Jón: O-já — eftir því sem skilvindun-
um fjölgar, vex undanrennan.
Dmkkinn maður sat í kirkju og þótti
ræðan, sem lesin var upp af blöðum, bæði
löng og leiðinleg, segir hann þá svo hátt,
að margir heyrðu:
— Æ, flettið þér nú við, séra Bjöm
minn, ef það kynni að vera svolítið skárra
hinum megin.
*
Dómarinn: Hefir yður verið hengt áður ?
Óli: Já, fyrir 10 ámm var ég sektaður
um 20 kr. fyrir það, að ég fór í bað, sem
ekki var leyfilegt.
Dómarinn: En síðan?
Óli: Nei-nei, — ég hefi ekki baðað mig
síðan.
*
Pétur: Vertu ekki að berja þér, — þú,
sem ert einbimi, og faðir þinn orðinn
gamall og fer bráðum að deyja frá öllum
peningunum.
Páll: Ojá — hann getur lifað lengi enn
þá, karlinn, ekki sízt, ef haldið er áfram
að dekra við hann með nýmjólk og Brama,
meinhollu helvíti.
#
Fréttaritari heimsótti fanga í hegning-
arhúsi og segir við einn þeirra:
— Hver er nú orsökin til þess, að þér
vomð svo ólánssamur að komast hingað?
Fanginn: Hin sama, sem kom yður til
að tala við mig, það er forvitnin, sem
rekur nefið í allt, þó manni komi það ekk-
ert við. Munurinn er aðeins sá, að þér
komuð inn um dymar, en ég inn um kjall-
araglugga.
Gesturinn: Myndin er prýðisvel máluð,
en ég skil ekki, hvers vegna þér hafið valið
svona herfilega ljótan kvenmann til að
mála mynd eftir?
Málarinn: Hún er systir mín.
Gesturinn: Ó, hvað ég er aulalegur!
Hefði ég gætt mín, þá gat ég séð það.
*
Ákærði: Kerlingin jós yfir mig svo óþol-
andi skömmum, að ég gat ekki stillt mig
um að berja hana.
Dómarinn: Þú veizt, að það er yfir-
valdið, en ekki þú, sem á að refsa.
Ákærði: Er það þá meining dómarans,
að ég eigi að draslast með kerlinguna mína
hingað í hvert skipti, sem hún verðskuld-
ar að fá löðrung.
Jón (á sáttafundi): Ég vil ekki þola það
bótalaust, að hann Pétur þarna barði mig
72 högg í einu.
Sáttamaðurinn: Hvaða ógnar þolinmæði
er þér gefin maður, að standa undir 72
höggum og nenna að telja þau.
*
Baróninn (þóttafullur): Ég held, að því
minna sem maðurinn veit, því ánægðari sé
hann.
Ungfrúin (með hægð): Þér er uð líklega
mjög ánægður maður.
Kaldhreinsað þorskalýsi
sent um allan bæ. BJÖRN JÓNSSON,
Vesturgötu 28. Sími 3594.