Vikan - 30.03.1939, Síða 3
Nr. 13, 1939
V IK A N
3
Ad vestan
Eftir Bárð Jakobsson, stud. jur.
Onundur var maður nefndur og hafði
viðurnefnið tréfótur. Hann var uppi
á dögum Haraldar hárfagra Nor-
egskonungs. Önundur tréfótur var maður
skapmikill, hraustur og harðfengur, en
átti — eins og fleiri — erfitt með að lúta
valdi annarra. Því varð hann landflótta
úr Noregi og stökk til Islands undan ríki
Haraldar konungs. Island Var þá mjög
byggt, er Önundur kom út hingað, og varð
haiin að setjast að norður á Ströndum.
Heldur mun Önundi hafa þótt óyndislegt
norður þar og verið skapþungt yfir skiln-
aðinum við óðul sín í Noregi. Bera þess
ljósan vott eftirfarandi ljóðlínur úr vísu
eftir Önund:
„— kröpp eru kaup, ef hreppik
Kaldbak, en ek læt akra.“
Ég rifja upp þessa frásögn Grettis sögu
af því, að þegar ég las hana í æsku, þá
skildi ég ekki viðhorf Önundar. Ég vissi
raunar ekki með vissu, hvemig landslagi
var háttað á Ströndinn, þar sem Ömmdur
hafði tekið sér bólfestu, en mér þótti ólík-
legt, að miklu mimaði á undirlendi þar og
á þeim stað, sem ég var alinn upp, og kunni
vel við. Svo vel, að þegar ég yfirgaf Vest-
firði í fyrsta skipti og fór til Akureyrar,
þá fundust mér engin f jöll vera þar í nánd.
Þó tók fyrst steininn úr götunni, þegar ég
kom til Reykjavíkur. Eitt af því fyrsta,
sem ég spurði um, var Öskjuhlíðin. Mér
var sýnd hún, og þá varð ég reiður. Eina
nafnið, sem mér fannst sóma Öskjuhlíð-
inni var — hundaþúfa. Hver hefir fundið
upp á því að kalla þetta „hlíð“, er
ofvaxið mínum skilningi. Bezt gæti ég
trúað, að það hefði verið Dani. Sama var
að segja um hina margumtöluðu og marg-
lofuðu Esju. Það er fyrst nú, eftir að hafa
haft hana fyrir augum í nokkur ár, að ég
er farinn að sjá, að þetta er fjall — og
það fallegt. Mér leið hér syðra, að ég hygg,
ámóta og dömu á dansleik, sem finnst hún
vera fáklædd, af því að hún hefir gleymt
að púðra sig. Og nú myndi mér líklega
finnast ég vera eins staddur og einmana
saltsíld á tunnubotni, ef ég kæmi til heim-
kynna minna vestra. Ég heyrði einu sinni
Sunnlending segja, að Isaf jörður væri eins
og illa gerð mógröf, hann gæti ekki andað
þar. Nærstaddur Isfirðingur var gráti nær
yfir smekkleysi sunnan mannsins. Og ég
gat samsinnt Isfirðingnum, því að ég kunni
vel við mig þann tíma, sem ég dvaldist á
Isafirði.
Líklega hefði sá einnig kunnað við sig
þar, sem lagði hönd og hyggju að orðum
Hávamála:
„LítiIIa sanda, lítilla sæva,
lítil eru geð guma.“
Hve mikið er satt í þessmn orðum, skal
látið ósagt, en það er ég sannfærður um,
að landslag hefir mikil áhrif á líf og lífs-
viðhorf manna. Eitt skáldið okkar hefir
raunar sagt, að: „landslag væri lítilsvirði,
ef það h é t i ekki neitt“. En allt fyrir
það er andstæðan mikil. Annarsvegar hin
hvassbrýndu, grúfandi fjöll, með svörtum
harmrabeltum og grettnum kynjamyndum,
og hinsvegar víðáttan, flatneskjan, koll-
óttu hnúkarnir og sú svipmýkt, sem staf-
ar af móðu fjarskans.
Snjóflóð, skriður og síðast, en ekki sízt,
sviptivindar og veðurgnýr, eru afleiðingar
hinna bröttu fjalla og hamraskarða. Sá,
sem aldrei hefir — bókstaflega — heyrt
fjöll syngja á undan veðrum, hefir aldrei
í fyllstu merkingu heyrt „byl detta af hús-
þaki“, aldrei séð mennina réttast, stráin
réttast, húsin réttast og sjóinn kyrrast,
þegar allt dettur í dúnalogn eftir rokhviðu,
hann er nokkru snauðari. Það er efni fyrir
sálfræðinga að rannsaka hver áhrif f jöllin
og fylgjur þeirra hafa á menn og menn-
ingu, og mér skilst það muni hvorki vera
ófróðlegt eða óskemmtilegt rannsóknar-
efni. Annars veitti ég f jöllunum vestfirsku
litla athygli í æsku. Þau voru svo eðlileg-
ur og sjálfsagður hluti hins daglega við-
horfs, að ef eitthvert þessarra kunningja
minna hefði vantað í myndina, hefði mér
orðið svipað um það og að sjá mann ríða
hauslausum hesti.
Það, sem æsti forvitnina og tók lengst-
an tíma að átta sig á, var sjórinn, eða rétt-
ara sagt, sjósóknin. Stærð, ganghraði, lög-
un og litur bátanna, fiskur og veiðarfæri,
fiskimið og veðurlag, dugnaður og afla-
sæld formannanna, var sá þráður, sem
daglegar hugsanir og athafnir, ekki ein-
ungis langflestra vestfirzkra barna, heldur
einnig fullorðnra, var snúinn úr. Ég man
ekki eftir, að mig hafi langað eins inni-
lega til nokkurs hlutar, eins og að fá að
fara á sjó, svo að segja strax og ég gat
talað og gengið. Ég fékk stundum að fara
með, þegar „lagt var fram“, eins og það
var nefnt, varð fram úr máta sjóveikur
og þráði jafn ákaft að ná föstu landi, eins
og ég áður hafði óskað að komast frá því.
En þótt ég væri svo aðfram kominn, að
ég komst tæpast hjálparlaust heim, þegar
að landi kom, þú vildi ég helzt fara strax
aftur á sjóinn, þegar ég var búinn að orna
mér og borða, og svo að gefa þeim, sem
ég náði til, nokkurnveginn í skyn hve stór-
ar og breiðar öldurnar hefðu verið, og lík-
lega hefði ég fengið versta sjóveður o. s.
frv. Virðingin, sem smástrákar báru fyrir
hinum fyrirferðarmiklu og veðurbörðu for-
mönnum sérstaklega, og sjómönnum yfir-
leitt, var ekki við neglur skorin. Ekki
hvað sízt, þegar þeir komu að landi og
höfðu aflað vel. Þeir voru þá eitthvað svo
drýgindalega dularfullir, formennirnir, —
kannske með tóbak á efri vörinni, salt-
hvítir og svakalegir. Til þess að vera sem
allra fullkomnust eftirlíking formanna,
tókum við okkur eitt sinn til, tveir mjög
ungir menn, og mökuðum skít á efri vör-
ina. En sá var gallinn á, að mín fyrirmynd
var með skegg, en sköllóttur, og var ég
raunamæddur mjög yfir þeirri vöntun á
útliti mínu, að hafa ekki skegg og skalla,
en félagi minn var skár settur, því að hans
formaður var skegglaus og hærður vel.
Ég nefni þessi atvik til þess að sýna, meðal
annars, hvers vegna ég botnaði ekkert í
því, að Önundur tréfótur skyldi vera argur
yfir því, að skilja við þessa ,,akra“ sína
og einhver me-he-e og bö-öh-ö, sem mér
fannst endilega verða að fylgja „ökrun-
um“. Ég hafði djúpa og innilega skömm
á kindum og kúm — nema einni mannýgri
belju — og hef raunar enn. Ég býst við, að
það muni farasvofyrirflestumVestfirðing-
um, að ef þeir fara að gera sér grein fyrir
því, sem veigamest er í bernskuminning-
um þeirra, þá verði það sama uppi á ten-
ingnum og hjá mér: sjórinn verði þar
hlutadrýgstur. En þetta er engan veginn
óeðlilegt. Enginn landshluti hefir í jafn
miklum mæli og Vestfirðir átt beina af-
komu sína undir auðlegð hafsins og dugn-
aði sjómannanna. Þessvegna snúast leikir
barnanna um það, sem hinir fullorðnu lifa
og hrærast í — sjóinn og fiskinn, alveg
eins og leikir bama snúast um kýr og kind-
ur, þar sem fólkið hugsar um og lifir á
kúm og kindum.
Frá landnámstíð hefir sjórinn verið líf-
æð Vestfjarða. Þuríður sundafyllir setti
Kvíarmið við Isafjarðardjúp, en Þuríður
nam land í Bolungavík. Þorgeir, sem
flöskubak var kallaður, sonur Önundar
tréfótar, virðist ekki hafa grátið ,.,akrana“
eins og karl faðir hans. Þorgeir bjó í
Reykjarfirði á Ströndum „— ok reri jafn-
an til fiska, því at þá váru firðirnir fullir
af fiskum“. Þessi tvö dæmi, tekin af handa-
hófi, sýna þegar hvert stefnt hefir um at-
vinnulíf Vestfjarða frá upphafi Islands-
byggðar. Og þeirri stefnu hefir verið hald-
ið til þessa dags, og fremur aukið en af
tekið, svo að nú má segja, að lífsmögu-
leikar Vestfjarða, teknir sem heild, liggi
í djúpi hafsins. Hvgrt einasta þorp á Vest-
f jörðum er byggt upp utan um útveg. Þorp-
in hafa engin veruleg útþensluskilyrði, geta