Vikan


Vikan - 30.03.1939, Page 5

Vikan - 30.03.1939, Page 5
Nr. 13, 1939 VIKAN 5 Vordagar í Bæheimi. Maí 1929. — Með gamla ferðadagbók fyrir framan mig sit ég og horfi aftur í tímann yfir tíu ára bil. Það er undarlegt ferðalag, — flugferð hugans á brott úr skuggalegum heimi, sem nötrar fyrir geystum öflum sinnar eigin tortímingar, og inn í annan heim, sem er eins og kyrrlátt sumarland í samanburði við þá veröld kaldra hríða, sem við lifum í nú. Og í endurminningu minni eru þessir dagar greyptir í umgjörð grænna akra og víni vaxinna fjallahlíða, og heiðríkju mildra sumarkvelda, þar sem langvökul sól vefur aftanskini um skógi vaxna f jalla- tinda. En niðri í dölunum kúra þorpin í skugga f jallanna við skógaþyt og nið renn- andi vatna. En þetta verður engin saga með þessu móti. Það er snemma morguns, og ég er á leið frá Dresden til Prag —- til hins unga ríkis, Tékkóslóvakíu, sem á sjálfstæðisaf- mæli um leið og ísland. Ég er innilega guðsfeginn að komast á brott úr Þýzka- landi, og ég er gagntekinn af þeirri þægi- legu, forvitnu óró, sem grípur mann ávallt þegar kanna skal ókunna stigu, skyggn- ast um ókunnan heim. Um leið og lestin rennur af stað, kem- ur fönguleg hefðarfrú másandi inn í klef- ann minn og í kjölfar hennar dáfríð ung- frú. Sú eldri hlassar sér niður á móti mér og lofar guð á sænsku. Hin yngri tekur engan þátt í þessarri skyndi-guðsþjónustu lagskonu sinnar, en litast um í klefanum með bersýnilegri vanþóknun yfir því, að Skógarhöggsmaður í Slóvakíu. gluggasætin bæði eru upptekín. Sezt því næst með ólundarsvip. Við þjótum af stað, og allvænn tími líð- ur. Leiðin liggur í gegnum yndislegt lands- lag meðfram Saxelfi. Ég fer að vorkenna hinni sænsku ungfrú útsýnisleysið og býð henni sætið mitt við gluggann. „Nej, för all FERÐAMINNINGAR eftir SIGURÐ EINARSSON docent. del“, segir hún og brosir yndislega, en þiggur sætið. En hér með eru örlög mín innsigluð. Sú gamla hefir látið sér skiljast, að ég er Norðurlandamaður, og þó að hún sé ekki komin langt burt frá föðurlandi sínu, þá er hún þó komin nógu langt til þess, að nú rúmar hennar stóra móðurhjarta alla Norðurlandamenn. Hún er þaulkunnug í öllum höfuðborgum álfunnar, hefir farið . það allt með manni sínum, majórnum sál- uga. Nú er hún að sýna dóttur ’sinni heim- inn. Og nauðugur viljugur verð ég að þiggja af hennar ríkulegu reynslu og kunnugleika, og af hennar ennþá ríkulegra nesti, ásamt dótturinni. Þetta verður mjög skemmtilegt ferðalag. Ef ég hefði verið yngri og léttúðugri, hefði ég að vísu kosið, að þessi ástsemd hinna framandi hefðar- kvenna hefði ekki komið svona gagngert frá móðurinni einni. En hvað er um það að fást. Hin unga mey hafði það sameigin- legt við sína margrómuðu ættjörð að vera bæði ,,tyst“ og ,,skön“. Hvað ,,gládjerik“ hún hefir verið var og er mér leyndardóm- ur, sem einhver myndarlegur samlandi hennar er nú sennilega búinn að fá upp- lýstan fyrir allmörgum árum. Það æxlast svo til, að ég og hinar sænsku samferðakonur mínar búum á sama hóteli í Prag. Venjulega drekkum við saman te síðdegis. Annars fer ég mín- ar götur og þær sínar. Ég er að kynna mér skólahald og fræðslumál Tékkanna, eftir því sem skammur tími leyfir, og viða að mér ýmsu um hagi og stjórnarháttu þessa unga fullvalda ríkis. Þær eru í alls- konar dularfullum ferðalögum um völund- arhús verzlana og listasafna, og í leik- húsum á kvöldin. Yfir tebollunum segja þær mér frá öllu þessu, meðan við hvílum okkur í miðdegismollunni. En ég miðla þeim mínum fátæklega vísdómi um sögu borgarinnar. Nem ég hana á kvöldin, eftir að ég er kominn í rúmið, af ferðabók Baedeckers og gömlu sagnfræðiriti, sem ég keypti hjá fornbóksala, fyrir lítinn pen- ing. Þetta þykja báðum aðilum góð skipti, því að þær eru naskar og glöggar á líf og einkenni líðandi stundar, en ekki sterkar í sögu. Ég er aftur á móti þannig í stakk búinn um skotsilfur, að verzlunarferðir og leikhúsagöngur henta mér ekki til hvers- dagsgamans. Verð ég því eins og einatt áður að láta mér nægja þá ánægju og fræðslu, sem ódýrust er, að lesa og tala við fólk. Einn góðan veðurdag fylgi ég þeim á hraðlestina til Wien, og eru þær úr sög- unni um sinn, móðirin eins og hún ætti í mér hvert bein, dóttirin „tyst“ og „skön“ Bæheimsk húsfreyja spinnur hör á snældu. eins og ættjörð hennar. Ekki veit ég, hvort það rann nokkurntíma upp fyrir henni, hverju ég fómaði fyrir hana, þegar ég gaf henni sætið mitt við gluggann. Næstu vikurnar fer ég um borgir og þorp Tékkóslóvakíu, og síðan er landið í endurminningu minni eitt bezta og feg- ursta land í álfunni. Tékkóslóvakía var, þangað til hún var limuð í sundur með Miinchen-sáttmálan- um, 140 þúsund ferkílómetrar, og íbúar rúmar 15 milljónir. Innan vébanda hennar voru beztu og gagnauðugustu lönd aust- urríska keisaradæmisins, námulönd og skóga, iðnaðarlönd og akuryrkju. Landið átti hvergi aðgang að sjó. En tvö fljót runnu til norðurs um landið. Saxelfur og Oder, og átti Tékkoslóvakía samkvæmt Versalasamningnum frjálsan rétt til sigl- inga um þau. Stettin og Hamborg urðu því hafnarborgir Tékkóslóvakíu. Bæheimsfjöll, Erzfjöll og Sudetafjöll lykja um Bæheimssléttuna á þrjá vegu. Eru f jöll þessi öll mjög auðug að námum. Geysimiklar kolanámur eru við Ostrava, og í Erzfjöllum er gull, silfur og radíum. Járnnám er mjög víða, bæði í Bæheimi og Slóvakíu, sömuleiðis olíunámur og salt- námur. Tékkóslóvakía hefir verið kölluð paradís veiðimannsins. Hérumbil þriðjungur lands- ins eru skógar. Skógarnir og skógabyggð- irnar ná víða upp á brúnir hæstu fjalla, og skógarhögg og timburiðnaður er einn Framh. á bls. 19.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.