Vikan - 30.03.1939, Side 6
6
VIKAN
Nr. 13, 1939
Spemann
íyrir salamðndrn-tiirauiiir sinar
Eftir dr. phil. H. V. BRÖNDSTED.
Segir hér frá þýzka dýrafræðingnum Spemann, sem
með salamöndru-rannsóknum sínum tókst að skyggn-
ast fyrir um og ráða að nokkru líffræðileg leyndarmál.
Hans Spemann, prófessor, í Freiburg fékk Nobels-
verðlaunin fyrir fimmtán ára vinnu, sem verður
ef til vill til þess, að við getum fundið orsök
krabbameinsins og þannig komið í veg fyrir
þenna ógeðslega sjúkdóm.
etta er sagan um það, hvernig Þjóð-
verjinn Spemann fékk Nobelsverð-
launin. Ef til vill hefir hún byrjað þegar
hann var drengur — og við byrjum að
minnsta kosti þannig.
Vitið þér, hvar lítil tjörn með vatns-
salamöndrum er? Annars gætuð þér áreið-
anlega komizt að því hjá drengjum, sem
fara í ferðalög í frítímum sínum og þekkja
landið eins og skóinn sinn. Jæja, þegar þér
eruð orðnir þreyttir á kvikmyndum og
spilum í maí eða apríl, þá skuluð þér fara
snemma á fætur einhvern sunnudagsmorg-
uninn — það er að segja um það leyti, sem
sólin kemur upp. Þér skuluð fara í gömul,
hlý föt, hafa með yður matarbita og litla
glerkrukku með loki á. Munið að vera í
vaðstígvélum, því að þér þurfið að vaða.
Lítið stækkunargler verðið þér líka að
hafa.
Nú komum við að tjörninni. Fuglarnir
syngja, loftið er ferskt og svalt, vatnið
tært og vatnajurtirnar grænar eins og
smaragðar. Vatnadýrin halda sér graf-
kyrrum, þegar við stígum á vatnsbakkann.
Aðeins einstaka loftbólum skýtur upp á
milh jurtanna. Nú förum við dálítið út í
tjörnina, komum fótunum vel fyrir í mjúk-
um botninum og bíðum. Ein til tvær mín-
útur líða í algerri þögn, hvergi nein hreyf-
ing.
En náttúran stöðvar ekki starfsemi sína,
og við finnum eitthvað kvikt við fæturna
á okkur. Allskonar vatnaskordýr eru á
sveimi milli vatnsjurtanna eins og hrað-
skreiðir bátar. Eitthvað, sem líkist lítilli,
svartri slöngu bugðast á milli grænna
stönglanna, kemur hægt upp á yfirborðið
og leggst á milli blaðanna til að njóta vel
fyrstu sólargeislanna. Þama er dýrið, sem
við leitum að: vatnssalamandran.
Við höfum hitt á réttan stað. Nú er um
að gera að vera þolinmóður — og nota vel
augun. Smám saman sjáum við aðrar sala-
möndrur, sem koma gætilega upp á yfir-
borðið. Ef við beygjum okkur rólega nið-
ur að vatnsyfirborðinu, getur verið, að við
sjáum salamöndrurnar verpa.
Við sjáum þá kvendýr — karldýrin eru
auðþekkt á hinum skrautlega kambi og
hinum fallegu litum — vera á sveimi yfir
vatnajurt með litlum blöðum. Það nemur
staðar, dvelur í eina til tvær mínútur á
sama stað og hreyfir afturfæturna mjög
einkennilega. Því næst kemur það upp á
yfirborðið, ef til vill til að hvíla sig.
Við höfum nú tekið vel eftir, hvar sala-
Ungir náttúrufræðingar að veiða vatnadýr.
Drengurinn hefir haft heppnina með sér.
mandran verpti, svo að það ætti að vera
hægur vandi að ná í eggið. Við beygjum
okkur, tökum jurtina upp, sem eggið er í
og ætlum að taka það. En hvað er orðið
af því? Við skoðum jurtina í krók og
kring. En þar er ekkert egg sjáanlegt.
Við tökum loksins eftir því, að eitt
blaðið er vandlega brotið saman. Við tök-
um blaðið varlega af og' innan í því er
yndisleg, lítil, gulbrún perla í tæru, sívölu,
hlaupkenndu hylki. Nú vitum við hvað
salamandran var að gera. Hún var að
vefja blaðinu með afturfótunum utan um
eggið.
Þegar við höfum komizt að þessu, líð-
ur ekki á löngu áður en við höfúm fundið
mörg blöð með eggjum í. Við setjum allt
í glerkrukkuna og fyllum hana með hreinu
og tæru vatni.
En við verðum að athuga veiði okkar
nánar og nota stækkunargler. Ef það er
heitt úti, getum við verið kyrr, annars
verðum við að fara heim með allt saman.
Og ef við viljum fylgjast nánar með þró-
uninni, verðum við auðvitað að hafa eggin
í litlu lagardýrabúri í stofunni.
Ef við höfum nægilega mörg egg, mun-
um við finna ýms stig í þróuninni, en
skemmtilegast er að fylgja sama egginu.
Fyrir innan hið gegnsæja hlaup, getum
við séð yfirborð eggsins með stækkunar-
gleri. Sum eru hrukkótt, önnur slétt. Það
kemur líka fyrir, að sum eru ílöng. Nú
er um að gera að finna egg með krystal-
tæru hylki og alveg sléttu yfirborði, því
að þá getum við fylgzt með þróuninni frá
byrjun.
Og við verðum alveg undrandi.
Þarna liggur litla, brúna perlan, dökk-
brún að ofan, en gulleit að neðan. Perlan
er ákaflega falleg í lögun, nærri því eins
og kúla. Eggið er svo lítið, að það er varla
hægt að trúa því, að það sé lifandi. En
bíðið róleg. Eftir nokkra tíma koma hrukk-
ur á yfirborðið, og hálftíma síðar — hrað-
inn er sumpart kominn undir hita vatnsins
— er eins og ósýnilegir þræðir togi í eggið.
Eggið skiptist nú í tvo helminga, sem
hanga þó saman. Stuttu síðar skiptast þeir