Vikan - 30.03.1939, Síða 10
10
VIKAN
Nr. 13, 1939
aði, hans eigið lag. Hann hafði samið það
sjálfur. Það hafði vaknað upp úr vitund
hans einn hlýjan sumarmorgun, er hann
labbaði með harmonikuna langt upp í f jall
og settist þar undir stórum steini svo
óumræðilega sorgmæddur, morguninn eftir
að fóstra hans dó. Lagið var viðkvæmt og
angurblítt, eins og sál hans hinn fyrsta
dag, er hann stóð einn í hinni stóru ver-
öld. Það kallaði á samúð og kærleika úr
brjósti einhvers honum til handa, einstæð-
ingsins, sem engan hafði átt að, nema hina
þreyttu, gömlu konu, er nú var
farin. Upp frá þeim degi spil-
aði hann sitt lag.----Og eitt-
hvert kvöldið mundi hann taka
í sig kjark og bjóða ljóshærðu
stúlkunni í tóbaksbúðinni heim
og spila fyrir hana sitt lag. Það
var hans von.
Og það slær innri ljóma af
hinum ljúfu hugsunum á full-
orðinslegt andht krypplingsins
í rökkrinu við gluggann. Har-
monikubelgurinn engist sundur
og saman, eins og í krampa-
kenndri þjáningu, og fingur
hans leika með léttum hreyfing-
um um hina mörgu dularfullu
takka. Tónarnir hljóma tjáning-
arfullir út í kvöldhúmið. En
hans lag heyrir enginn nema
þögul og miskunsöm nóttin, er
gerir engan mismun á sál og
list hins einmana listamanns og
hins, sem fagnaðarlæti þúsund-
anna hljóma upp til.
Næsta dag stendur hann aft-
ur fyrir framan stóra gistihúsið
og selur blöðin sín.
Veturinn leið, og vorið kom.
Á gangstéttina fyrir framan stóra gisti-
húsið er búið að setja stóra potta með
háum pálmum og trjám. Eitthvað í hk-
ingu við þá pálma og tré, sem við sjáum
fyrir framan erlendu gistihúsin á póstkort-
unum, sem við fáum frá vinum okkar, sem
eru svo hamingjusamir að vera að ferðast
í f jarlægum löndum og skrif a okkur heim:
Hérna sérðu gistihúsið, sem ég dvaldi á
í París, Nizza eða Monte Carlo. Mismun-
urinn er aðeins sá, að fyrir framan erlendu
gistihúsin vaxa pálmar og tré, en eru hing-
að aðflutt í pottum. En þetta sýnir aðeins
hugvitsemi gistihússeigandans, er fylgist
vel með tímanum.
Erlenda ferðafólkið er byrjað að heim-
sækja landið. Við mætum þessum sumar-
gestum daglega fótgangandi, í bifreiðum
eða ríðandi um göturnar, með uppspennta
regnhlíf, þegar rignir, á gömlum, stöðum
vagnjálkum, sem leigðir eru niður við
höfnina. Hver bæjarmaður, sem er þess
megnugur að fara úr bænum lengri eða
skemmri tíma yfir heitasta og fegursta
tíma sumarsins, er farinn að hugsa fyrir
sér, hvert halda skuli í sumarleyfið.
Blaðasölukrypplingurinn röltir enn í
skammhlýju sólskininu með blöðin sín
fyrir utan stóra gistihúsið. Hann gengur
ekki með nein torráðin heilabrot um sum-
arleyfi. Hans fátæklegu tekjur af blaða-
sölunni þola ekki nein luxus-ferðalög.
Slíkri hugsun er ekki einu sinni leyfð inn-
ganga í hugann, þar sem hver brýnasta
þörf og nauðsyn er nákvæmlega hnit-
miðuð.
Hann lætur aðeins eftir sér eins og áður
að staldra við litla stund í anddyri gisti-
hússins, meðan hann hagræðir blöðunum
sínum, því að nú er ekki kuldanum úti til
að dreifa. Hann dregur að sér ilminn af
fínu réttunum, sem bornir eru fram í veit-
ingasölunum og berast að vitum hans.
Hann horfir í laumi á Ijóshærðu afgreiðslu-
stúlkuna í tóbaksbúðinni, er hann gefur
henni blaðið. Og enn lifir hann í voninni,
að eitthvert kvöldið muni hún heyra hans
lag.
Þetta virðist það eina, sem fellur í hans
hlut af hamingju lífsins.
En einn sólskinsdag vorsins eru krakk-
amir, sem eiga heima þama í húsunum í
kring, en alast reyndar upp á götunni,
óhrein og rifin, að leika sér í knattspyrnu-
leik fyrir framan húsið hennar Soffíu
gömlu Hansen. Og Birgir litli — lítill snáði,
sem eiginlega er bara „ómark“ í leiknum,
var aðeins lofað að vera með, svo að hann
væri ekki hafður útundan, því að hann
var svo lítill og hefði annars farið að gráta
—, var að sparka boltanum. En Birgir
litli kunni ekki enn þá hst að sparka bolta
eins og stóm krakkarnir, og boltinn þaut
alveg í öfuga átt við það, sem ætlazt var
til, inn um kjallararúðuna á húsinu hennar
Soffíu gömlu Hansen — og það heyrðist
brothljóð. Börnin þutu skelkuð eins og
fjaðrafok fyrir næsta húshorn.
,,Þú ert asni. — Þú kannt ekki að sparka
bolta. — Þú brauzt rúðuna," sagði frekn-
óttur strákur, þegar börnin voru komin í
hvarf fyrir húsgaflinn, við Birgi litla, er
setti á sig stóra skeifu og byrjaði að vatna
músum, svo ósköp hræddur og kvíðinn, af
því að hann hafði brotið rúðuna, og
frekknótti strákurinn snupraði hann og
hann kunni ekki að sparka bolta eins og
stóm krakkamir og nú fengi hann víst
aldrei framar að vera með. En
freknótti strákurinn var raun-
ar alveg eins hræddur og Birgir
litli, því að hann hafði tekið
boltann hans bróður síns íleyfis-
leysi meðan hann var í skólan-
um. Hann gægðist nú fyrir hús-
homið að húsinu hennar Soffíu
gömlu Hansen. En þar var ekk-
ert að sjá. Það hafði vist enginn
tekið eftir því, að rúðan hafði
brotnað. Og hann sagði manna-
lega í skipunarrómi við krakk-
ana, er stóðu þarna öll hrædd og
vandræðaleg í einum hnapp:
„Bíðið, ég ætla að njósna“, og
lagði því næst af stað lafhrædd-
ur og leit allt í kringum sig.
Þegar hann kom að kjallaran-
um, leit hann gætilega inn um
brotna kjallaragluggann, til að
vita, hvort hann sæi ekki bolt-
ann hans bróður síns. Hann sá
ekki boltann, en hann sá blaða-
sölukrypplinginn liggja þarna í
rúmi og horfa á sig ofboðsleg-
um augum og reyna að lyfta
höfðinu frá koddanum og segja
eitthvað, sem hann ekki heyrði
hvað var.
Freknótti strákurinn kallaði á krakk-
ana og þau þyrptust öll utan um glugg-
ann og horfðu inn á. krypplinginn í rúm-
inu. Þau þekktu hann öll, því að þau höfðu
oft heyrt hann spila á harmonikuna.
Brotna rúðan var alveg gleymd við þessa
uppgötvun. Einhver fullorðinn, er gekk um
götuna, fór að forvitnast um, hvað krakk-
arnir sæu. Síðan fór hann inn í kjallar-
ann og breiddi fyrir gluggann, og krakk-
amir, sem hringsóluðu þarna fyrir utan,
sáu ekkert meir. En svo sáu þau lækninn
koma og fara í kjallarann og þar á eftir
kom sjúkrabifreið.
Það var verið að flytja krypplinginn á
sjúkrahúsið. Hann hafði legið þama alger-
lega hjálparlaus í tvo daga í kjallaranum.
Það hafði slegið að honum eitt kalsakvöld-
ið — og nú var hann búinn að fá svæsn-
ustu lungnabólgu.
Soffía gamla stóð hjá sjúkrabifreiðinni,
í miðjum hópnum, er safnazt hafði þarna
saman, neri saman höndunum örvingluð
og vandræðaleg yfir raunaleik lífsins, og
hún gat ekki fyrirgefið sjálfri sér, að
henni skyldi ekki hafa getað látið sér
detta það í hug, að hann væri veikur, þar
Framh. á bls. 21.