Vikan


Vikan - 30.03.1939, Blaðsíða 11

Vikan - 30.03.1939, Blaðsíða 11
Nr. 13, 1939 VIKAN 11 Æfintýri Óla í Afríku. Óli og Geir liðþjálfi eru í löngum og hættu- legum leiðangri til að leita að litlu, hvítum fil, sem er fyrir heilum fílahóp. Og hvíti fíllinn er í raun og veru til. Villi- menn höfðu náð í hann og dansað kringum hann eins og hann væri heilagur, en slepptu honum svo atfur. Nú bíður fílahjarðarinnar ný hætta. Geysistórt karlljón hefir komið auga á hjörðina úr felustað sínum. Ljón skipta sér ekkert af risafílum, en þau eru ekkert hrædd við litla fila. Nú sést, hvað fílamir eru litlir. I>eir em minni en ljón. Með ógurlegif- stökki hendir „konungur dýranna" sér á hjörðina og hegg- ur tönnum og klóm í einn filinn. Geir liðþjálfi og Óli heyra hljóðin og þá grunar, hvað á seiði sé. t>eir komast brátt að raun um, hvað gerzt hefir, þegar þeir finna dauða fílinn. Nú vita þeir, að þeir em á réttri leið. Litli fílahópurinn tvistrast á meðan ljónið er að gera út af við herfang sitt. Það er ekki um annað að ræða en að flýja áður en ljónið ræðst á annað fómardýr. Liðþjálfinn: — Fílamir hafa verið hér. Ég held, að við ættum að setjast hér að, Óli, og fara af stað snemma í fyrramálið. Óli: — Mig langar til að vita, hvort hér er hvergi vatn. Þetta hefir allt orðið hávaðalaust. öskur ljónsins heyrist um allt, og fílamir gefa frá sér hræðsluóp, svo að þetta er eins og homa- blástur. Þegar Óli kemur að vatni og ætlar að fara að fylla skaftpottinn, sér hann allt i einu hvíta fílinn, sem er að slökkva þorsta sinn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.