Vikan


Vikan - 30.03.1939, Page 15

Vikan - 30.03.1939, Page 15
Nr. 13, 1939 VIKAN 15 r A vegum vonleysingjanna. Jolán Földes: I>að, sem komið er af sögunni: Barabás loðskinnaskraddari flytur búferlum frá Budapest til Parísar og hafnar með fjöl- skyldu sína, konu og þrjú börn í Veiðikattar- stræti. Fyrsta fólkið, sem þessir nýju Parisar- búar kynnast, eru tveir útlendir flóttamenn, þeir Liiv og Bardichinov. Er annar Rússi, en hinn Júgoslavi. Þeir eru barngóðir og rabbsamir karl- ar, er öllum vilja vel. 1 lok annars ársins í útlegðinni grípur Bara- básfjölskylduna heimþrá. Samt hefir þeim aldrei vegnað eins vel. Hjónin vinna bæði og eru meira nð segja farin að leggja í sparisjóðinn. En svo verður frú Barabás veik. Hún leggst á sjúkrahús og er skorin upp. Barabás, Bardichinov og Liiv sitja á veitinga- húsinu á kvöldin og tala saman. Eitt kvöldið bætist grískur flóttamaður í hópinn, Papadakis að nafni. Siðar bætast tveir menn enn í hópinn, annar er Vassja, sem öllum hjálpar, og Anna verður ástfangin af, hinn er Fedor. Vassja smitar alla af starfsgleði. — Anna þrá- biður pabba sinn og Bardichinov um að lofa sér að læra eitthvað. En skyndilega syrtir að. Vassja verður fyrir bílslysi og deyr. Fólkið í veitingahúsinu hópast að herbergi Fedors, sem er orðinn sturlaður og æpir í sífellu. Enginn getur £;efið neinar upplýsingar um Vassja nema Jani. Þegar búið er að jarða Vassja, flytja allir úr veitingahúsinu. Barabásfjölskyldan flytur í ibúð í Veiðikattarstræti. — Við dauða Vassja urðu Anna og Jani fullorðin á einni nóttu, en ekki á sama hátt. Þau rífast alltaf, er þau talast við. Anna fékk ósk sína uppfyllta um að læra eitt- hvað. Hún er nú orðin útlærð saumakona og kemur sér vel á verkstæðinu, þar sem hún vinn- ur. Frú Barabás finnur vel, hvemig bömin fjar- lægjast hana með aldrinum, hvernig þau vaxa frá henni og þarfnast æ minna umsjár hennar og vemdar. En þetta er lífið — og hún verður að sætta sig við það. István er Ungverji. Hann hefir ráð undir hverju rifi um að verða sér úti um atvinnuleysisstyrki og stundar styrkbeiðnir sem atvinnugrein. Hann þykist vera hrifinn af Önnu, hinni vaknandi konu og ungu, bljúgu sál. István býr að heita hjá Barabásfjölskyldunni og reynir að koma sér i mjúkinn hjá önnu. Hann fer með fjölskylduna á skemmtanir, en Barabás borgar. Anna reynir að forðast hann og er ánægð, þegar hún verður að fara til Bar- dichinovs frænda til að tala við Pia Monica. — Nei, ég held, að atúlkur almennt kæri sig ekkert um að læra að sauma. Hvað segið þér um að uppgötva eitthvað? — O, þessar uppgötvanir! Norðurpóll- inn og óþekkt héruð í Afríku, eða nýja geisla eins og Madame Curie, segir Pia Monica. Bardichinov frændi grípur fram í sam- talið og útskýrir mismun tvennskonar upp- götvana. Pia Monica hlustar varla á það, en kink- ar kolli þakklátlega. — Það var þetta, sem ég átti við, segir hún og snýr sér aftur að Önnu. — Jú, sjáið þér til, ég hefi engan áhuga á svona alvarlegum hlutum. Það er sorglegt, en satt. Þessvegna datt mér í hug, að ekkert myndi hæfa mér betur en leikhúsið. En mamma ætlaði að sleppa sér, þegar ég minntist á það. Kannske myndi hún leyfa mér það nú, en það er of seint að byrja á námi, sem tekur eitt ár. Ég verð að vinna mér inn peninga eins fljótt og ég get. Haldið þér, að ég geti það ? Hún horf- ir spumaraugum á Önnu. — Já, það held ég, segir Anna og kink- ar kolli. — Og faðir yðar, hinn ágæti vinur minn, monsieur le Ministre, skýtur Bardichinov inn í, -— vill hann leyfa yður að leggja út á leikhúsbrautina? Pia Monica horfir rannsakandi á hann. — Ég held það. Samkvæmt hinni póli- tísku sannfæringu sinni tilheyrir hann gamla skólanum, sem reynir ekki að gera fólk hamingjusamt á móti þess eigin vilja. — Ég er á sömu skoðun, segir Bardich- inov og kinkar kolli. — Þér getið ekki fylgzt með tímanum, hvorki þér né pabbi, monsieur Bardichinov, segir mademoiselle Meneghetti brosandi. — Alveg rétt! játar Bardichinov og brosir líka. Pia Monica klappar ástúðlega, á hinar velhirtu, skjálfandi hendur gamla gjald- kerans. Anna lítur á hið litla, laglega andlit og verður dálítið rugluð. Allt til þessa, hefir henni fundizt hún vera miklu eldri heldur en þetta töluga, káta, snotra, en dálítið heimska bam — en nú er hún ekki eins viss um það. Hún hefir séð aðra Pia Monica, sem er beizk og vitur, þroskuð af einveru, hinn áhyggjulausi hlátur henn- ar er eins og glymjandi hljómsveit á skipi, sem er að sökkva. Þetta varir aðeins eitt andartak. Anna hugsar ekki meira um það og hún hefir ekki hugmynd um, að hún hefir aldrei á æfi sinni verið eins nærri þeirri tign, sem getur leynzt í mannssál, eins nálægt ein- veru hennar og umkomuleysi, eins nálægt hinni kynlegu nekt, sem ekki er hægt að nálgast. Síðan hún kynntist István, dreym- ir hana ekki lengur um snævi þakkta tinda. Jafnvel þegar hún reynir að gabba sjálfa sig með þvi að halda, að töfrar István, hæfileikar hans til að svara fljótt og skemmtilega, séu sprottnir af einhverju björtu og hreinu í huga hans, jafnvel þeg- ar hún reynir að telja sér trú um, að István líti á alla heiðarlega vinnu með áhyggjulausri fyrirlitningu af tómri feimni, þá veit hún, að hún er ekki að leita að því. Hún leitar að styrk, hinni einmanalegu og kuldalegu birtu sálarinn- ar, fullkomnu frelsi og staðfestu gegn smá veikleikum, einhverju, sem er senni- lega alls ekki til. Hún veit, að hún þráir eitthvað ómögulegt, en það gera allir, sem leita að einhverju mjög fögru og mjög göfugu. Það ómögulega er aðeins annað orð yfir hugsjónina. Og hugsjón stúlku, sérstaklega stúlku, sem er einmana og hörð af sjálfsafneitun, og af því að vera í þjónustu annarra, er sú sama, hvort sem hún snýst um mennina eða lífið — það er stoltið, tignin. Karlmenn skilja þetta sennilega ekki. Þeir leita líka að hugsjón, annað hvort hjá lífsförunauti sínum eða í óskum hans, en þessi hugsjón fer venjulega eftir því, hvort það er: kanarífugl eða kjölturakki. Kon- an á að vera trygg, lítillát og undirgefin eða f jörug, ræðin og léttlynd — en þeir kæra sig ekki um andríki; ljósið, sem skín að innan, um lögmálið og leyndardóminn. — Haldið þér, að ég geti þetta? segir Pia Monica og snýr sér aftur að Önnu, og andlit hennar er aftur eins og andlit óstýri- láts barns. Það ber engan vott um það, sem fyrir andartaki speglaðist í því. — Viljið þér gjöra svo vel og standa snöggvast upp og snúa yður hægt við? spyr Anna, og er ekkert nema embættis- ákafinn. — Sjálfsagt! Pia Monica þýtur upp, snýr sér og gengur svífandi um stofuna með hendurnar á síðunum, síðan spyr hún með ákafa: — Eru hreyfingar mínar ekki réttar? — Þær eru dálítið yfirdrifnar, segir Anna hlæjandi, — en það lagast með tím- anum. Undir eins og þér venjist þessu, verða hreyfingar yðar eðlilegar. — Venst því! muldrar Bardichinov. — Ég vona, að hún þurfi aldrei að venjast því. Ég vona, að þessum þýðingarlausa og hræðilega landflótta sé lokið fyrir okkur. Og hvað því viðvíkur, að þér neyðist til að velja þessa óþægilegu stöðu-------já, ég get ekki sagt yður, hvað ég hefi mikla meðaumkun með yður. Pia Monica verður dálítið vandræðaleg og óróleg. — Mig langar til að vinna mér inn pen- inga, stamar hún. Hún lítur á Önnu, eins og hún byggist við hjálp frá henni. En Anna segir ekkert. Pia Monica getur ekki sagt það við mann, sem er svona miklu eldri, og hún hefir aðeins óljósan grun um, — að kynslóð hennar er fædd á eldfjalli. Þegar börnin voru sex ára gömul, fóru feður þeirra í stríð, og mæður þeirra flutt- ust heim til foreldranna eða sendu börnin þangað og hjúkruðu sjálfar hinum særðu á herspítölunum, eða leigðu sér tvö her- bergi í stað átta, eða fluttust með börnin á eitthvert fátæklegt veitingahús í ein- hverjum bæ bak við vígstöðvarnar, þar sem menn þeirra lágu á sjúkrahúsum eða

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.