Vikan


Vikan - 30.03.1939, Síða 16

Vikan - 30.03.1939, Síða 16
16 VIK AN Nr. 13, 1939 flýðu undan liðsveitunum — eða sögðu skilið við heimili sín og settust að í ráð- herrabústöðum, eða urðu landflótta — eða þær lentu í öllu þessu hverju á eftir öðru. Þessi kynslóð fæddist og flæktist hingað og þangað, hún fæddist og varð að flýja. Hin breytilegu kjör lífsins, sem áður voru kölluð örlög, gerir þau aldrei undrandi. Þau lítilsvirða sín sögulegu verðmæti, og þeim stendur á samá um sig sjálf. — Mig langar til að vinna mér inn peninga, segir Pia Monica aðeins og lítur á Önnu, af því að hún býst við, að hún muni skilja sig. Anna skilur það aðeins alltof vel, svo vel, að henni finnst skýringum vera ofaukið. Hún tekur mál af Pia Mon- ica og kinkar ánægjulega kolli. Síðan segir hún henni, hvenær hún eigi að koma í verziunina daginn eftir og eftir hverjum hún eigi að spyrja. Bardichinov horfir ólundarlega á þær. Honum finnst honum vera misboðið sem fulltrúa hins góða, gamla tíma. 11. KAPÍTULI. Nú koma alltaf nýir og nýir Ungverjar. Þeir eru tvennskonar. Það er ekki hægt að telja þá til gömlu flokkanna þriggja. Það hefir ýmislegt borið við í Ungverja- landi, þó að Ungverjarnir í París viti ekk- ert um það. Hinir nýkomnu segja með miklu handapati sögu þriggja síðastlið- inna ára. Verðbólga er eitt orðið, sem þeir nota. Hágengi og lággengi eru tvö önnur orð, sem aðeins fáir hafa heyrt áður, að minnsta kosti hefir Barabás aldrei heyrt þau. Til allrar hamingju er Liiv hér, og hann veit þetta allt. Liiv útskýrir, talar um glötuð auðæfi, um stuttar kjötkveðju- hátíðir, um sjónhverfingar þær, sem mönnum hafa verið gerðar með verðlaus- um peningum. Hinir nýkomnu tala um milljónir. Barabás skilst, að það séu falsk- ar milljónir, sem séu ekki meira virði en vikulaun hans. Síðan komast þeir að því, að síðastliðin tvö ár hafi allir vaðið í peningum í Ung- verjalandi. Minni hlutinn af þessu ný- komna fólki er fínt fólk — eða kannske fyrrverandi fínt fólk, — sem seldi strax jarðir sínar, þegar allt steig í verði, og setti á stofn banka eða lét af embætturn sínum til að ganga í félagsskap við víxlara, því að kauphöllin var staðurinn fyrir hina skyndilegu flóðbylgju peninganna, og verð- ið steig í hlutfalli við hið skyndilega fall gjaldeyrisins. Síðan fjaraði straumurinn út. Nokkru af fína fólkinu var varpað í fangelsi af því, að því var haldið fram, að það hefði ekki gætt þeirra peninga, sem því var trúað fyrir, og samt voru það að- eins auðæfin, sem svo auðvelt var að afla sér, sem höfðu stigið þeim til höfuðs. — Það hélt, að þeim væri engin takmörk sett. Hinir vitru lögðu dálítið af peningum til hliðar og fóru til útlanda til að hefja þar nýtt líf. Barabás skilur enn minna í hinum ný- komna hópnum. Hann segist hafa verið settur á svarta hstann. Það eru allt grann- vaxnir skrifstofumenn eða embættismenn með flatt brjóst. Þeir segjast hafa misst atvinnu sína, en þeir geta ekki gefið neina skýringu, sem Barabás finnst sennileg, og þar sem flestir þeirra eru Gyðingar, álykt- ar hann, að það séu einkum Gyðingar á svarta listanum. Þessir tveir hópar eru líkir að einu leyti, þeir hafa báðir lítið af peningum. Þeir eru fjörugri og háværari en fyrirrennarar þeirra. Þeir gera miklar verzlunaráætlanir. Sumum þeirra dettur í hug að setja upp spilaknæpu, öðrum farmiðaskrifstofu eða veitingahús með ungversku sniði. Allar áætlanirnar eru bundnar við óhóf og skemmtanir. Þetta hafa þeir lært heima, þegar þeir bárust með peningastraumi hinna óvæntu auðæfa. Það eina, sem er peningavirði, segja þeir, eru snjallar nýj- ungar í sambandi við skemmtanir. Peter Hallay ætlar til dæmis að opna ungverskan næturskemmtistað. Hann hef- ir þá skoðun, að Frakkar kunni ekki að skemmta sér. Hann ætlar að kenna þeim það. Hann segir István frá ráðagerð sinni. Hann hefði ekki getað fundið betri mann en István til að trúa fyrir þessu. István hefir hugmyndir svo þúsundum skiptir. — Skemmtistaðurinn á að vera eins og ungversk bændastofa með máluðum hús- gögnum, útsaum, leirborðbúnaði og bréf- skrauti á veggjunum. Eða kannske eins og fiskibátur á Tiszafljótinu, svo að hægt verði að sjóða fiskiréttina í stórum katli á miðju gólfi í danssalnum. Og auðvitað ve'rður að vera sigeunahljómsveit í eld- rauðum búningum. Hallay verður hrifinn og finnst, að István geti orðið ágætur um- sjónarmaður. Hann felur honum það starf að leita að húsnæði og fær honum dálítið af peningum til fyrirframgreiðslu. Árangurinn af fyrirframgreiðslunni er sá, að István birtist í fötum, sem sæma mundu hertoga og að hann kemur varla til Barabásfjölskyldunnar. En þegar hann kemur þangað, talar hann ekki um annað en nýja fyrirtækið og hugvit sitt. Skreyt- ing ungverska næturskemmtistaðarins vekur föðurlandsást Barabásar, sem legið hefir 1 dái, kona hans verður einnig hrif- in, því að húsgögn og skraut er nú einu sinni í verkahring konunnar. Klárí sperrir eyrun, því að eftir að hafa búið í nágrenni við hina drungalegu Nefelejcsgötu í bernsku sinni, er allt þetta jafn nýtt fyrir henni og Frökkum. Anna er afundin og þögul. Þessi nýja velgengni, þessi nýja köllun eykur aðeins f jarlægðina á milli hennar og István. Þau hafa alltaf verið ókunnug og ákaflega ólík. István, bankastarfsmaðurinn frá smáborg- araheimilinu, uppalinn til að verða hús- bóndi, gerði svo lítið úr sér að skipta sér af saumastúlkunni, með öllu því yfirlæti og öryggi, sem fylgir æðri stöðu í þjóð- félaginu. Nú hefir síðasti þráðurinn shtnað. István dreymir þegar um almætti sitt yfir dansfólki næturskemmtistaðarins. • Það er ekki þannig, að hann hætti að faðma Önnu í dimma ganginum. Hann sækir hana hka stundum í verzlunina og dregur hana inn í einhvern dimman garð á heimleiðinni, — en það er ekki þetta, sem Anna vill. Það er ekki þetta, sem hún vill, þó að hún sé með hjartslátt þegar hann kyssir hana og hún skjálfi eins og fiðrildi, sem títu- prjóni er stungið í gegnum. Líka núna, þegar István talar um næturskemmtistað- inn aftur. — Við ætlum að hafa sigeunahljóm- sveit frá Budapest og selja ungversk vín: Ererjo, Csopak . . . Hann leitar að hönd Önnu undir borðinu, og Anna fölnar, þegar hann þrýstir hana. Þögn Jani er enn önuglegri. Jani hatar Hallay. Hann var sá fyrsti, sem gerði sér grein fyrir því. Hin vita ekkert um það — aðeins Anna, og þó ekki glögglega. Peter Hallay kom ekki einn síns liðs. Með honum var fjórtán ára gamall sonur hans, og það var áreiðanlega István, sem mælti með skóla Janis. Jani hlakkaði ákaflega mikið til komu ungverska drengsins. Hann hefir engan vin átt síðan Vassja dó — nei, það er ekki alveg satt, Félicieu, Gilbert og Julien. Honum kemur ágætlega saman við þá og allan bekkinn. Öllum þykir vænt um Jani . . . En það er ekki það sama. Ungverski drengurinn verður eitthvað annað, vinur . . . félagi, meira heldur en bróðir . . . — Jean Barabás! — Elemér Hallay! Þeir kynna sig sjálfir og horfa vand- ræðalega hvor á annan. — Hvað ertu búinn að vera hér lengi? — Ég? Ó, rúmlega fimm ár. — Hvað gerir pabbi þinn? — Hann er klæðskeri. Elemér verður undrandi. — Það er lygilegt. Pabba var sagt, að þetta væri fínn skóli. Elemér er góður drengur og undir eins og hann hefir sleppt orðinu, þykir honum leiðinlegt að hafa sagt þetta, sérstaklega þegar hann sér, að Jani roðnar. Hann hef- ir aðeins dvalið hér í hálfan mánuð, svo að hann þekkir ekki þá tilfinningasemi, sem sprottin er af erlendu umhverfi, og heldur ekki hið fortakslausa lýðræði, sem ríkir í frönskum skólum, þar sem hver drengur er jafningi annars og þóttafullur borgari. Það er alveg sama hvaðan hann er. Elemér er góðviljaður, en hann hefir hingað til gengið í einkaskóla og haft þjón til að stjana við sig. — Það hefir áreiðanlega ekkert að segja, þó að pabbi manns sé klæðskeri, segir hann fljótt og huggandi. — Ég vil ráðleggja þér að fara ekki í þennan skóla, segir Jani í kurteislegum tón, sem spáir illu. — Við erum nokkrir sveitadrengir hér. Til dæmis Pierre. Hann er beztur í landafræði í bekknum. Það er áreiðanlega af því, að hann vinnur í sveit öll sumur. Pabbi Alains er ljósamaður. Þú verður að gæta þín við hverja þú talar, annars ferðu illa út úr því. Vertu sæll!

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.