Vikan


Vikan - 30.03.1939, Qupperneq 21

Vikan - 30.03.1939, Qupperneq 21
Nr. 13, 1939 VIKAN 21 Lido-dagkrem í eðlilegum húðlit Lido-mikroniserad púður Lido-hreinsunarkrem »11 Hið i - SUUB til að hreinsa með Aluminíum- frœga ^ ‘lA- »•..»t**' c potta nýkomin til Biering SWAN 1 ' ■ - ■ hveiti Laugaveg 3. Sími 4550. Allir eiga vonir Frh.afbis.io. sem hún hafði ekki séð honum bregða fyr- ir seinustu dagana.------ Og nú lá krypplingurinn á sjúkrahús- inu, í hreinum nærfötum í hvítu rúmi. — Eina manneskjan, sem kom til hans, var Soffía gamla Hansen, er staulaðist til hans og settist við rúmið og strauk hvítum vasaklút um augun. Á miUi þess, að krypplingurinn féll í hálfgert óráðsmók, hugsaði hann um htla fiskiþorpið fyrir vestan, um fjarlæg fjöh og bláan sjó við ströndina, um brotnar, týndar, hvitar og dökkar skeljar og lítil fótspor, er fyrir löngu voru grafin og af- máð í f jörusandinum. Hann hugsaði líka um gömlu konuna, sem ól hann upp, um foreldra sína, sem hann hafði aldrei þekkt, um Soffíu gömlu Hansen, einu vandalausu manneskjuna, sem hafði sýnt honum vel- vild og samúð í lífinu. En stöðugastur var liugur hans hjá Ijóshærðu stúlkunni í tó- baksbúðinni í anddyri gistihússins, þar sem hann hafði selt blöðin sín fyrir utan. Hún myndi halda áfram að selja fína fólk- inu á gistihúsinu sigarettur og vindla og aðrar munaðarvörur. Hún myndi halda áfram að ganga úti í sólskini dagsins, — halda áfram að elska lífið, af því það var svo fagurt, halda áfram að brosa — brosa við öðrum. Og aldrei mundi hún heyra hans lag. Hann renndi sárþreyttum augunum út að glugganum, þar sem vorsólin hlý og fagnandi skein inn í sjúkrastofima. Svo starði hann, allan daginn, óendanlega þög- ulum spurnaraugum upp í hvítt loft sjúkrastofunnar. Á fimmta degi dó hann. Nokkrum dögum síðar var lítill blaða- sölustrákur í rifnum, allt of stórum bux- um, sem hann var öðru hvoru að tosa upp um sig, með skakka húfu á höfðinu, búinn að taka sér stöðu fyrir framan stóra gisti- húsið. Hann hafði frétt það á einni blaða- afgreiðslunni, að krypplingurinn væri dá- inn. Hann vissi, að það hafði stundum ver- ið drjúg sala þama fyrir framan gistihúsið. Og litli blaðasahnn kallaði hástöfum upp blöðin sín. Hann var að safna fyrir reið- hjóli eins og Siggi bróðir hans átti. En hann vildi aldrei lána honum reiðhjóhð sitt, síðan hann stýrði á kerlinguna með veiku löppina. Nú ætlaði hann sjálfur að eignast reiðhjól, og þá gátu ahar fótaveik- ar kerlingar farið norður og niður. Hann kallaði enn hærra upp blöðin sín, því að hann þurfti að græða mikla peninga. En sumir, er gengu inn í gistihúsið, misskildu þennan tilgang eða hugsuðu ekki út í það, að þessi litli þjóðfélagsþegn átti líka sína baráttu og áhugamál og atyrtu hann fyrir, að hann væri alveg að sprengja í þeim hljóðhimnuna með þessum bölvuðu köll- um. Hann hafði sem sé ekki enn þá lært að umgangast þessa fínu menn, er fóru inn í gistihúsið, eins og fyrirrennari hans, með hógværð og auðmýkt í allri framkomu til að trufla ekki hugsanagang þeirra og þeirra veiku hljóðhimnu. En nú drap afgreiðslustúlkan í tóbaks- búðinni á gluggann og benti honum að koma. Hún keypti af honum blaðið, sem hún var vön að fá hjá krypplingnum, því að hún hafði ekki séð hann í nokkra daga. Það hafði aldrei komið fyrir, síðan hann hafði byrjað að selja blöðin þarna fyrir utan, að hann kæmi ekki inn til hennar á hverjum degi með blað. — Veiztu, hvað er orðið af honum „Kryppó“, sem seldi blöðin hérna fyrir utan? sagði hún við litla blaðasalan og jórtraði tyggigúmmí. — Hann er dáinn, sagði strákurinn, um- svifalaust án allrar samúðar í rómnum. — Dáinn? sagði stúlkan, hætti eitt augnablik að jórtra tyggigúmmíið, og ætl- aði að fara að spyrja einhvers, en þá var strákurinn þotinn út. Ef til vih hafði hún lesið dánartilkynn- innguna í einhverju blaði, án þess að vita, hver það var, því að hún hafði aldrei vitað, hvað hann hét. 1 meðvitund hennar hafði hann aldrei verið annað en krypplingurinn, sem seldi blöðin fyrir utan gistihúsið. Og eitt augnablik hugsaði hún hlýlega til hans, af því að hann var dáinn. En svo kom einhver gesturinn ágistihús- ið og bað um Fíónavindil og truflaði hugs- anir hennar, krypplingurinn gleymdist. Og þegar hún var búin að afgreiða manninn með Fíónavindilinn settist hún á stól, stakk upp í sig konfektmola, dingl- aði ánægjulega fótunum og fór að lesa trú- lofunarfréttirnar, hálf dottandi yfir dag- blaðinu, því að hún hafði verið í afskap- lega fínum „selskap“ næstum alla síðast- liðna nótt með prýðilega f jörugum strák- um, þar sem allt flaut í víni. Hún var þvi að vonum dálítið syf juð og þreytt. Hljómsveit gistihússins spilar „Ástar- draum“ eftir Lizt. Hrópin í htla blaðasal- anum fyrir utan berast inn um opna glugga gistihússins.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.