Vikan


Vikan - 30.03.1939, Side 22

Vikan - 30.03.1939, Side 22
22 VIKAN Nr. 13, 1939 Einhverju sinni var Helgastaða Gvendur á rjúpnaskyttiríi og hitti mann, sem líka var á rjúpnaveiðum, en hafði orðið fyrir því óhappi að festa krassann í byss- unni og leitaði ráða hjá Gvendi. Gvendur vatt sér við og svaraði: ' — Þetta kom einu sinni fyrir mig, og ég setti, meiningin, skot í byssuna og miðaði á fallegan hóp og ég þræddi, meiningin, ellefu stykki upp á hann, krassaskratann, skilurðu. # Nemandi í Verzlunarskólanum spurði próf. Isleif Árnason, sem kenndi þar „verzlunarrétt", hvort bannað væri að verzla með æðarfugl, er hefði orðið fyrir voðaskoti. — Já, já, svaraði Isleifur, — jafnvel þó að kollurnar syndi fyrir skotið. # Sigurfinnur Sigmundsson og Ólafur nokkur, báðir í Borgarfirði eystra, rædd- ust eitt sinn við, og töluðu aðallega um þjófnaðarmál. Ólafur sagði, að stolið hefði verið frá sér um nóttina, og þar hefði sýnilega verið að verki maður, sem væri fæddur þjófur. — Hann stal ýsubandi, sem hékk út á þilinu hjá mér og dró naglann út og fór með hann, og skildi bara gatið eftir. Þá sagði Sigurfinnur: — Það hefir ekki verið æfður þjófur fyrst hann tók ekki gatið líka. Sporin heim. Framh. af bls. 17. verulega slæm ár. Það var orðið mjög erfitt að fá vinnu oft og einatt. Það kom stundum fyrir, dag eftir dag, að hann hímdi á eyrinni, án þess að fá nokkuð að gera. Já, það var munur frá þvi, sem áður var. Menn kenndu ýmsu um. Það var margt skrafað og bollalagt, en svona var það samt, hverju sem um var að kenna. En svo fóru börnin að geta séð fyrir sér sjálf. Það var sannkölluð blessun á þess- um erfiðu tímum, þegar menn gengu at- vinnulausir svo hundruðum skipti. Þau fluttu að heiman eitt og eitt, og stofnuðu eigið heimih, og flestum þeirra vegnaði vel, en þau voru líka hraust og myndarleg böm. Og þegar lítið var um vinnu, gekk hann á milli heimilanna og lék við barna- börnin. Já, hann hafði lifað góða tíma og slæma, en hann var ánægður með hlutskipti sitt, úr því börnin vom komin vel til manns, flest þeirra, og höfðu vinnu og nóg til heimilis. Þau leyfðu sér margan óþarfan, sem hann hafði varla dreymt um, en hvað um það, þetta var nú einu sinni orðið svona, og þau virtust ánægð. Ekki ætlaði hann að draga úr því. Og nú vom þau 8. krossgáta Vikunnar Lárétt: 1. Opinber starfa- maður. 13. mannsnafn. 14. Spánskur hers- höfðingi. 15. Sögn. 17. Þukl. 19. Sniðhált. 20. Ljóðskáld. 21. Duglegir her- menn. 23. Hests. 25. Hlutaðeiganda. 27. Skömm. 28. Gyðingaprest- ur. 30. Á Arabíuskaga 31. Málmur. 32. Fá. 33. Leit. 35. Biblíunafn. 36. Beygingarend- ing. 37. Stígur upp. 38. Ókyrrleiki. 40. —- hom. 41. Isl. leikari. 42. Titill. 44. Óvinsælasta bók ársins. 46. Ólæti. 47. Þemba. 49. TÍTttekið. 51. Angur. 54. Fýla. 56. Kyrrð. 57. Læknismeð- ferð. 59. Hlutafélag (danskt). 60. Borðaði. 61. Sjaldséður. 62. Á kisu. 64. Snotrar. 67. Húsfreyja (danskt). s 68. Ameriskur rit- höfundur. 70. — heitt. 71. Kvenmanns- nafn. 72. Trall. 73. Dýfing. 75. Heimskaut. 76. Skammstöfun. 77. Kunningja. 79. Ungur konung- ur. 81. Gerðir í Versöl- um 1918. Lóðrétt: 1. Fyrstur. 2. Á fæti. 3. Blað. 4. Bjartur. 5. Rölt. 6. Keyr! 7. Samtenging. 8. Kvenmanns- nafn (stytt). 9. Fjall (þolf.). 10. Sagði. 11. Krossgátuguð. 12. Svöng. 16. Óhreiknir. 18. Orsakar geð- vonzku. 20. Skipti. 22. Sjór. 23. Játun. 24. Blaðamaður. 26. Sig. 28. Gripdeild. 29. Kaupstaður (mállýzka). 32. Kemst yfir. 34. Vatnsföll. 37. Þarmeð búið! 39. Móðguð. 41. Skíta út. 43. Kaffitegund. 45. öðru nafni svölustél. 48. Nautabani. 50. Drolla. 52. „Fjórir litlir söngvarar". 53. Upphrópim. 54. Und. 55 Stefna. 56. Sér maður stundum. 58. Gamall dans (þolf.). 61. Þrir eins. 63. Á fjöru. 65. Bálreið. 66. Flýtir. 67. Borg í Svíþjóð. 69. Frönsk skáld- saga. 71. Þjóðfrægur draugur. 74. Bátur. 75. Skógarguðinn. 77. „Verden og —“ 78. Upphafsstafir. 79. Árdegis. 80. Rithöfundur. loksins orðin ein, gömlu hjónin. Margthafði breytzt í bænum. Nú var litla húsið í holt- inu orðið gamalt og hrörlegt, þó að hann væri að dytta að því annað slagið. Og allt í kring voru risin upp fögur hús og vegleg- ar byggingar, sem rýmt höfðu kofahróf- unum í burtu, en hans hús stóð enn. Hann hafði viljað selja lóðina. Og allt í kringum garðinn hans, sem nú var orðinn góður kartöflugarður, voru risnir veglegir skrautgarðar, með annarlegum trjám og blómum, sem hann vissi engin deih á. Svona liðu þrjátíu ár í sorg og gleði, og nú var hann orðinn sextugur. En öll þessi ár hafði endurminningin um bemskusveit- ina aldrei yfirgefið hann. Og alltaf hafði fylgt honum löngunin til að sjá hana aft- ur. Og þegar þíður vorblærinn lék um hann, og túnin fóru að grænka, eða þegar ilminn af nýfallinni töðu bar að vitum hans, þá varð þessi löngun að ástríðu, sem óx með hverju árinu sem leið. Og loks nú lét hann verða af því, að heimsækja bernskustöðvamar. — Það var komið undir kvöld. Hann var orðinn stirður, þar sem hann sat á heiðar- brúninni. Hann dró andann djúpt og reis þunglamalega á fætur. 1 síðasta sinn horfði hann yfir sveitina, og andvarpaði. Hann var orðinn ókunnugur maður í æsku- sveit sinni. Hann lagði af stað og snéri aftur. Það var tekið að rökkva. Hann hélt beint af augum, og horfði hvorki til hægri né vinstri, starði út í geiminn, og annað veifið hnaut hann um ójöfnur á leiðinni. Það var lotinn og þreytulegur maður, sem hélt niður hlíðina til Fjarðahrepps. er þvottasápa nútímans.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.