Vikan - 13.04.1939, Síða 6
6
VIK A N
Nr. 15, 1939
Frá pöllum, sem snúast, sést yfir bæ framtíðarinnar. Á himninum eru verkamennirnir syngjandi
söng framtíðarinnar.
Stál-hringar Bandaríkjanna
sýna þessa byggingu úr
skinandi, ryðfríu stáli. Hún
er 20 m. há og 4Q í þvermál.
inn og hefir ákveðið — alveg eins og
Jasper Svendsen — að byrja að neðan.
Það var hann, sem setti orðið ,,trylon“
saman, úr ,,tri“, þrjár hliðar turnsins, og
,,pylon“, grískt orð, sem þýðir hlið, en var
einnig notað um hliðaturna egypzku must-
eranna.
Orðið „perisphere" er einnig samsett, en
það gerði lærður prófessor, úr latneska
orðinu ,,peri“, sem þýðir í kring, og orð-
inu ,,sphere“, sem þýðir svið.
Þessi ,,perisphere“ — kringlótt risa-
bygging verður miðpunktur sýningarinnar,
þar sem hann sýnir, „hvernig heimur
framtíðarinnar verði í frumdráttum."
Hann er í átján hæðum og næst hæsta
bygging sýningarinnar.
Það er aðeins einn inngangur í „peri-
sphere“ og er hann í 15 metra hæð. Þang-
að liggur stigi, sem snýst og eru gler á
allar hliðar. Bæði „trylon“ og „peri-
sphere“ eru hvítmálaðir.
Þegar maður gengur inn í „perisphere"
er sem maður svífi í loftinu um leið og
maður sér yfir stórt svæði, sem lýsir þeirri
þýðingu, sem vinnan hefir fyrir menningu
nútíðarinnar um leið og hún sýnir öll
náttúruöfl þjóðfélagsins í samvinnu um að
skapa fullkomnari og betri heim. Það ér
eins og maður fljúgi á töfraklæði í 4 km.
hæð yfir „hinni fullkomnu borg framtíð-
arinnar." Þetta verður stærsta og full-
komnasta borg, sem enn hefir verið
byggð.
Hún á að heita „Democra-City“.
Fyrst sér maður svæðið í dagsbirtu. Ský
munu svífa í kynlegum myndum yfir höfði
áhorfenda, og skuggarnir munu sjást
renna yfir landslagið fyrir neðan. Menn
munu sjá stórborg, þar sem eru ein milljón
manna og 250,000 verkamenn, en í þess-
arri borg býr ekki einn einasti maður. 1
heimi framtíðarinnar býr fólkið ekki í
sjálfum borgunum, heldur í útborgunum
eða uppi í sveit. Verksmiðjurnar verða
einnig fyrir utan bæina. Græn belti munu
umkringja borgimar, og svæðin, sem þar
bggja á milli, verða notuð til akuryrkju.
Democra-City sjálf mun verða helguð
avar, urðum við fljótlega góðir vinir. Nú
er hann kapteinn í varðliði, sem á að sjá
um heimssýninguna. Það er vandasöm og
mikil staða. Hann sagði mér, að það yrði
hlutverk sitt að stjóma þrem milljónum
manna.
Aðalhugsjón sýningarinnar „heimur
framtíðarinnar" er sýnd í miðbyggingu
sýningarstaðarins, hinum 210 metra háa
„trylon“, sem er byggður úr stáli og stein-
steypu. Neðst við þennan himinnháa,
granna, nálmyndaða pyramida stendur 60
metra há „perisphere“.
Það þýðir ekkert að leita að þessum
tveimur orðum í orðabók. Þau þekkjast
meira að segja ekki í hinu kynlega máli
stærðfræðinnar. Þegar iðnfræðingar sýn-
ingarinnar þurftu að fá nafn á þessar risa-
byggingar, snem þeir sér fyrst til lær-
dómsfélaga og háskóla.
Það er sagt — auðvitað ekki almennt,
heldur í trúnaði, — að skrifstofustrákur í
verkfræðinga-deild sýningarinnar hafi
fundið upp nafnið „trylon“. Hans verður
aldrei getið í sambandi við þetta. Ég held,
að hann hafi ekki fengið eyri fyrir þetta,
og það er skammarlegt. Amerískir skrif-
stofustrákar hafa maxgir fengið ágæta
menntun. Þessi er, til dæmis, háskólageng-