Vikan - 13.04.1939, Síða 18
18
VIKAN
Nr. 15, 1939
því Muhameðstrúin og aldalöng mök við
Tyrki.
íbúar Albaniu eru nú 1,10 millj. og má
af því sjá, að landið er mjög þéttbýlt með
köflum, þar sem það er aðeins 28 þús. km2
að stærð (eins og tæpur Vs af Islandi).
Auk Albana búa þar 65 þús. Serbar, 50
þús. Tyrkir og 15 þús. Grikkir. 10% íbú-
anna eru rómversk-kaþólskir, en 19%
grísk-kaþólskir. Utan Albaniu búa um 480
þús. Albanir í Jugoslafiu, 22 þús. í Tyrkja-
veldi, 7 þús. í Grikklandi.
Atvinnuvegir eru flestir mjög á eftir
tímanum, og má fullyrða, að með meiri
framtakssemi mætti skapa fjölda fólks
lífsskilyrði í landinu fram yfir það, sem
nú er. Langflestir íbúanna lifa á landbún-
aði, einkum kvikfjárrækt. Upp til fjalla
hafa menn sauðfé og geitur, en í dölunum
svín og nautgripi. Ganga svínin sumsstað-
ar sjálfala í skógunum. Það af sléttlend-
inu, sem þurt er, er vel fallið til akuryrkju.
125 þús. ekrur lands á sléttunni milli
Skumbi og Vojussa eru ríkiseign og er það
frjósamasti hluti landsins. Auk koms er
þar ræktað mikið af olífum og tóbaki. Þá
er stundað allmikið skógarhögg. Talið er,
að ýms verðmæt efni séu í jörð í landinu,
en nám þeirra er skammt á veg komið.
Helztu útflutningsvömr em nautgripir,
ostar, egg, húðir og skinnavara, ull, trjá-
viður og asfalt. Mest hafa viðskiptin verið
Framh. á bls. 20.
Fjarlægðin gerir ... Framh. af bls. 8.
kirkja munkanna og túnið umhverfis hana
sé eitt reisulegasta hús og einn fegursti
reitur borgarinnar, séður úr lofti.' Ættum
við ekki að gera þetta tún að almennings-
garði, áður en það verður sniðið niður í
lóðaskekkla og kirkjan brennd inni og
kæfð milli kvarsi glitrandi einbýlishúsa og
langra sambygginga?
Austur, yfir höfninni, Skuggahverfinu
og í sveig yfir Norðurmýrina, nýjasta og
skipulegasta hluta borgarinnar, og vestur
— hátt yfir stóru húsi, er stendur á ber-
svæði. Það er Landsspítalinn, þar sem
börnin fæðast og sjúkir og þjáðir fá bót
sára sinna — eða deyja. Fyrir nokkrum
dögum lágu átta unglingsstúlkur á sömu
stofu í suðaustur hluta þessa húss og
spegluðu sín fölu andlit frá morgni til sól-
arlags. Stundum reyndu þær að snúa
skaftspeglunum sínum þannig, að þær
gætu séð í spegilglerinu gangandi fólk og
akandi bíla á nálægustu götum, og ef einni
tókst á þennan hátt að sjá eitt eða annað
til þeirra, sem fara heilir ferða sinna í
heimi athafnanna, kallaði hún brosandi og
sigurglöð til þjáningarsystra sinna og
spurði, hvort þær sæju það ekki líka. Svo
þröngur stakkur er starfsþrá sumra snið-
inn, og svo smátt er sumum til gleði og
ánægju. Þessar stúlkur liggja allar í gipsi,
og bíða þess hvern dag, að batinn og lækn-
amir komi og brjóti af þeim hina stein-
runnu fjötra. Þá fljúga þær út í lífið, og
ganga þó á jörðinni.
Okkur ber yfir Hljómskálagarðinn, og
þarna ekur lítil kona htlum barnavagni
eftir litlum stíg. Skyldi hún aka sínu eigin
bami, eða bami einhverrar annarrar konu
— og skyldi bamið vera meybarn eða
sveinn? Og skyldi þetta ekki vera sama
dökkhærða, litla stúlkan, sem eina nótt
fyrir tæpu ári sat þarna undir víðirunni,
reykti teofani-sigarettur og sönglaði ang-
urvært út í albjarta vornóttina, sem á allt
handa öllum og meira en nóg. Mér hlýnar
um hjartað, og nú langar mig niður á jörð-
ina til að ganga úr skugga um, hvort þetta
sé sama stúlkan, og hvort þetta sé barnið
hennar. S. B.
Heimssýningin. Framh. af bls. 7.
Og síðan með fram rönd hins blöðku-
myndaða svæðis, á milli gylltu ganganna,
yfir bláu og að rauðu ljósagöngunum, ligg-
ur vegur í sterkum, breytilegum litum.
Hann á að heita „Regnbogavegurinn".
Á leiðinni talar Jasper Svendsen um
furðuverk sýningarinnar, og hann er svo
mikill heimspekingur, að hann lætur ekki
hjá líða að sökkva sér niður í hina tak-
markalausu möguleika, sem heimur fram-
tíðarinnar hefir að bjóða.
Einn daginn heyrðum við þungt högg
eins og sprenging í f jarska. Við vorum að
aka eftir göngunum.
Jasper stöðvaði bílinn. Hvað var nú að?
Það var fyrir handan. Það hlaut að hafa
orðið slys. Jasper sneri bílnum og ók
hratt á staðinn.
Ungur verkamaður lá meðvitundarlaus
á jörðinni. Brunagat í jörðinni sýndi, hvað
gerzt hafði. Maðurinn hafði verið að gróð-
ursetja tré, en járnkarlinn lent á raftaug.
Maðurinn var sem lostinn eldingu, og hent-
ist marga metra í loft upp.
Hann var meðvitundarlaus og ef til vill
dáinn.
Jasper rauk strax í að gera lífgunartil-
raunir á honum, en ekkert dugði.
Síðan kom sjúkrabíll sýningarinnar og
tveir læknar.
Það er augljóst, að við svona risastórt
fyrirtæki eins og sýninguna, getur ýmis-
legt komið fyrir. Verkamennirnir komast
ekki hjá slysum. Þessvegna hefir sýningin
komið sér upp sjúkrahúsi. Yfirlæknirinn,
dr. Houget, heldur, að sjúkrahúsið muni
fá um 40 þús. sjúklinga á þessum sex mán-
uðum, sem sýningin stendur yfir.
1 allt munu 60 þjóðir taka þátt í sýn-
ingunni. Það er álitið, að útgjöld þessarra
landa nemi 25 milljónum dollara. Margar
þjóðirnar hafa sínar eigin byggingar, en
aðrar fá staði í amerísku höllunum.
Einhver uppfinningasamasti iðnfræðing-
urinn, Raymond Loewy, hefir byggt hina
flóknu fyrirmynd, sem á að sýna hrað-
ferðir, og fyrirmyndin er þannig, að mað-
ur sér, hvernig allt gerist.
Allt í einu heyrist viðvörunarmerki. Ljós
kvikna. Vélar suða. Ut úr skipum, jám-
brautum, strætisvögnum og bílum stíga
ferðamenn. Rafsegulmagnaður krani lyftir
hraðskipinu upp. Snögg elding, lág spreng-
ing, það er hleypt af hraðfallbyssu, — og
hraðskipið sést þjóta upp í loftið með alla
farþegana.
Áhorfendumir hljóta að standa á önd-
inni. Það er óskiljanlegt, hvað verður um
farþegana, þegar hleypt er af fallbyssunni.
Þetta hlýtur að vera æfintýri, — fjarlægt
öllum veruleika.
Byggingar framtíðarinnar eru stórkost-
legar. Til dæmis bygging járnbrautanna.
Hún er stór, hornmynduð, um hálfan kíló-
metra að lengd. Hún á að segja sögu amer-
ísku járnbrautanna. Ekki einungis eins
og þær vom, heldur hvernig þær, að öll-
um líkindum, verða í framtíðinni. Þar gef-
ur að líta straumlínu-risaeimreið, og aðrar
eimreiðir, sem em ótrúlegar að stærð og
lögun.
Það væri óeðlilegt, ef stærsta iðnaðar-
grein Ameriku — bílarnir — væri ekki
sýnd svo, að hún vekti eftirtekt og hrifn-
ingu. General Motors Co. byggir volduga
funkisbyggingu og sömuleiðis Ford og
önnur félög.
Loftfarsbyggingin á að gefa áhorfend-
um hugmynd um „draum flugmannsins um
fyrirmyndar lofthöfn“.
Sýning General Electric Company mun
vekja einna mesta athygli.
Hér eru nokkur dæmi: Á einum stað er
vél, sem getur tekið eldingu frá himnum,
sem síðar er hægt að rannsaka í ró og
næði. Lampar, sem hægt er að halda á í
lófanum, en breyta dimmustu nótt í bjart-
asta hádegi, þegar kveikt er á þeim. Á
öðmm stað er sýnt „ósýnilegt" net af
„svörtu“ ljósi, sem er til að vernda bygg-
ingar gegn innbrotsþjófum — og bmna.
Stál-hringur Bandaríkjanna hefir stóra
byggingu, sem er snjóhvítur hnatthelm-
ingur úr stáli. Hún er um 20 metrar á hæð
og 40 að þvermáli.
Til kvöldskemmtunar hefir verið útbúið
vatn, eldur, litir og hljóð, sem sýna fegurð
og næstum því trylling. Þetta er svo stór-
kostlegt, að það er ómögulegt að lýsa því,
svo trúlegt þyki. Þarna fer fram sam-
keppni milli gosbrunna og loga með lit-
brigðum og hljóðfæraslætti. Hálf milljón
áhorfenda getur setið í kringum vatn, sem
er 240 metrar á lengd.
Með því að þxýsta á hnapp gjósa þús-
und brunnar, sumir 45 metra í loft upp,
— auðvitað sjást bmnnarnir ekki. Á sama
hátt þeytast eldsúlur, sem eru í sambandi
við gosbrunnana, hátt í loft upp, svo að
þetta er eins og ólýsanleg, æðisgengin
keppni á milli þessarra tveggja náttúm-
afla — Niagarafossinn gegn Vesúvíusi.
En þegar alit stendur sem hæst, er lokað
fyrir, svo að vatnið sést, bókstaflega,
hanga í lausu lofti, áður en það fellur til
jarðar. Og inni í öllu þessu heyrast veikir
og sterkir tónar. Til þess að hægt sé að
greina tónana í öllum þessum hávaða og
hamfömm vatns og elds, hefir orðið að
semja sérstök tónverk. Og yfir þessum
vatnanið og eldsbraki svífa flugbelgir, eins
og himinhnettir yfir gapandi helvíti. Þessi
sjón hlýtur að hrífa jafnvel þá, sem á öllu
eru leiðir.