Vikan


Vikan - 13.04.1939, Síða 20

Vikan - 13.04.1939, Síða 20
20 VIKAN Nr. 15, 1939 Ef hún hafði tekið einhverja ákvörðun, sneri hún ekki aftur með það, og einmitt þess vegna þoldi Hanna hana ekki. — Þið skuluð ekki stríða Hönnu, sagði hún og horfði ákveðin á stelpurnar. — Okkur hefir líka oft langað til að lúberja Stebba. Síðan tók hún í hendina á Hönnu og leiddi hana burt, en stelpurnar horfðu hvor á aðra, því að það var alveg rétt, sem Lína hafði sagt. Einhver strákurinn hrópaði, að Lína gerði réttast að binda skjaldmeyna, en enginn hló. Börnin fóru aftur að leika sér — og Hönnu var bjargað. En þegar frú Hólm spurði hana nokkr- um dögum síðar, hverjum hún ætlaði að bjóða í afmælisveizluna, varð hún ákaflega ánægð, þegar Hanna nefndi fyrst — Línu. Gráa fortjaldið. Framh. af bls. 11. draum sinn og bað mig um að segja hann ekki. Hann var hræddur um, að það yrði farið að tala um sig 1 bænum, en hann var enn hræddari við gráa fortjaldið. Það var áður en Freud og sálgreiningin komu í tízku. Ég lagði hann ekki á legu- bekk til að deyfa hann. Ég reyndi ekkert til að greina undirvitund hans. Ég hafði engan áhuga á draumum hans. En þá hafði ég mínar eigin hugmyndir og mér þótti gaman að tilraunum. — Síðar iðraðist ég þess. Ég átti ekki að myrða manninn. < Gamh læknirinn þagnaði. Ég horfðijf. óttasleginn á hann. Ég ætlaði að fara að - spyrja, en þá tók hann aftur til máls. Yður mun dreyma þennan draum aftur og aftur, þangað til yður hefir dreymt hann allan. Þér verðið að neyða sjálfan yður til að dreyma hann. Neyða yður til að skoða það, sem er bak við fortjaldið. Hann lofaði mér þessu. Honum virtist hafa létt mikið, þegar hann skildi við mig. Lestin hægði á sér. I fjarska sást viti, sem kastaði ýmist rauðu eða grænu ljósi frá sér. tJt við sjóndeildarhringinn var fyrsta gráa aftureldingin að koma í ljós. — Já, sagði ég. — Hann fór frá yður. En hvað gerðist svo? Gamli læknirinn tæmdi úr flöskunni. Hann var þögull og starði út í bláinn. Augu hans flóðu í tárum, og hann hafði ekki lengur stjórn á sjálfum sér. Hann reyndi að stilla sig. Síðan sagði hann: — Skordýrasafnarinn — já. Hann dó um nóttina úr slagi. Dauði hans var ákaf- lega eðlilegur. En mig langar til að vita------ Enn setti hann hljóðan. Lestin blés og hægði á sér. Við vorum að koma til ákvörðunarstaðarins. Það var eins og gamli læknirinn ætl- aði að segja eitthvað, en gæti það ekki — að lokum hvíslaði hann lágt og hikandi: — Já — mig langar til að vita —, hvað var bak við fortjaldið, hvað það var, sem hann dó af að sjá —. Drengurinn hennar. Framh. af bis. 9. — Nei, ég á við son minn, Jean Legoec. — Já, nú skil ég. Þessi Frangois Tessou, sem situr í klefa nr. 33, er grunaður um að hafa tekið þátt í glæpnum í Nogent.. — Þeir gruna drenginn minnlíkaumþað. — Nei, kona góð, þarna skjátlast yður. Þegar þeir tóku Francois Tessou fastan, sagðist hann fyrst heita Jean Legoec, en það kom fljótt í ljós, að hann hafði mis- notað nafn eins leigjandans, sem hann vissi, að bjó í sama húsi og hann. Það leið ekki á löngu, áður en komizt var að hans rétta nafni. Viljið þér tala við þennan mann, það gæti hent sig, að hann gæti gefið yður upplýsingar um son yðar. — Ekki að tala um! Legoec gamla var reið — og utan við sig af gleði. Hún þaut fram hjá verðinum með svip eins og þetta væri allt saman honum að kenna og horfði á hann með fyrirlitningu. Nú gat hún aft- ur verið hnakkakert. — Ég vissi, að drengurinn minn var saklaus. Ég vissi það! hélt hún áfram að tauta við sjálfa sig, þegar hún gekk eftir götunni. Þegar hún var komin út á Montparnasse, fékk hún sér bíl og ók til sonar síns. — Sæl, mamma mín, hrópaði hann undr- andi, þegar hún kom inn. — Hvernig stend- ur á því, að þú ert komin hingað? Er eitthvað að heima? — Nei, en ég þráði þig svo mikið. Og svo er ég með ýmsa smámuni, sem ég þarf að selja. Þessvegna ákvað ég að koma þér að óvörum, og nú er ég komin. 1 Jean varð alveg forviða. — Er það mögulegt, að þú komir alla leið til Parísar vegna þessa mamma? — Já, drengurinn minn. Mig langaði til að sjá þig. Finnst þér það ekki næg ástæða? Þú veizt ekki, hvað ég er fegin, að þér skuli líða vel. Albania. Framh. af bls. 18. við Itali, og hafa skip þeirra annast flutn- inga til landsins og frá því. Samgöngur eru ógreiðar, akvegir fáir og strjálir, og til skamms tíma engin járnbraut. Borgir eru allar smáar, eins og vænta má í landi, þar sem iðnaður er hverfandi lítill og verzlun á lágu stigi. Stærst er Skutari nyrzt í landinu, á stærð við Reykjavík. Lifa menn þar á ullarvefn- aði, verzlun og fiskveiðum í Skutarivatni. Þarna var höfuðborg Illyriu hinnar fornu og hét þá Scodra. Laut hún Veneziumönn- um frá 1396—1479. Þá er Tirana með hafnarborginni Durazzo. Síðan landið varð sjálfstætt, hefir stjórn þess ýmist setið í Durazzo eða Tirana. Nú síðast hefir Tir- ana verið höfuðborg. Sunnar og austar í landinu í dal ár- innar Skumbi er Elbasan með 14 þús. íbúa. Þar eru miklir markaðir haldnir og talsverðar járn- og koparsmíðar. í Semeni- dal er Berat, sem talin er af mörgum ein- hver fegursti bær Albaniu. Er hann vaf- inn olífulundum og víngörðum, og nýtur fagurs útsýnis til Tomorfjalla, sem eru 2400 m. há. Sunnan við sléttuna er Valona við allbreiðan fjörð. Þar er góð höfn, og héldu ítalir borginni öll heimsstyrjaldar- árin. Eyjunni Saseno í mynni fjarðarins hafa þeir haldið síðan. Loks er að nefna Korytza á hásléttu austur við landamæri. Er hún næst-stærsta borg landsins. Þar er grísk-kaþólskur erkibiskupsstóll. Þegar litið er á kort yfir Suður-Evrópu,, sýnist Italía fljótt á litið líkust fæti með stígvéli á. Táin er Kalabriuskaginn, en hællinn Apulia. Fóturinn sýnist vera á lofti og hljóta að verða stigið til jarðar á næstu andránni. En þá lendir hællinn handan við Otrantosund ofan á Albaniu. Þessi mein- lausi heilaspuni barnalegs ímyndunarafls felur í sér nokkurn sögulegan og landfræði- legan sannleika. Lega Italíu og Albaniu sitt hvorum megin við inn- og útgöngudyr Adriahafs hefir sveigt saman örlagaþræði hinna fjarskyldu þjóða, er byggja þessi lönd, og tvinnað þá saman aftur og aftur. Þegar Italir lögðu Albaniu undir sig nú á föstudaginn langa, var það í 4. sinn frá því, er sögur hófust, að Albania „lenti und- ir hælnum á ítalska stígvélinu“. Fyrsta sinn, svo vitað sé, var þegar Rómverjar unnu Illyriu á 3. öld f. Kr., 2. sinn þegar hið ítalska sjóveldi Venezia náði helztu höfnum landsins á vald sitt laust fyrir 1400, og þriðja sinn, þegar Italir hertókn stóran hluta þess í Heimsstyrjöldinni. Barnavagnar. Verð kr. 110,00—145,00. Barnakerrur. Verð kr. 45,00 og 50,00. Dúkkuvagnar. Þríhjól. Kerrupokar átta litir — margar gerðir. Skólavörðustíg. Sími 3725. Munið hina nýju LJÓÐABÓK eftir Guðmund Böðvarsson: Hin hvítu skip Fæst hjá bóksölum. Borðið á Heitt og kalt

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.