Vikan - 13.04.1939, Blaðsíða 22
22
VIKAN
Nr. 15, 1939
lO. KROSSGATA
WIKU1I11IIAR.
Lárétt:
1. Vera illa við. — 4. Hann hittir allt-
af! — 7. Barátta.— 10. Tímabil.— 11.
Æst. — 12. Reykir. — 14. Tónn. —
15. Spýr. — 16. Stétt. — 17. Segirðu
satt? — 18. 1 bát. — 19. Þýzkt hérað.
— 20. Þúun. — 21. Óþrifar. — 23.
Rán. — 24. Til sölu. — 25. Yndi. —
26. Hundasúra. — 27. Söngl. — 28.
Ung stúlka. — 29. Fégræðgi. — 30.
Planki. — 32. Upphafsstafir. — 33.
Bleyti. — 34. Södd. — 35. Svaf. —
36. Hróp. — 37. Gýligjöf. — 38.
Abessinskur titill. — 39. Svipast eftir.
— 41. Hamingja. — 42. Dæld. — 43.
1 messugjörð. — 44. Þjóðarmerki. —
45. Sár. 46. A í Afríku. — 47. Góð við
þorsta. — 48. Fall. — 50. Læknir. —
51. Bragðmikið. — 52. Skænisleg. —
53. Titill. — 54. Búa til. — 55. Kreisti.
— 56. Borg í Ameríku. — 57. Balbo.
— 59. Neglur. — 60. Fábjáni. — 61.
Danskur rithöfundur. — 62. Volgur.
— 63. Karlmannsnafn, þolf. — 64.
Baden-Powell.
Árni Pálsson, prófessor, og Sigurður
Arngrímsson, fyrrum ritstjóri á Seyðis-
firði, sátu við skál og ræddu um mannlífið.
Er leið á kvöldið, fannst Árna f átt um rök-
vísi og hugarflug Sigurðar, og mælti:
— Nú vildi ég, að annaðhvort væri ég
heyrnarlaus — eða þú mállaus!
#
Eitt sinn var séra Brynjólfur á Ólafs-
völlum að lesa með börnum í sókn sinni, og
var þá, sem oftar, nokkuð viðutan. Meðal
annars spurði hann börnin, hvort þau
hefðu hugmynd um, hvað gerzt hefði á
skírdag, og er ekkert þeirra vissi það,
upplýsti klerkur, að þá hefði Jesús frá
Nazaret verið skírður, og létu börnin sér
það að sjálfsögðu vel líka og lofuðu að
gleyma því ekki. Skömmu síðar hittir
faðir eins bamsins séra Brynjólf að máli'
og ávítaði hann harðlega fyrir áhugaleysi
við barnafræðsluna og fyrir að innprenta
börnunum allskonar staðleysu-þvætting.
— Ég skal leiðrétta þetta næst, sagði
sér Brynjólfur að því sinni, en í næsta tíma
bar hann aftur upp sömu spurninguna fyr-
ir börnin, sem öllu svöruðu einum rómi
því, sem klerkur hafði kennt þeim. Svar-
aði þá Brynjólfur:
— Nei, nei, bömin góð, nú er komið allt
annað upp á teningnum.
*
Séra Brynjólfur var af mörgum talinn
lítill prestur, og var eitt sinn komið af
stað undirskriftasöfnun í því skyni að fá
hann með góðu til að segja af sér prests-
skap. Létu helztu andstæðingar hans ekk-
ert tækifæri ónotað til þess að hrósa séra
Valdimar Briem, og gera samanburð á hon-
um og Brynjólfi. Það væri munur að hafa
séra Briem fyrir prest, þann mælskumann,
heittrúaðan og stórskáld að auki. Eitt sinn
hélt Brynjólfur lélega ræðu, og er hann
eftir messu gekk út úr kirkjunni voru þar
fyrir nokkrar konur úr söfnuði hans, og
spurði hann þær, hvernig þeim hefði líkað
ræðan. Er konurnar drógu við sig að
svara honum beinlínis, sagði hann bros-
andi:
— Þessi var nú eftir séra Valdimar.
*
Valdimar Briem og séra Brynjólfur voru
kunningjar, enda lágu sóknir þeirra saman.
Munu þeir oft hafa skemmt sér við það
að spaugast nvor að öðrum. Einu sinni, er
Valdimar Briem kom að Ólafsvöllum,
sagði hann Brynjólfi það í fréttum, að í
Ameríku stæði nú til að drekkja öllum
pokaprestum, og spurði, hvernig honum
litist á, ef hér yrði farið eins að.
— Þú þarft ekkert að óttast séra Valdi-
mar, svaraði Brynjólfur.
Lóðrétt:
1. Skáldsaga. — 2. Fæða. — 3. Skammstöfun. —
4. Keyrir. — 5. Fita. — 6. Forsetning. — 7. Hólar.
— 8. Aburður. — 9. Skeyti. — 11. Sund. — 12.
Bönd. 13. Vænzt. — 15. Heiðurinn. — 16. Kollur.
— 17. Einskisvirði. — 18. Fyrr. — 19. Verð. ■—
20. Visin. — 22. Tossi. — 23. Listdómari. — 24.
Hraði. — 26. Sull. — 27. Drepa. — 29. Festa. —
30. Stúlkunafn. — 31. Horfðir. — 33. Regn. —
34. Bæjamafn. — 35. Arður. — 36. Þýzkt her-
Einhvemtíma fyrr á ámm kom Helga-
staða-Gvendur inn í Bryde-búð og rak þá
augun í forkunnarfagra byssu, er hann
fékk ágirnd á, og löngun til að reyna.
Hafði hann orð á því við afgreiðslumann-
inn, að sér litist gæfulega á gripinn, og
var honum byssan föl til reynslu. Af
reynsluferðinni sagði Guðmundur eftirfar-
andi sögu:
— Svo lagði ég af stað á honum „Gul“
mínum (bátur Guðmundar), og er ég kom
út á mitt Sund, sá ég stóran máf á flugi
og hugsaði með mér, hvort ekki mundi
rétt að senda dónanum kveðju, og skaut
á hann. Og hann lá sko, meiningin, — en
byssudjöfullinn sló mig svo hrottalega, að
ég fór með báðar fæturna niður úr bátn-
um. Fór ég nú að athuga, hvað til bragðs
skyldi taka, og komst að raun um, að ef
ég tæki fæturna upp úr, mundi báturinn
sökkva, svo að ég settist undir árar og
réri til lands, með lappirnar lafandi niður
úr bátnum, og þegar þær tóku niðri í vör-
inni, greip ég sitt hvorri hendi í borðstokk-
ana og labbaði með bátinn upp á þurrt
land.
er þvottasápa nútímans.
skipalægi. — 37. Taug. — 38. Þraut. ■— 40. Arab-
iskur embættismaður. — 41. Óþægilegt. — 42.
Hneigði sig. — 44. Óþefur. — 45. Skagi. — 47.
Grjónategund. — 48. Uppspretta. — 49. Stundum
afleiðing Siglufjarðardvalar. -— 51. Alegg. — 52.
Klökk. — 53. Heimspekin. — 54. Veiðiá. — 55.
Skipti. — 56. Gælunafn. — 58. Hrifsa. — 59.
Ráðning (danskt). —■ 60. Óhljóð. — 62. Vinsæll
sögumaður. — 63. Utan. •
í sól og sveitasœlu.
Framh. af bls. 4.
flugur í einu höggi: Ég hvíldi mig eftir
gönguna á berjamóinn, baðaði mig í sól-
inni og tíndi berin. Þeim, sem ekki þekkja
þessa aðferð við berjatínslu vil ég ráð-
leggja að reyna hana, því að hún er ekki
nærri eins erfið og aðrar aðferðir, en af-
köstin söm. Nú fórum við að hugsa til
heimferðar. Allir á heimilinu söknuðu
auðvitað þessarra duglegu kaupakvenna
mjög mikið, og Sigríður húsfreyja lét veiða
handa okkur silung til að fara með heim
í soðið. Það var svo sem ekki hennar eini
velgjörningur við okkur, enda fáum við
henni aldrei fullþakkað. Bílstjórinn gerði
sér sérstaka ferð eftir okkur, vegna hins
mikla farangurs okkar, og við settumst
auðvitað fram í hjá honum. En þegar að
Laugarvatni kom, gerðist hann all tauga-
óstyrkur. Við reyndum að finna ástæð-
una. Hún var sú, að hann vissi, að einhver
sýslumaður væri á Laugarvatni, sem allt-
af vildi vera í fremsta sæti. Við neituðum
algerlega að flytja okkur, jafnvel þó að
yfirvaldið myndi skipa okkur með vald-
boði. En þegar til kom reyndist þetta vera
aðeins fyrrverandi sýslumaður, nefnilega
Magnús Torfason, svo að við sátum
óhræddar og óáreittar til Reykjavíkur,
enda gerði maðurinn ekki minnstu tilraun
til að sýna vald sitt.
Til bæjarins komum við, berjunum og
silungnum ríkari, og að auki sprækar eins
og Ljósvíkingurinn eftir veruna í Kömb-
um.