Vikan


Vikan - 13.04.1939, Blaðsíða 23

Vikan - 13.04.1939, Blaðsíða 23
Nr. 15, 1939 VIKAN 23 Allt í gamni . . . — Óli, þú varst búinn að lofa mér að fara ekki niður að vatninu. — Já, pabbi. — Og ég var búinn að lofa þér flengingu, ef þú færir. — Já, pabbi, en úr því, að ég hefi nú ekki staðið við mitt loforð, þarft þú ekki að standa við þitt. Blaðamaðurinn: —Álítið þér bezt að gifta sig snemma? Leikkonan: -— Auðvitað, ég gifti mig alltaf að morgni til! -— Er maðurinn þinn bókaormur! — Nei, hann er bara venjulegur ormur! Amerikumaðurinn (sem horfir á hraðlest þjóta í gegnum göng): — Kallið þið þetta hraðlest ? Stöðvarstjórinn: — Nei, nei, þetta var hann Hansen gamli að skipta um brautarspor fyrir gamla spólurokkinn sinn. Fangavörðurinn: — Hafið þér verið ánægð- ir með matinn? Fanginn, sem er laun: — Já, ég get bara sagt yður það, að sá, sem kvartar yfir matn- um hér, á ekki skilið að fá að koma hingað aftur. Konan, við manninn sinn, sem kemur seint heim: — Hvað segir klukkan? Maðurinn: Klukkan segir tik-tik, himdurinn segir voff-voff, kýrin segir bö-ö og kötturinn segir mjá — ertu ánægð? Lögregluþjónninn: — Hvað á það að þýða að aka áfram þegar þér sjáið rautt Ijós framundan? Bílstjórinn: — Er það bannað? Ég vissi það ekki! Lögregluþjónninn: — Heyrið þér, má ég sjá ökuskírteinið yðar? Bilstjómin: — ökuskirteinið ? Ég hefi ekkert ökuskírteini. Lögregluþjónninn: — Má ég sjá kvittunina fyrir bilaskattinum ? Bílstjórinn: — Bílaskattinum ? Finnst yður í alvöru, það vera hægt að borga skatt fyrir annan eins bílgarm, sem hefir hvorki hand- né fótbremsu? Farþeginn (aftur í): — Þér skuluð ekkert taka mark á því, sem hann segir, þvi að hann er augafullur! Ég hefi svo slæma andarteppu, hr. læknir. Hvenær verðið þér helzt varir við hana? 1 hvert skipti, sem ég ber píanó upp á 3. eða 4. hæð!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.