Vikan


Vikan - 19.10.1939, Síða 6

Vikan - 19.10.1939, Síða 6
6 VIK AN Nr. 42, 1939 Mickey Rooney í hlutverki Huckleberry Finn. II ickey Rooney, sem er orðinn frægur iVl fyrir „Andy Hardy“ hlutverk sín, leik- ur aðalhlutverkið í kvikmynd eftir hinni frægu bók, „Huckleberry Finn“, eftir Mark Twain. Huckleberry Finn, sonur drykkjurútsins, ,,Pap“ Finn, býr í litlu þorpi við Missisippi- fljótið hjá ekkjunni Douglas og systur hennar, miss Watson. Þær elska drenginn báðar. Jim, þræll, sem ekkja á, er bezti vinur drengsins. Huck forðast skólann eins og hann getur, reykir pípu í laumi og hefir sínar hugmyndir um lífið og þess gang. Faðir hans, sem veit, hvað ekkjunni þykir vænt um drenginn, heimtar annað hvort 800 dollara af henni eða drenginn. Huck ákveður að strjúka, til þess að ekkjan þurfi ekki að borga, en faðir hans nær í hann og lokar hann inni í kofa sínum. Á meðan faðir hans fer á fund ekkjunn- ar, strýkur Huck, en gengur þannig frá öllu eins og hann hafi verið myrtur. Hann flýr upp með fljótinu, þar sem hann hittir Jim af tilviljun. Jim hefir verið kennt um morðið, vegna þess að hann strýkur frá ekkjunni, sem ætlaði að selja hann til að geta borgað föður Hucks. Flóttamennirnir sigla á fleka. Jim kemst að því, að faðir Hucks hefir verið drepinn í slagsmálum, en segir drengnum ekki frá því. Tveir menn, sem kalla sig „Kónginn í Frakklandi“ og „Hertogann af Bridge- water“ koma til þeirra á flekann og gera þeim margt til bölvunar. Þeir ræna í þorp- unum við fljótið og ætla sér að fá yfirvöld- unum Jim í hendur til að græða peninga. Jim og Huck flýja til skógar. Þar bítur eiturslanga Huck, og Jim ber hann til þorps eins, þó að hann viti, að hann verði tekinn. Þegar Huck er að ná sér, heyrir hann, að Jim hafi verið kallaður fyrir rétt vegna morðsins. Huck fær skipstjóra á gufuskipi til að hraða sér með sig til bæj- arins og kemst í tæka tíð þangað, til að frelsa Jim. Jim er síðan gefið frelsi. Huck fer aftur til ekkjunnar og lofar að fara í skóla, ganga í skóm og vera góður drengur. Mickey Rooney sem Huckleberry Finn. A mynd- inni fyrir neðan sjást Huckleberry Finn og negr- inn, Jim, á flekanum, þar sem þeir standa „Kóng- inum“ og „Hertoganum" fyrir beina.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.