Vikan


Vikan - 19.10.1939, Side 10

Vikan - 19.10.1939, Side 10
10 VIKAN Nr. 42, 1939 Axel Thorsteinson: Konan á tanganum Smásaga frá Mýraströndinni. I nokkur ár hefir engin smásaga komið frá hendi Axels Thorsteinson, blaðamanns, og mun valda því aukið annríki við blaðamennskustörfin. Ungur hóf Axel sinn ritmennskuferil og hefir hann gefið út tvö smásagnasöfn, sem eru nú bæði uppseld, heimsstyrjaldarsmásögur hans, í tveimur bindum, hafa komið út tvívegis. Meðan hann var í Kanada, tók hann að gefa út tímaritið „Rökkur“ og hélt þeirri útgáfu áfram eftir að hann kom heim. Hefir hann ennfremur gefið út nokkuð af þýðingum eftir föður sinn, Steingrím Thorstein- son. Smásöguna „Konan á tanganum“, sem hér fer á eftir, skrifaði höfundurinn nýlega og sýnir hún glögglega, að hann er enn ekki af baki dottinn um að skrifa smásögur. að atvikaðist þannig, að ég var einn á ferð að þessu sinni, en ég hafði farið þessa leið oft með syni mínum, er hann flutti póstinn á bæina niður við sjó- inn, í vikulok hver, stundum í suddarign-.- ingu eða þoku, þegar bezt var að láta klárana ráða, hvort sem það var um forar- flóana eða fjörurnar rennisléttar og freist- andi fyrir mann og fák, en varasamar, því að sandbleytur geta verið, þar sem vegfar- andinn á þeirra ekki von, — eða þegar fellur að fyrr en varir og göslað er eftir fjörunum í miðjan kvið, en allt í einu er komið á sund. En svo var líka stundum sólskin og heiðríkja og þá var jafn dá- samlegt að líta til f jalla og jökla sem til eyja og skerja, þar sem bárurnar stöðugt falda hvítu, og svört skerin skarta sínum græna kolli. Þetta var á slíkum degi. Það var heitt af sólu og mér flaug í hug að leggja krók á leið mína út í einn tangann, steig af baki og lagði tauminn niður á Skjóna mín- um, sem ég svo kalla, þótt eigi væri hann mín eign. Tanginn var gróinn melgresi á blettum. Milli steinanna brostu hin lita- hreinu smáblóm sendinnar jarðar, en fram- undan á sundinu milli tanga og skers synti æðurin með ungahóp sinn, en barm- ur Ægis hneig og seig, svo sem til ununar hópnum litla. Það var farið að falla að, og særinn teygði sig lengra og lengra upp á leirur og sanda, og lét sjávarniðurinn Ijúft í eyrum, svo ljúft, að ég mundi eigi annað, er betur hafði fróað þreyttum huga, nema ef það væri að liggja vakandi og hlusta á andardrátt sofandi barns, er dreymir sína drauma í takmarkalausri elsku, sakleysi og trausti. Og við þennan nið, sem ekki varð lát á, seig blundur á brá, eða svo hygg ég vera, þó að það, sem fyrir mig bar í draumi, standi jafnskýrt fyrir hugskots- sjónum mínum og hefði það verið í vöku. En mér fannst ég sitja þarna á tang- anum og kona við hlið mér, allmjög við aldur. Eigi þótti mér það furðulegt á nokkurn hátt, að konan skyldi vera þarna, en ekki minntist ég að hafa séð hana fyrr. Leið mér vel í nærveru hennar og þótti mér það eitt furðulegt, að klæðnaður henn- ar var með öðrum hætti en nú tíðkast, eða svipaðastur peysubúningi fyrri tíma, en höfuðfat bar konan ekki. Var hárið silfur- grátt og fléttað og náðu flétturnar niður á mitt bak og sá ég, að konan hafði verið hárprúð, en svipurinn var hreinn og göfug- legur, hver dráttur bar lífsreynslu vitni, en einkum var það tillit augnanna, sem fangaði hug minn, er hún horfði á sjó fram, af þrá, sem sýnilega var trega bundin. — Þú þekkir mig ekki, sagði konan allt í einu og leit á mig. — Er þess og engin von, því að eigi hefi ég fyrir augu þín borið fyrr en nú. En ég er konan, sem tók í tauminn hjá þér forðum. Er konan hafði svo mælt þagnaði hún og við sátum hljóð. Ég vissi eigi, hverju svara skyldi, því að í svip skildi ég eigi, hvað konan var að fara. En ég mun hafa horft á hana spyrjandi augum, því að hún sagði: — Það var hérna fyrir sunnan tang- ann í fyrra. Þá minntist ég atviks, sem ég hafði oft um hugsað, og þótti mér nú enn furðu- legra það, sem konan hafði sagt. Það var í ágústmánuði áliðnum, að ég hafði riðið með öðrum syni mínum að bæ þarna við sjóinn til þess að sækja fola úr tamningu, en okkur hafði dvalizt á bæn- um svo lengi, að byrjað var að falla að, er við komumst af stað. Ætluðum við að stytta okkur leið yfir vík eina breiða, en um fjöruna mátti fara þurrum fótum, þar sem er sem hafsjór yfir að líta, er falhð er að. Við höfðum skammt farið, er svo ört flæddi að, að komið var í kvið, og brátt á miðjar síður, en við héldum ótrauð- ir áfram og hugðum, að ekki myndi dýpka meira, enda vorum við nú miðja vega yfir víkina. En allt í einu fannst mér kippt vera í tauminn snarlega, og Skjóni nam staðar þegar og tók stefnuna inn víkina, en ég kallaði til sonar míns og bað hann fylgja mér eftir og þótti honum súrt í broti, því að æskan vill fara stytztu leið að marki. Eigi hugleiddi ég þetta frekara og komst að þeirri niðurstöðu eftir á, að ég mundi sjálfur hafa tekið í tauminn ósjálfrátt — að minnsta kosti taldi ég mér trú um það. — Þú manst eftir þessu. Ég sé það á svip þínum, sagði konan. Ég þóttist vita, að hún mundi ætla frek- ara við mig að ræða, kinkaði því aðeins kolli, og beið átekta. Og eftir nokkra þögn hélt hún áfram: — Sú var tíðin, er ég réði húsum í Sauðanesi, hvaðan þið lögðuð á víkina, feðgar. Hún blasti við mér allt lífið, því að á þessum hjara tróð ég barnsskóna og ól allan aldur minn, en Sauðanesvíkin hefir komið við sögu mína og tvívegis var mér þungur harmur búinn, og í hvort tveggja sinnið mátti ég höndum vef ja það, sem hún skilaði mér úr votu fangi sínu. — Við reistum ung bú, pilturinn minn og ég, og sótti hann sjóinn af kappi, er voraði ár hvert, en sjöunda vorið skall á aftaka veður, er hann var í róðri, og brotn- aði skipið í spón, en lík hans rak hér í víkinni. Sá, sem tók líf hans, bar hann látinn að túngarði mínum. Hafa slíkt fleiri reynt. Konan greip um aðra fléttu sér og hand- lék sem snöggvast og var nokkur klökkvi Framh. á bls. 22.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.