Vikan


Vikan - 19.10.1939, Page 11

Vikan - 19.10.1939, Page 11
m VIKAN 11 Nr. 42, 1939 SjötuujWL Eftir dr. phil. Dorkel Jóhannesson. Indriði á Fjalli í Aðaldal er löngu þjóðkunnur orðinn fyrir skáldskap sinn og störf sín í þágu norðlenzkrar ættvísi. En ekki verður sagt, að hann hafi troðið öðrum um tær með útgáfu og sölu sinna andlegu afurða, því að fyrsta bók Indriða kom á bókamarkaðinn fyrir nokkrum dögum. Er það kvæða- og vísnasafn, er hann nefnir „Baugabrot“. — Þeir Indriði á Fjalli og Guðmundur skáld Friðjónsson á Sandi eru frændur og jafnaldrar. Amorgun, 20. þessa mánaðar, verður Indriði Þorkelsson á Fjalli sjötug- ur. Hann er fæddur 20. október 1869 að Sýrnesi í Aðaldal, en fluttist á barnsaldri með foreldrum sínum, Þorkeli Guðmundssyni frá Sílalæk og Ólöfu Indriðadóttur frá Garði, að Syðra-Fjalli, og þar ólst hann upp til fullorðins aldurs. Skömmu fyrir aldamótin reisti hann bú að Ytra-Fjalli og bjó þar í rúm 30 ár. Hann dvelur nú á Syðra-Fjalli hjá syni sínum Högna, ásamt konu sinni, Kristínu Frið- laugsdóttur. Þeim hjónum varð 11 barna auðið. Komust 9 til fullorðinsára og eru öll búsett norður í Þingeyjarsýslum, nema einn sonur, Indriði, búsettur í Reykjavík. Þetta er nú ævisaga Indriða á Fjalli í sem allra fæstum orðum sögð. Hann hefir alla sína ævi stundað algenga sveitavinnu, fyrst vinnumaður hjá föður sínum, síðar bóndi sjálfur, og átti þá jafnan fyrir mikilli ómegð að sjá, við fremur þröngan f járhag og hlífðarlaust erfiði, svo sem títt er í sveitum. Þar hafa svo á ofan bætzt marg- föld störf önnur. Oddviti Aðaldælahrepps mun hann hafa verið um tuttugu ára skeið, sýslunefndarmaður um nokkra hríð og lengi deildarstjóri í Kaupfélagi Þingeyinga. Indriði á Fjalli er löngu þjóðkunnur maður af skáldskap sínum. Vísur hans hafa víða flogið og kvæði eftir hann birzt í blöðum og tímaritum, hingað og þangað, um fjörutíu ára skeið. Nú loks hefir nokkru af ljóðum hans og vísum verið safnað saman í bók, er hann nefnir Bauga- brot, og út kom fyrir nokkrum dögum, svo sem í tilefni af sjötugsafmæli skáldsins. Bók þessi er reyndar hvorki heildarsafn né úrval. En hún er gott sýnishorn af bók- menntastarfi eins af sérkennilegustu höf- undum þjóðar vorrar á fyrra hluta 20. aldar. Og hún verður efalaust kærkominn öllum þeim, sem eitthvað hafa kynnzt skáldinu áður á hlaupum og vildu eiga þess kost að kynnast honum betur. Það var ekki ætlun mín með línum þess- um að skrifa ritdóm um kvæði Indriða. Til þess munu aðrir verða, sem þar mega Indriði Þorkelsson á Fjalli. betur um dæma. Ég ætla nú samt, að það sé ýkjulaust, að þótt kvæði Indriða komi a. m. k. 15—20 árum of seint út í heild, og hafi við það misst mikils af því, sem á sínum tíma gaf þeim sérstakt gildi — svo sem jafnan verður um sérhvað það, sem að meira eða minna leyti er mótað af líðandi stund og áhrifum margvíslegra at- burða — muni þau mörg eiga sér enn langa ævi, eigi síður en sumar vísur hans, sem löngu eru alþjóðareign og gleymast ekki, þótt fæstar þeirra séu hér prentaðar. En þótt Indriði á Fjalli verði talinn gott skáld, jafnvel meira en það, eru hofium þar með hvergi nærri gerð full skil. Sjálf- ur hefir hann lítt haldið kvæðum sínum á lofti og mjög treglega að því gengið að safna þeim saman nú, við tímamót þessi. Eins og nærri má geta af því, sem hér var sagt um störf hans og aðstöðu alla, hefir hann naumast haft mikinn tíma afgangs til Ijóðagerðar. I raun réttri hefir hann aldrei varið neinum tíma til hennar. Hann hefir ort að kalla öll sín kvæði við vinnu sína, aðeins gefið sér tíma til að hripa þau upp síðar. Tómstundum sínum, eða rétt- ara sagt hvíldartíma — og svefntíma sín- um auk heldur oft og tíðum — hefir hann varið til ættfræði og sagnfræði rannsókna. Þau störf mundi hann sjálfur telja höfuð- starf sitt að ritverkum og mest um vert af öllu, er hann hefir við fengizt. Rann- sóknir þessar hóf hann mjög ungur. Fyrstu för sína til rannsókna í Þjóðskjalasafninu hér í Reykjavík mun hann hafa farið fyrir 35 árum síðan. Hefir það mjög torveldað þessi verk hans, er hann átti þess allt of sjaldan kost að dvelja hér við Söfnin, og varð að verja allt of miklum tíma í að afrita skrár og skjöl, sem nota þurfti, og verða þó sífellt fyrir töfum, vegna þess að gögn vantaði, sem hafa þurfti. Eigi að síð- ur hefir honum mikið áunnizt, og verður hann hiklaust talinn einn hinn ættfróðasti maður, sem nú er uppi, einkum um Þing- eyskar ættir og víðar norðan lands, svo og um sögu jarða í Þingeyjarþingi og svo einstakra manna og ætta og héraðsins yfirleitt. Hann er maður stálminnugur og prýðilega stílfær. Hefir hann haldið öllum kröftum sínum ágætlega fram á þennan dag og er nú hinn ernasti, þrátt fyrir mik- ið áfall, er hann varð fyrir fyrir tveim árum, er hann missti annan fót sinn fyrir ofan hné af slysi. Indriði á Fjalli er algerlega sjálfmennt- aður maður. Hann hefir aldrei notið neinn- ar tilsagnar í skóla, að því frátöldu, að hann dvaldi í æsku nokkrar vikur við nám hjá síra Þórleifi á Skinnastað. Ég ætla, að lengi muni verða til hans vitnað um þjóð- lega menningu vora í upphafi þessarar aldar. Hann er ósvikinn fulltrúi hennar og einna glæsilegastur merkisberi. Hjá hon- um fer saman það, sem helzt hefir verið talið þjóð vorri til ágætis frá dögum Egils og Snorra til Bólu-Hjálmars og Stephans G. Stephanssonar: Orðsins list og ást á sögulegum minningum, ættfræði og mann- vísi, og mikil afrek í þessum greinum öll- um. Og þó hefir hann hvergi hopað á hæli fyrir þungum skyldum daglegra anna, er lífið leggur á herðar efnalitlum bónda í okkar harðbýla landi. Fyrir rúmum 40 árum orti Indriði vísu þessa: Væri það í sveitarsið svona lífi að haga, ættartölur yndi ég við alla mína daga. Það er góður siður að árna mönnum góðs á afmælisdegi. Indriða á Fjalli vildi ég þess óska, að hann megi enn um mörg ár heill og hress að því vinna, sem orðið er annað ævistarf hans og nú varðar miklu að honum sjálfum auðnist að leiða til lykta. Þingeysk og norðlenzk ættvísi og saga á meira í húfi en auðvelt sé úr að bæta, ef hér skyldi á bresta.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.