Vikan


Vikan - 19.10.1939, Side 16

Vikan - 19.10.1939, Side 16
16 VIK AN Nr. 42, 1939 vantar ekki erfiðleikana í þjóðfélagsstig- anum. Einn þriðjudaginn þegar Denry var að fara með sporvagninum til Hanbridge til að rukka hitti hann Harald Etches, sem bjó þá í Hillport, en verksmiðja hans var í Hanbridge. Etches naut auðæfa sinna. Hann var piparsveinn, og það var sagt, að hann hefði 1000 pund á ári. Hann var einn af stofnendum íþróttafélagsins. Þeir töl- uðust lítið við í fyrstu. Þeir voru ekki jafn- ingjar, og ekkert gat gert þá að jafningj- um nema kjólföt. En kóngurinn getur einu sinni ekki neitað að tala við matsvein, sem hefir unnið peninga af honum. Og þéir tóku tal með sér. — Hann er ekki svo vitlaus, sagði Denry við sjálfan sig, þegar Etches var farinn. Og hann sór, að hann skyldi minnast á íþróttafélagið næst. Þessi eiður truflaði nætursvefn hans næstu nætur, því að eiður var honum heilagur. Honum fannst hann vera skyldugur til að nefna íþróttafélagið, úr því að hann hafði svarið það. Næsta þriðjudag vonaði hann, að Etches væri ekki í sporvagninum. Honum kom meira að segja til hugar að ganga, en — eiðurinn! Honum fannst það ósanngjarnt að segja Etches, að hann væri hæfur í félagið, því að hann þekkti einu sinni ekki spil. Hann var aðeins þekktur á 'götum. En — þessi eiður! Hann sat hljóður í nokkrar mínútur og velti málinu fyrir sér, en þá beygði Etches sig niður að honum og sagði: — Heyrið þér, Machin, hvers vegna gangið þér ekki í íþróttafélagið ? Denry roðnaði, í síðasta skipti á æfinni. Nú sá hann, hve álitið á honum var mikið. Honum var það ljóst, að hann hefði verið of lítillátur. Það var ekki hægt að ganga í íþrótta- félagið svona umsvifalaust. Við það var heilmikið umstang, sem sannaði það, að þetta var gott félag. Að lokum fékk Denry tilkynningu frá einkaritaranum og gjald- keranum, að hann væri orðinn meðlimur félagsins. Hann vonaði, að einhver félag- inn skýrði honum frá siðum og venjum fé- lagsins og kynnti hann fyrir félagsmönn- um. Eða þá, að hann kæmist inn í félags- húsið án þess að sér yrði veitt athygli. En þá kom dálítið fyrir. Frú Codleyn fékk þá flugu í höfuðið að vilja selja hús sín. Nú voru hús frú Codleyns hornsteinn í tilveru Denrys, og hann var alls ekki viss um, að nýr eigandi kærði sig um, að hann yrði húsaleigurukkari. Hann reyndi árangurs- laust að sýna frú Codleyn fram á, hve tekj- ur hennar af húseignunum hefðu vaxið. En hún var á báðum áttum. Þá sagði Denry: — Ef ég hefði ráð á því, skyldi ég kaupa húsin, aðeins til að sýna yður — —! (Hann komst aldrei lengra. Ef til vill hefir hann ekki vitað, hvað það var, sem hann ætlaði að sýna henni). Hún sagðist vona, að guð gæfi, að hann gerði það. Þá sagði hann í örvæntingu sinni, að hann skyldi kaupa þau með af- borgunum. Og hann keypti hús madame Hullins fyrir 45 pund. Hann borgaði 30 pund út í hönd. Afganginn átti að draga frá vikulaunum hans. Hann káus hús ma- dame Hullins, því að það stóð eitt sér. Denry var öruggur, því að frú Codleyn gat ekki látið hann fara nema tapa 15 pund- um. (Enn reiknaði hann allt í smáupphæð- um). Nú var hann húseigandi. Einn daginn gekk hann inn í íþrótta- félagshúsið í Hillport. Enginn gat séð, að honum hði illa. Sannleikurinn var sá, að þar var ekki nokkur maður. Hann nam staðar í forstofunni og las ,,lögin“, sem héngu á veggnum, gaumgæfilega. Síðan gekk hann inn í herbergi, þar sem voru körfustólar og borð. Á borðunum lágu nokkur blöð, en þar stóð með stóru letri: — Er húðin yðar aum? Já, húðin á Denry var aum. Hann fór inn í annað herbergi, en þar var stórt spjald, sem á stóð: — Hafið hljótt! Og þar var hljótt. Þetta var áreiðanlega lestrarsalurinn. Hann fór upp á loft. Þar var billiard- stofa með tveim borðum. Þó að hann hefði aldrei spilað billiard, greip hann eina kylf- una, en þegar hann kom við kúluna, kom svo mikill hvellur, að hann hætti. Hann gekk að hurð, opnaði hana forvitnislega, en hrökk við, þegar hann sá þar átta menn sitja að spilum með hattana á höfðinu. Það voru beztu whistspilarar í Bursley. Hr. Denry lokaði dyrunum fljótt. Honum var innan brjósts eins og hann hefði séð eitt- hvað, sem hann mátti ekki sjá. Hann fór niður aftur og hitti þá mann á skyrtunni. Það var einkaritarinn og gjaldkerinn, laglegur maður. Hann hafði aldrei talað við Denry, en sagði nú við hann: — Þér eruð kannske hr. Machin? Það gleður mig að kynnast yður. Eigum við ekki að fá okkur vínglas. Einkaritarinn og gjaldkerinn kom með whisky og gaf Denry margar, ágætar upp- lýsingar. — Nú hefi ég þó komið þangað, sagði Denry við sjálfan sig þegar hann fór heim. Næsta kvöld fór hann aftur í íþrótta- félagshúsið. Lestrarsalurinn var auður eins og venjulega. En reykingarsalurinn var fullur af fólki. Enginn tók eftir komu Denrys nema einkaritarinn, sem gaf sig brátt á tal við hann. Denry leit hinn ánægð- asti í kringum sig. Þarna var Charles Fearns, málafærslumaður, sem vann í Hanbridge, en bjó í Blekridge. Þó að hann væri duglegur verzlunarmaður, langaði hann til að kollvarpa þjóðfélagsskipulag- inu og endurreisa það eftir sínu höfði. I kvöld setti hann út á húseigendurna í bæn- um — hann, sem stórgræddi á því að semja eignarbréf og sá fyrir konu, börn- um og franskri kennslukonu, sem var eitt af furðuverkunum sjö í „bæjunum fimm“. — Það ætti að rífa niður fjölda húsa strax á morgun, sagði hann. — Til dæmis þennan kofaræfil, sem kerhngin hún Hull- ins býr í. Kennslukonan mín þekkir hana, því að hún er kaþólsk. Hún hefir borgað half-a-crown í húsaleigu á viku í hálfa öld og nú á að reka hana út á gaddinn, því að hún getur ekki borgað, og hún er 70 ára eða meira. Þetta er skemmtilegt þjóð- félag! — Hver á húsið? spurði einhver. — Frú Codleyn, svaraði Fearns. — Það er verið að tala um yður, hr. Machin, sagði einkaritarinn, sem vissi, að Denry var rukkari. — Frú Codleyn á ekki húsið, hrópaði Denry áður en hann vissi af. — Nú, sagði Fearns. — Hver á það þá? Allir störðu á Machin. — Ég, sagði Denry. Hann hafði leynt því fyrir frú Hulhns, að hann ætti húsið. — Fyrirgefið, sagði Fearns kurteislega. — Ég vissi ekki ------! — Hvað mynduð þér gera, ef þér ættuð húsið ? spurði Denry. — Áður en ég keypti húsið, lánaði ég henni peninga til að borga húsaleiguna. — Ég veit það, svaraði Fearns. — Hún er gömul kona og heiðarleg. — Hvað mynduð þér gera í mínum spor- um? hélt Denry áfram. — Ég mundi lækka húsaleiguna, sagði Fearns. — Og ef hún borgaði ekki? Láta hana vera kyrra, af því að hún er sjötug? Eða reka hana út? — Nei-------já —. — Fearns gæfi henni ,,höllina“ og skrif- aði eignabréfið fyrir ekki neitt, sagði ein- hver, og allir hlógu. — Það ætla ég einmitt að gera, sagði Denry. — Ef hr. Fearns skrifar eignabréf- ið fyrir ekki neitt, skal ég gefa henni húsið. Allir þögðu. -— Ég meina þetta, sagði Denry ákveð- inn. Allir voru undrandi, og ekki sízt Denry. Honum fannst einhver annar hafa talað en hann sjálfur — það var eitthvert leynd- ardómsfullt afl, sem stjórnaði honum. Fólk hafði orðið hissa þegar hann bauð greifafrúnni upp og nú varð það aftur hissa. En síðar sagði fólk: — Þetta var alveg eftir honum, rétt eins og það stæði í nánu sambandi hvað við annað að dansa við greifafrú og gefa fátækri ekkju hús. Næsta dag kvað alls staðar við: — Hafið þið heyrt um Machin? Og Denry, sem leið illa út af léttúð sinni, sagði við sjálfan sig: — Þetta hefði eng- um dottið í hug að gera nema mér. III. KAPÍTULI. Flutningsvagninn. — Góðan daginn, ungfrú Earp, sagði Denry borginmannlega. — Ó, góðan daginn, hr. Machin, sagði Ruth Earp um leið og hún opnaði íbúðina sína á hominu á Tudor-strætinu og St. Luhés Square.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.