Vikan


Vikan - 19.10.1939, Síða 20

Vikan - 19.10.1939, Síða 20
20 VIKAN Nr. 42, 1939 Hundurinn Einu sinni var lítil stúlka, sem hét Kristín. Hún er reyndar til enn, en nú er hún orðin fullorðin. Þegar þessi saga gerðist var hún aðeins fjögra ára, kringluleit með falleg augu og spé- koppa. Hún var eftirlæti allra á prest- setrinu, þar sem hún bjó með foreldrum sínum og þremur bræðrum. Á prestsetrinu voru mörg dýr og falleg- ur garður með rólu og sandkassa. En samt sem áður var Stína litla stundum einmana, því að bræður hennar voru miklu eldri en hún og vildu ekki leika við hana. Rétt hjá prestsetrinu var skógur, sem Stínu þótti ákaflega vænt um, sérstak- lega um eitt tré, sem þar var, og hún kall- aði „álfatréð". Það var stórt hnditré, sem stóð eitt sér. I kringum það var fallegt, grænt gras, og á vorin var allt fullt af blómum. Stínu fannst þetta vera yndis- legasti staðurinn í heiminum. Þegar veður var gott á sumrin fór mamma hennar með henni út að trénu og sagði henni sögur, þar til hún sofnaði. Hún kunni nú að segja sögurnar. Hún bjó þær til sjálf og þær voru um dýrin, fuglana, fiðrildin og álfana, sem gættu blómanna. Þegar Stína vaknaði við fuglasöng, fann hún alltaf súkkulaði, epli eða banana við hlið sína. Hún hélt, að það væri gjöf frá álfunum. Rétt hjá trénu rann lítil á, og við ána stóð bær. Fyrir utan bæinn stóð hundahús. Þar bjó ,,Hellas“ — stór hundur, sem var nafninu — gerðu sér svo annt um gröf Krists, að þeir fóru þangað þúsundum sam- an, til að reka þaðan heiðna menn, sem þeir kölluðu því nafni. Þessum krossferð- um var svo háttað, að þar eystra urðu bardagar, mannfall og blóðrennsli hið mesta. Þessir pílagrímar hefðu betur sómt sér, ef setið hefðu heima, ræktað jörðina og hlúð að börnum og gamalmennum. Þess má nærri geta, að höfundur kristn- innár hefir grátið heitum tárum uppi í sínum hæstu hæðum yfir þeim heiftúðlega bamaskap, sem háður var í hans nafni í landinu helga. Ef svo færi, að Vídalínsklaustur og Hall- grímskirkja yrðu byggð og þangað farnar pílagrímsferðir — mætti með sanni segja það, sem skáld eitt kvað um náunga sinn: „Gengur öfug æfispor inn í gröf og dauða.“ Þess ber að óska, að sem allra fæstir menn hagi sér svo, að þeir gangi aftur á bak síðustu spor sín á lífsleiðinni Sú ósk er draumur manns, sem er glað- vakandi. Hellas svo grimmur, að allir voru hræddir við hann. En það hlýtur að vera leiðinlegt fyrir hund að vera alltaf bundinn? „Hellas“ var samt góður við Stínu litlu, og htla stúlkan klappaði honum og gaf honum stundum kjötbein. Þá dinglaði hann iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiit,A Barnasaga <<'4iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiii';‘ rófunni og nuddaði hausnum upp við hana. Hún tók þá utan um háls hans og sagði honum, að hann væri góður hundur. Stund- um leyfði maðurinn, sem átti hundinn, henni að fara í gönguferð með hundinn í bandi. Það þótti „Hellas“ mest gaman af öllu. Einn góðan veðurdag fóru foreldrar Stínu litlu í burtu og báðu bræður hennar að gæta hennar. Þeir voru ekkert sérstak- lega hrifnir af því, því að þeir ætluðu að leika sér við vini sína, en nú gátu þeir það ekki. Þeir létu systur sína upp í sand- kassann og þegar þeir sáu, að hún undi sér þar vel, læddust þeir í burtu. Hún tæki ekkert eftir því, þó að þeir færu, hugsuðu þeir. Þegar Stína hafði leikið sér dálitla stund, fór henni að leiðast. Hún leitaði að strákunum, en fann þá ekki og ætlaði að fara að skæla, þegar henni datt snjallræði í hug. Hún ætlaði að heimsækja „Hellas“. Og það gerði hún. Hún hljóp inn í skóg- inn, lagði sig undir álfatréð, en álfarnir virtust ekki vera heima. Þá gekk hún nið- ur að ánni, og „Hellas“ ýlfraði af gleði, þegar hann sá hana. Stína fór heim að bænum til að spyrja, hvort hún mætti fara með hundinn í gönguferð, en þar var eng- inn heima. Hvað átti hún nú að gera? Að lokum ákvað hún að reyna að leysa hann sjálf. Loksins heppnaðist það, og litla stúlkan og stóri hundurinn lögðu af stað út í skóginn. Um kvöldið komu strákarnir heim með slæma samvizku og urðu dauðhræddir, þegar þeir fundu Stínu ekki í garðinum. Vinnustúlkan varð einnig hrædd, því að hún hélt, að Stína hefði farið með drengj- unum. Það var orðið dimmt, og þau tóku að leita og kalla. Drengirnir grétu og lof- uðu sjálfum sér, að þeir skyldu alltaf vera góðir við litlu systur sína, ef þeir fyndu hana. En það hjálpaði ekkert. Hún var með öllu horfin. Þegar leitin stóð sem hæst, komu for- eldrar hennar heim. Nú fóru allir, sem vettlingi gátu valdið, að leita. Fyrst var farið niður að ánni og heim að bænum til að spyrja eftir Stínu, en enginn hafði séð Og Stína litla sofnaði út frá sög'um mömmu sinnar undir „álfatrénu". hana. Þegar þau fóru fram hjá hundakof- anum urraði „Hellas“ svo illilega, að þau tóku á sig stóran krók til að forðast hann. Eftir langa mæðu datt einhverjum í hug að reyna að leysa „Hellas“ og vita, hvort hann gæti ekki fundið hana. Mamma Stínu ætlaði að leysa hann, en hann var þá laus. Hann urraði og gelti. En þegar mamma Stínu leit inn í hunda- kofann, sá hún þar lítinn, hvítan böggul. Það var lítil, holdvot stúlka, sem stein- svaf. „Hellas“ hafði hitað henni eins vel og hann gat. Nú urðu allir ánægðir og þegar Stína vaknaði við hávaðann, sagði hún þeim, að hún hefði dottið í ána, og „Hellas“ hefði rifið kjólinn sinn þegar hann dró hana upp. Mamma hennar klapp- aði hundinum.-------- Seinna fluttist „Hellas“ á prestsetrið, og það leið ekki á löngu, áður en hann varð svo góður, að hann þurfti ekki að vera bundinn. Hann eltir Kristínu enn þann dag í dag, hvert sem hún fer. # Gréta litla: Æ, nú er ég orðin leið á að leika pabba og mömmu, Hans. Nú skulum við vera vinir. Hún: Þú veðjaðir á hest, sem hét sama nafni og ég. Það var fallega gert. Hann: Já, en því miður hafði hann sama ósið og þú. Hann kom of seint. Gamall maður, sem er utan við sig, spyr ungan mann, sem hann hefir verið kynnt- ur fyrir. — Voruð það þér eða bróðir yðar, sem dó í vor? — Það hlýtur að hafa verið ég, svaraði ungi maðurinn, — því að bróðir minn situr þarna. * — Það sést, hvað þú hefir borðað í dag. — Hvar sérðu það? — Á skyrtunni þinni. — Þar skjátlast þér. Þar sérðu aðeins það, sem ég hefi ekki borðað.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.