Vikan - 26.10.1939, Blaðsíða 3
Nr. 43, 1939
VIK AN
3
A. J. JOHNSON, bankaféhirðir:
Þórarinsson og Njála
Þorvarður
Liklega hefir um enga bók íslenzka ver-
ið ritað jafnmikið og um Njálu. Hún
hefir um langt skeið verið hugðar-
efni innlendra manna og erlendra. Þetta er
ekki nema að vonum, því Njála er eitt
mesta snildarverkið af fornsögum okkar,
— ef ekki það mesta. Á síðari árum hafa
menn hafið leit að höfundi Njálu. Sjálf-
sagt verður þessi leit of erfið, ef um nokkr-
ar sannanir ætti að vera að ræða, því vit-
anlega fást slíkar sannanir aldrei. Um ann-
að en líkur verður aldrei að ræða í þeirri
leit.
Ég hygg því, að margir hafi orðið eigi
lítið undrandi, er Barði Guðmundsson,
þjóðskjalavörður, virtist fullyrða það í
grein í Skírni 1937, að Svínfellingurinn,
Þorvarður Þórarinsson, „muni vera höf-
undur Njáls sögu.“ Kvaðst hann þá ætla að
gera grein fyrir þessu síðar.
Þetta hefir hann nú gert a. m. k. að
nokkru leyti með ritgerð í Andvara 1938,
og með útvarpsfyrirlestrum s. 1. vetur, sem
síðan voru prentaðir í Alþýðublaðinu.
Hér er nú ekki tilætlunin að fara út í ein-
stök atriði í máli Barða, en því er ekki að
leyna, að víða þykir mér málflutningur
hans mjög hæpinn og loftkastalakenndur.
I Andvararitgerðinni segir hann t. d., að
„Njáluhöfundi hafi fundizt allir vegir um
Rangárvöllu liggja til Keldna.“ Ekki er
unnt að finna eitt orð eða setningu í Njálu,
er staðfesti þetta. Keldna er getið 7 sinn-
um í sögunni, en aldrei í sambandi við vegi
eða ferðalög þar um garð. Nokkrar helztu
kórvillurnar í þessari Andvaragrein, að því
er Rangárþing snertir, eins og t. d. við-
víkjandi engjum Gunnars á Hlíðarenda
„fyrir sunnan Þverá, í Móeiðarhvolslandi",
ítök Keldna í Kirkjubæjarlandi, og hey-
skap Keldnamanna „suður í Þykkva-
bæ“ o. fl. hefir Vigfús Guðmundsson fræði-
maður, fæddur og uppalinn á Keldum, tek-
ið til athugunar í Árbók Fornleifafélagsins
1937—39, bls. 185—191, og verður því ekki
frekar um þessa ritgerð rætt að þessu
sinni. [Ekki verður þó komizt hjá að geta
þess, að flest, sem Barði segir um átta-
miðanir „Njáluhöfundar“ er ekki mikils-
virði. Sjálfur virðist hann mjög ruglaður í
áttum, sem sést m. a. á því, að hann talar
um „vestlæga stefnu“ frá Bergþórshvoli í
Landeyjum til Þjórsárdals. Þessi stefna er
mikið hærra, austar, en í há norður. Þá
talar hann um, að Keldnabændur hafi
stundað heyskap „suður í Þykkvabæ“. Sú
stefna er ekki langt frá vestri. Loks
segir hann, að líklegt sé, að Gunnar á Hlíð-
arenda „hafi átt engjar í Landeyjum, fyrir
sunnan Rangá“. Rangá eystri rennur hvergi
með Landeyjum, og er þess vegna ekki hægt
að tala um engjar þar fyrir sunnan hana
— eða á neinn veg. Hún rennur meðfram
Hvolhreppi og Rangárvöllum.
Að Njáluhöf. notuðu ekki áttamiðunina
vestur, innan Rangárþings, getur vitanlega
átt rót sína að rekja til þess, að þeir hafi
verið búsettir á norð-vestasta bænum í
héraðinu, er sagan getur um t. d. Odda, —
og Keldum ef til vill síðar. Höfðu þeir þá
engan bæ eða örnefni fyrir vestan eða
norðvestan sig innan héraðsins, sem um er
getið í sögunni, nema Sandhólaferju, sem
aðeins er getið á einum stað, í sambandi
við það, að þar hafi maður verið veginn.]
Það virðist vera augljóst, að þegar reynt
er að leita að, eða finna höfunda eða höf-
und að fornsögum okkar, verður stað-
þekkingin eitt fyrsta höfuðatriðið. Þeir
sem leita að höfundum, verða því fyrst og
fremst að spyrja sjálfa sig þessarar
spurningar: Hvar er staðþekking sögurit-
aranna bezt og fullkomnust, eftir því sem
fram kemur í sögunni? Og þessari spurn-
ingu þurfa þeir að geta svarað sjálfir, en
ekki láta sér nægja að vitna í það, sem
aðrir hafa þar sagt um áður, sem oft er
villandi og stundum rangt. Þeir þurfa að
þekkja afstöðu landshluta og staða hvers
til annars, vegalengdir milli staða, torfær-
ur og annað, er máli skiptir, og helzt sem
mest af þessu af eigin
sjón eða raun.
I bókinni „Um Njálu“
hélt dr. Einar Ólafur
Sveinsson mjög fram
skaftfellskri staðþekk-
ingu í Njálu, og Barði
Guðmundss. telur hana
líka „með bezta móti“,
en finnst þó hugmynd-
irnar „um hin óbyggðu
upplönd Vestursýslunn-
ar, svo og um legu
Fiskivatnanna“ vera
nokkuð óljósar. En
hann heldur mjög fram
austfirzkri staðþekk-
ingu svo sem vænta má,
þegar höfundur Njálu,
áð hans skoðun, á að
vera Þorvarður Þórar-
insson, sém var fæddur
og uppalinn á Valþjófs-
stað í Fljótsdal, og átti
heimili líklega um all-
langt skeið að Hofi í
Vopnafirði. Um stað-
þekkingu Njáluhöf. í
Ranágþingi er Barði að
sumu leyti á annarri
skoðun en dr. E. Ó1 Sv.,
en hælir honum fyrir annað, sem hann hefir
þar um sagt, eins og um Þórsmerkurbæi og
Bergþórshvol, sem dr. Einar virðist nú fall-
inn frá, sbr. ritgerð í Skírni 1937, og það
heilu ári áður en Andvaragreinin birtist.
Um hina austfirzku staðþekkingu segir
Barði svo í Andvaragreininni: „Þeirri
skoðun hefir mjög verið á lofti haldið, að
Njáluhöfundur muni vera Skaftfellingur
(hér er átt við dr. Einar), eða af Suð-Aust-
urlandi. Staðfræðirannsóknirnar benda
ekki fyrst og fremst til þessa, heldur að
höfundur sé úr Múlaþingi. Þangað lágu
leiðir fæstra annarra en Austfirðinga. Þar
að auki er staðþekking söguritarans á
Austfjörðum svo örugg og viss, að með
öllu er ólíklegt, að hennar hafi verið aflað
einvörðungu á ferðalagi í eitt eða annað
sinn. Höfundur þekkir ekki aðeins afstöðu
byggðarlaganna þar til fullnustu, heldur
og einnig þeirra bæja, sem koma við sögur,
auk þess sem honum eru þar ýmsar leiðir
gagnkunnugar. Þótt vandlega sé leitað, er
þar enga skekkju að finna.“
Nú ætla ég um stund að athuga stað-
þekkingu Njáluhöf. á Austurlandi, þar sem
„enga skekkju“ á að vera að finna, og þar
sem Þorvarður Þórarinsson hefir verið
kunnugastur.
Ferðasaga Flosa í Njálu, er hann fór í
'J/• lw .
'í/ ! / i / W/
IMmMtti///
mfflmJZ///.
Kort af Inn-Fljótsdalnum.