Vikan


Vikan - 26.10.1939, Qupperneq 9

Vikan - 26.10.1939, Qupperneq 9
Nr. 43, 1939 VIKAN 9 W. W. Jacobs: Svarlur köttur. Eg kærði mig ekki um að taka hann með, sagði Gubson skipstjóri og leit miður vingjarnlega á gráan páfagauk í búri, sem hékk á stórsiglunni, — en frændi gamli vildi þetta endilega. Hann sagði, að sjóferð mundi hafa góð áhrif á heilsu hans. — Hann virðist vera í fullu f jöri núna, sagði stýrimaðurinn, sem sat og saug vísi- fingurinn í makindum; — og í bezta skapi sýnist mér. — Það er leikur í honum, sagði skip- stjórinn. — Gamli maðurinn hefir gaman að honum. Ég held, að ég leggi mig eins og stundarfjórðung. Gefðu gætur að skrattakolli á meðan. — Klóraðu Polly! sagði páfagaukurinn og brýndi gogginn á prikinu. — Klóraðu aumingja Polly! Hann beygði höfuðið að búrgrindinni og beið rólegur eftir að geta byrjað á þeim leik, sem honum hafði alltaf þótt öllum öðrum leikjum skemmtilegri. Fyrsta efa- semdin, sem skaut upp kolhnum í þeim sökum, var, þegar stýrimaðurinn klóraði honum vingjarnlega með pípumunnstykk- inu. Það var algerlega óvænt fyrirbrigði, og páfagaukurinn ýfði fjaðrirnar, fikraði sig út á enda á prikinu og horfði þaðan þungbúinn á stýrimanninn. Skoðun stafnbúa var heldur ekki páfa- gauknum í hag, almennt áht þeirra var, að hin taumlausa afbrýðissemi, sem gripið hefði skipsköttinn, mundi fyrr eða síðar leiða til ógæfu. — Satan gamla er ekki um hann gefið, sagði kokkurinn og hristi höfuðið. — Fuglsgreyið hafði ekki verið um borð nema tíu mínútur, þegar Satan kom á kreik. Hann beið þangað til Satan var um það bil átta fet frá búrinu; þá hneigði hann sig og spurði hann, hvort hann vildi eitt glas af bjór. Ég hefi aldrei á æfi minni séð ketti verða eins bilt við. Aldrei. — Þeim á eftir að lenda saman, sagði Sam gamli, sem var einkavinur og vernd- ari kattarins. — Sannið þið til. — Ég mundi veðja á páfagaukinn, sagði einn skipverja með sannfæringu. — Hann hjó stykki úr fingri stýrimannsins. Hvað ætli yrði úr kettinum andspænis slíkri trjónu ? — Þú mundir tapa, sagði Sam. — Ef þið viljið gera kisu vel til, þá skuluð þið klappa henni í hvert skipti, sem þið sjáið hana í nánd við þetta búr. Kona stýrimannsins hafði gefið skipinu köttinn, þegar hann var lítill kettlingur. Þeim þótti því ákaflega vænt um hann, enda fóru þeir svo rækilega að ráðum Sam gamla, næstu tvo daga, að við sjálft lá, að þeir dræpu kattargreyið úr eintómri blíðu. En á þriðja degi, þegar búrið stóð á káetu- borðinu, læddist kötturinn niður, og eftir ítrekaða beiðni páfagauksins, klóraði hann honum á höfðinu. Skipstjórinn varð fyrstur til að uppgötva tilræðið. Hann fór upp á þiljur og sagði tíðindin með röddu, sem gekk í gegnum merg og bein á öllum viðstöddum. — Hvar er kvikindið! öskraði hann. — Er nokkuð að? spurði Sam kvíða- fullur. — Komdu og sjáðu, sagði skipstjórinn. Hann fór á undan niður í káetuna, þar sem stýrimaður og einn skipverja stóðu og hristu höfuðið. — Hvað sýnist þér? spurði skipstjóri æstur. — Of mikið af þurrmeti, sagði Sam eftir nokkra umhugsun. — Of mikið af hverju? öskraði skip- stjóri. — Of mikið af þurrmeti, endurtók Sam ákveðinn. — Páfagaukar — gráir páfa- gaukar þurfa mikið af útbleyttri fæðu. Ef þeir fá það ekki, þá detta af þeim fjaðr- irnar. — Hann hefir fengið of mikið af kett- inum, sagði skipstjórinn æstur, — þú veizt það vel. Hann skal fá að fara fyrir borð. — Ég trúi ekki, að það hafi verið kött- urinn, greip annar fram í, hann er of góð- hjartaður til að gera slíkt. — Haltu þér saman, sagði skipstjóri og roðnaði. — Hver bað þig um að koma hing- að niður? — Það sá enginn köttinn gera það, sagði stýrimaðurinn. * Skipstjórinn sagði ekkert, en beygði sig niður, tók upp stálfjöður, sem lá á gólf- inu 'og lagði hana á borðið. Því næst fór hann upp á þiljur, með allan hópinn á hæl- unum, og fór að kalla á köttinn með blíðri, lokkandi röddu. En kettinum mun hafa þótt ráðlegast að láta lítið á sér bera, því að ekkert svar kom. Skipstjórinn sneri sér því að Sam, og bað hann að kalla. — Nei, ég vil ekki eiga neinn þátt í því, sagði gamli maðurinn. — Þó að sleppt sé öllu tilliti til afstöðu minnar til kisu, þá er eitt víst, að ég ætla mér ekki að eiga neinn þátt í að drepa svartan kött. — Slúður! sagði skipstjórinn. — Má vera, sagði Sam, — skipstjórinn veit það auðvitað bezt. Hann er menntaður, en ég ekki, og telur sig kannske geta hleg- ið að slíku. Ég þekkti mann, sem drap svartan kött, og hann varð brjálaður. Það er eitthvað undarlegt við þennan kött okk- ar. — Hann veit meira en við, sagði einn skipverja. — Þegar þú — ég meina við — sigldum niður fiskidugguna, þá vissi kött- urinn það löngu fyrir. Hann lét eins og hann væri vitlaus. — Athugið veðrið, sem við höfum feng- ið, — athugið ferðirnar, sem við höfum farið, síðan hann kom um borð, sagði gamli maðurinn. — Þið getið sagt, að það sé tilviljun, en ég er nú á annarri skoðun. Skipstjórinn hikaði. Hann var hjátrúar- fullur, jafnvel af sjómanni að vera, og þessi veikleiki hans var svo vel þekktur, að hann var orðinn kærkominn ruslakista fyrir all- ar þær draugasögur, sem aðrir sérfræð- ingar höfðu véfengt vegna skorts á rök- réttri hugsun og sönnunargögnum. Hann var hreinasta alfræðiorðabók um alla fyrirburði, og draumaskýringar hans voru víðkunnar. — Bull og þvaður, sagði hann og þagn- aði vandræðalega; — ég vil þó aðeins sýna réttlæti. Ég er alls ekki hefnigjarn, og ég vil ekki eiga þátt í því sjálfur. Joe, bintu kolamola við köttinn og fleygðu honum út- byrðis. — Nei, ekki ég, sagði kokkurinn með hryllingi eins og Sam. — Ekki fyrir þúsund krónur í gulli. Ég kæri mig ekki um að komast í tæri við afturgöngur. — Páfagauknum líður eitthvað betur núna, sagði einn skipverja, hann er búinn að opna augað. — Jæja, ég vil aðeins vera réttlátur, endurtók skipstjórinn. — Ég vil ekki flana að neinu, en munið það, ef páfagaukurinn drepst, þá skal kötturinn fyrir borð. Mót öllum vonum, var páfagaukurinn enn á lífi, þegar þeir komu til London, þó að kokkurinn, sem vegna sambands síns við káetuna hafði skyndilega orðið mjög þýðingarmikil persóna, tilkynnti, að kraft- arnir færu þverrandi og skapið versnandi. Daginn, sem þeir fóru frá London, var hann enn á lífi, en mjög þorrinn að kröft- um; og til þess að vera við öllu búnir, földu stafnbúar kisu í birgðakistunni og settust svo á ráðstefnu. Ráðstefnan varð fyrir ónæði af dular- fullri hegðun kokksins, sem hafði farið í brauðsöfnunarleiðangur, og kom nú skyndilega inn, í framkomu líkari meðlim í leynifélagi en auðmjúkum og þó gagn- legum einstaklingi í samfélagi skipverja. — Hvar er kallinn? spurði hann hásri, hvíslandi röddu um leið og hann settist á kistuna með brauðpokann á milli hnjánna. — I káetunni, sagði Sam og horfði með fyrirlitningu á þessi skrípalæti. — Hvað er að, kokksi? — Hvað haldið þið, að ég sé með hérna ? spurði kokkur og klappaði á pokann. Beinasta svarið við því var auðvitað brauð; en af því að það var vitað, að kokk- urinn hafði farið einmitt í þeim erindum að útvega brauð, og að hann mundi varla spyrja þannig, ef svarið lægi svo beint við, þá þögðu allir við.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.