Vikan


Vikan - 26.10.1939, Qupperneq 11

Vikan - 26.10.1939, Qupperneq 11
Nr. 43, 1939 VIKAN 11 B lóðbaðið í Dögurðarnesi. Hver sá, sem fer þjóðleiðina kringum Hvalfjörð, veitir eftirtekt bænum Þyrli. Sá staður er mjög auðkenni- legur og þó fagur. Fjallið Þyrill gnæfir við himin yfir bænum. Fram undan fjörð- urinn með hárri fjallgirðingu umhverfis, og í honum mörg nes, tangar og hólmar. Stærsti tanginn eða nesið kallast nú Þyrils- nes, en hét áður Dögurðarnes. Er það háls- hryggur nokkur, allmikill að víðáttu, er fram gengur í fjörðinn frá norðri til suð- urs. Vestanvert við nesið liggur hólmur einn eigi mikill, en hár og sæbrattur. Minnir hann helzt á knerrina fornu, nema hvað þarna vantar siglu og seglbúnað, rár og reiða. Þetta er Geirhólmur, sem fyrir hálfri tíundu öld var um tveggja ára bil byggður af óaldarflokki nokkrum; hefir þá án efa verið margrætt um þenna hólma, víða hér um land. Varla getur farið hjá því, að ferðamað- urinn, sem á leið um þessar slóðir, vakni til umhugsunar um þá atburði, er gerð- ust þar fyrir níu hundruð og fimmtíu ár- um, ef hann annars man eftir sögu Harðar og Hólmverja. Hreystimaðurinn, glæsi- mennið og ógæfumaðurinn, Hörður Grím- kelsson gerði þenna hólma frægan, þótt því miður væri sú frægð að endemum. Eigi ber hólmurinn nafn Harðar, heldur Geirs Grímssonar, fóstbróður hans, sem drepinn var í sekt ásamt Herði árið 986. — „Sá er löngum endir á íslendinga sögum“. — Meira tvímælis mætti hitt orka, hvort veg- farendum gefst oft tóm til þess að hug- leiða þann stórfenglega og átakanlega at- burð, sem gerðist þar í Dögurðarnesi síðla sumars 986. Þá var þar í nesinu og ár- kvíslunum vestan þess slátrað á einum degi rúmlega sextíu mönnum, auk tuttugu og fimm, er féllu af liði bænda, ef trúa má sögunni. Þar var þá, með öðrum orð- um blóðvöllur slíkur og meiri en sá, er varð í stærstu fólkorustu þessa lands, á Örlygsstöðum í Skagafirði, um 250 árum síðar. Á þeim eina degi voru allir Hólm- verjar að velli lagðir, að sjö mönnum und- anskildum, er undan komust á flótta. Nei, — ferðamaðurinn hefir ekki tóm til slíkra athugana. Farartæki okkar tíma ber hratt yfir; ný útsýn tekur við, hver af annarri. Ný áhrif frá nýju umhverfi slæva minningarnar um atburðina, sem til forna gerðust í Dögurðarnesi. En heim kominn, heilu og höldnu, getur hver og einn gert upp við sjálfan sig, hvort þessir atburðir séu þess virði að hugsa um þá nokkru nánar. — Ég ætla að dvelja við þá í huganum ofurlitla stund.------- Það var dimm og þögul nótt, síðla í ágúst, árið 986. Inn með Hvalfirði norð- anverðum var á reið fjölmenni mikið, og fóru menn tómlega. Stórflokkar slíkir sem þessir sáust annars varla, nema í þingreið an Dögurðarnes. Njósnarmenn, er vörð héldu á hálsbrúninni í nesinu, gerðu nú vart um, að skip færi frá Hólminum og stefndi til Bláskeggsárósa. Vissu þá allir, að þar fóru þeir Sigurður Torfafóstri og Þórgeir gyrðilskeggi, því kunnugt var, að sá var starfi þeirra að flytja vatn til Hólmsins. Sögðu varðmenn, að tólf menn væru á skipinu og sæktu knálega róður- inn. Kollur bóndi Kjarlaksson var nú gerð- ur í mót þeim Hólmverjunum, og fóru þeir saman tuttugu og fjórir. Skyidu þeir ráða á Hólmverja við Bláskeggsár, og kosta til þess að yfir tæki. Var það alkunna, að Sigurður Torfafóstri var hinn vaskasti maður og höfuðkempa til vopna sinna. Um Eftir Hermann Dórðarson, kennara. til Alþingis. Hér voru flestir héraðshöfð- ingjar úr nálægustu sveitum Hvalfjarðar og Borgarfjarðar, og hver þeirra við marga menn. Kom þessi mannfjöldi af móti, sem þá um daginn fyrir hafði verið haldið að Leiðvelli við Laxá, nálægt þar, sem nú heitir Vogatunga. Af foringjum fararinnar má nefna Torfa Valbrandsson frá Breiðabólstað, móðurbróðir Harðar; ennfremur mága Harðar, Indriða Þorvalds- son og Illuga rauða, Ref úr Brynjudal og Þorvald bláskegg. Reið allur flokkurinn inn Ströndina, yfir Bláskeggsár að Þyrli. Öllum var stranglega boðinn varnaður á að fara með ópi eða glammi, því slíkt mátti vel berast gegnum næturkyrrðina til óvin- anna í Hólminum. Síðasta afrek Hólmverja var mjög rösk- mannleg tilraun til þess að brenna inni Indriða, mág Harðar, jafnt fyrir því, þótt Þorbjörg, systir Harðar, væri þar innan dyra og hefði neitað útgöngu. Hólmverjar höfðu líka gerzt svo stór- tækir um rán og gripdeildir, að enginn var óhultur um líf eða eignir fyrir þeim, og þolinmæði byggðarmanna var þrotin. Svo búið gat ekki staðið lengur, og skyldi nú líka endi bund- inn á atferli þessara vændismanna. — Reið flokkurinn fram í nesið undan Þyrli, og fóru með sjónum, austan megin nessins, unz þeir komu í það framanvert. Stigu menn þar af baki og bundu hesta sína. Var þá skammt til dögunar, því roða sló á himininn yfir Reynivallahálsi aust- anverðum. Efstu eggjar Þyrils náðu fyrstu geislum upprennandi sólar, meðan enn grúfði dimma og þögn, illspá og geigvæn- leg, yfir Hólminum, þar sem rúmir sjötíu æfintýramenn og útlagar sváfu af síðustu nóttina. Héraðsmenn gerðu nú ráð sín hljóðlega, meðan þeir tóku sér dögurð þar í nesinu. Sögðu nokkrir eigi ófallið, að kalla þar síð- þessa tvo menn er þess getið í sögunni, að Sigurður var jafnan tillaga góður og fýsti aldrei til illvirkja, en Þorgeir gyrðilskeggi var tillagaverstur Hólmverja, og fýsti jafn- an allra illvirkja. Eigi var þó Þorgeir meiri hetja en svo, að hann lagði á flótta við sjöunda mann, þegar er hann sá ofurefli liðs í móti. Sigurður snerist til varnar og þeir fimm saman. Sagan hermir, að tólf af héraðsmönnum félli þar ásamt Hólmverj- unum fimm, og varð Sigurður átta manna bani, áður en Þorvaldur bláskeggur lagði hann í gegnum. Kastaði Sigurður þá öx- inni til Þorvalds, og höfðu hvortveggja bana. — Um Sigurð má telja víst, að hann hefir verið einn mesti og bezti maður í Hólminum. Kolher frá Lundi sneri nú aft- ur við tólfta mann; voru margir þeirra sárir. Bátur sést nú róa fram fyrir tang- ann og út til Hólms. Þar fer Kjartan Kötluson, sá er tókst á hendur að ginna Hólmver ja til lands. Meðan beðið var komu Kjartans frá Hólminum, sagði Kollur Kjartansson tíðindi þau, er gerzt höfðu við Bláskeggsár. Allir samþykktust því, að Þyrill við Hvalfjörð. vörn Sigurðar Torfafóstra hefði verið með ágætum, og væri skaði um slíkan mann. Enn er löng bið. Kjartan þarf nú tíma til svikanna við Hólmverja. Mönnum er það kunnugt, að í Hólminum eru nú færri menn en nokkru sinni áður. I fyrrahaust voru þar átta tygir annars hundraðs, eða Framh. á bls. 23.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.