Vikan


Vikan - 26.10.1939, Qupperneq 15

Vikan - 26.10.1939, Qupperneq 15
Nr. 43, 1939 VIKAN 15 Þrjóturinn. Framhaldssaga eftir Arnold Bennett Þetta var síðari hluta dags í júlímánuði. Denry var í nýjum sumarfötum, sem báru vott um vaxandi velmegun. Ruth var í blá- um, látlausum léreftskjól. Hár hennar glitraði í sólinni. Hún var að minnsta kosti 25 ára. í augum hennar skiptist á kvenleg- ur þroski og sakleysi barns. Mönnum datt í hug aðra stundina: — Þessi kona þekkir betur leyndarmál mannlegrar náttúru en ég hefi nokkurn tíma þekkt. Og hina stund- ina: — En hvað hún er barnaleg. Menn hitta oft þannig konur. Venjulega var Ruth köld og fráhrindandi í framkomu. Denry var ánægður. — Má ég koma snöggvast inn, sagði hann. — Já, gjörið þér svo vel, sagði Ruth. Hún leiddi hann inn í danssalinn. 1 hús- inu var stór búð, sem faðir hennar hafði verzlað í, en stóð nú auð. Hr. Earp var fluttur til Birmingham, svo að Ruth var ein eftir, ásamt nokkrum húsgöngum, í húsinu. Yfirvöldin höfðu samþykkt, að Ruth fengi að vera í Bursley og leigja hluta af húsinu sínu, svo að hún gæti verið kyrr í stöðu sinni sem danskennari. — Það er orðið langt síðan, að við höf- um sézt, sagði Ruth ástúðlega um leið og þau settust. Það var það. Borðdansinn höfðu þau ekki endurtekið. — Já, það er langt síðan, sagði Denry, sem hafði aldrei haft tíma til að sinna því, sem hjarta hans með tilliti til æsku hans kynni að hafa krafizt. Síðan varð þögn, og þau störðu hugs- unarlaust út í autt herbergið. Nú var tími til að ganga beint að verki, og það gerði hann. — Ég er kominn hingað viðvíkjandi húsaleigunni, ungfrú Earp, sagði hann og horfði í augu hennar. — Húsaleigunni! hrópaði Ruth, eins og hún hefði aldrei heyrt orðið fyrr. — Já, sagði Denry. — Hvaða húsaleigu? spurði Ruth, eins og hún héldi, að hann gæti alveg eins verið að krefjast húsaleigu fyrir Buckingham Palace. — Yðar, sagði Denry. — Minni, sagði hún undrandi. — Hvað kemur yður mín húsaleiga við ? spurði hún. — Ég hélt, að þér vissuð, að ég er húsa- leigurukkari. — Nei, það hafði ég ekki hugmynd um. Hann hélt, að hún væri að skrökva til þess að stríða sér. En það gerði hún ekki. Hún vissi, að hann var frægur maður. Það var allt og sumt. Það er kynlegt, hvað jafnvel gáfuðustu konur vita lítið. — Jú, sagði hann. — Ég rukka húsa- leigu. — Jæja, ég hélt, að þér söfnuðuð frí- T>að, sem áður er komið af sögunni: Bdward Henry Machin var fæddur árið 1867 í elzta bænum af „bæjunum fimm“. Móðir hans var saumakona og kallaði hann Denry. Inn í menntaskóla komst hann með klækjum. — Þegar hann var 16 ára gamail kom móðir hans honum á skrifstofu hjá hr. Duncalf, málafærslumanni. — Þá var það, að greifafrú ein hélt dansleik í „bæjunum fimm“. Með klækjum komst Denry inn á dansleikinn og með klækjum útvegaði hann klæðskera sínum og danskennara boðskort á dansleikinn. Á dansleiknum vann Denry sér það til frægðar að dansa fyrstur við greifafrúna. •— Frú Codleyn er ekkja og húseigandi, sem skipti við hr. Duncalf. Þeim hafði orðið sundur- orða og varð það til þess, að hr. Duncalf sagði Denry í reiði sinni upp atvinnunni. — Denry náði tali af frú Codleyn og bauð sig í þjónustu hennar sém húsaleigurukkari .... Hann lánaði leigjendunum peninga fyrir borg- un. — Frú Codleyn vildi nú selja hús sín, svo að Denry keypti af henni minnsta húsið, sem fátæk ekkja bjó í. Síðar gaf hann ekkj- unni húsið. merkjum, sagði hún um leið og hún leit út um gluggann. Hann gat engu svarað fyndni hennar og sagði því grimmdarlega: — Hr. Herbert Calvert hefir falið mér að rukka húsaleigu fyrir sig og lagt ríkt á við mig að lána engum neitt. Ruth svaraði ekki. Hr. Calvert var lítill maður um sextugt, sem hafði grætt pen- inga á húseignum sínum. Hann þótti harð- ur í horn að taka, miklu harðari en Denry, sem varð undrandi, þegar hann bauð hon- um atvinnu, því að ef nokkur hefði getað rukkað húsaleigu miskunnarlaust í Bursley var það Herbert Calvert sjálfur. — Við skulum sjá, hélt Denry áfram um leið og hann tók bók upp úr vasanum og leit í hana. — Þér skuldið 30 pund í húsaleigu. Hann vissi vel, hvað Ruth skuldaði, en bókin hélt honum í jafnvægi og veitti hon- um siðferðilegan styrk. Ruth Earp tók að skellihlæja. Hlátur hennar var langtum fallegri en andlit hennar. Hún hefði alveg eins vel getað kennt að hlæja eins og að dansa. Hlátur hennar sannaði það, að hún hafði engar áhyggjur. Denry brosti. — Auðvitað er þetta bara verzlunar- atriði fyrir mig, sagði hann. — Jæja, svo að hr. Herbert Calvert hef- ir tekið þetta til bragðs, hrópaði hún og reyndi að bæla niður kátínu sína. — Ég hefi verið að velta því fyrir mér, hvað hann tæki til bragðs. Ég býst við, að þér þekkið söguna um hr. Calvert, bætti hún við. — Nei, sagði Denry. — Ég veit, að hann á nokkur hús, sem ég sé um. Já, sagði hann, — ég man, að ég strikaði nafn hans út af danskortinu yðar. Minningin um, að það hafði verið Her- bert Calvert jók traust hans á hæfileikum hans. Rödd Ruth varð hörð og kuldaleg. Það var ósennilegt, að hún hefði verið að hlæja. — Hr. Herbert Calvert notaði rukkferð- ir sínar hingað til þess að tæla mig. Einu sinni gekk hann svo langt, að hann sagð- ist ekki kæra sig um neina peninga. — Það er ómögulegt, sagði Denry, stein- hissa á því, „hve langt“ hann hafði gengið. — Já, sagði Ruth. — Auðvitað tekur engin kona þess háttar ákvörðun allt í einu. — Auðvitað, sagði Denry þegar hann tók eftir, að hún bar málstað sinn undir lífsreynslu hans og mannþekkingu. — Og svo þegar ég tók ákvörðun, hagaði hr. Calvert sér eins og dóni. Ég ætla ekki að lýsa því fyrir yður, hvernig hann lét. Ég ákvað að hefna mín á honum með því að láta hann bíða eftir húsaleigunni, þar sem hann vildi ekki taka við henni áður. Ég ætlaði að bíða og sjá, hvað hann gerði. — Ég skil yður ekki, sagði Denry. — Einmitt, greip hún fram í fyrir hon- um, — reyndar bjóst ég alls ekki við því af yður. Þér og hr. Herbert Calvert------! Nú borgar hann yður fyrir að vinna sitt verk! Ágætt! Hún lyfti höfðinu þrjózku- lega. — Hvað verður nú, ef ég borga ekki húsaleiguna ? — Þá verður málið að ganga sinn gang, sagði Denry og brosti ástúðlega. — Nú, já, sagði Ruth Earp, — ef þér ætlið að fara að koma hingað með menn, takið þér afleiðingunum. Sama er mér. — Þá getið þér ekkert borgað að svo ■ stöddu? spurði Denry. — Get ekki! hrópaði hún. — Ég get það vel, en kæri mig bara ekkert um það. Ég borga ekki eyri, fyrr en ég er neydd til þess. Látið hr. Calvert stefna mér, þá skal ég borga, en fyrr ekki. Allur bærinn skal fá að vita allt um hr. Herbert Calvert. — Ég skil--------Denry brosti. — Get ekki! endurtók hún fyrirlitlega. — Ég hugsa, að allir viti, að tekjur mínar hækka frá ári til árs. — Get ekki! — Þetta er þá síðasta orðið? — Já, svaraði, ungfrúin. Hann stóð upp. — Þá er bezt að senda fógetann til yðar í fyrramálið, sagði hann blíðlega. Aðrir menn hefðu reiðst, en það gerði Denry ekki. Ruth Earp stóð einnig upp. Hún horfði á hann og brosti. — Mig langaði aðeins til að vita, hvað þér gerðuð, sagði hún alúðlega. — Þér eruð kynlegur maður. Auðvitað dettur mér ekki í hug að gera þetta. Ég skal senda yður bréf í kvöld. — Og ávísun? spurði Denry. Hún hikaði. — Getið þér annars ekki

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.