Vikan


Vikan - 26.10.1939, Qupperneq 20

Vikan - 26.10.1939, Qupperneq 20
20 VIKAN Nr. 43, 1939 ÞORVARÐUR ÞÓRARINSSON OG NJÁLA. Frh. af bls. 4. brugðið út af reglu, sem fylgt er í fyrra hluta ferðasögunnar. Bendir þetta óneitan- lega alveg eindregið til þess, að Njáluhöf. hafi ekki þekkt vegalengdir eða bæjanöfn á þessum slóðum. — Það verður að teljast mjög ósennilegt og ólíklegt, að Austfirð- ingur hefði hætt við að segja ítarlega frá ferðinni, einmitt þegar komið var í hans eigin héruð. Annað, sem hver kunnugur maður þar eystra hlýtur að taka eftir, er það, hvernig Flosi er látinn ferðast milli þeirra bæja, sem hann kom á. Frá Hrafnkelsstöðum, sem eru suðaust- an Lagarfljóts, er hann látinn fara yfir Lagarfljót að Bessastöðum, sem standa norðvestan Fljótsins, gegnt Hrafnkelsstöð- um, og þaðan inn að Valþjófsstað, sem er góð bæjarleið, 6—7 km., og alveg þvert úr leið, þegar ferðinni var heitið norðaustur í Njarðvík, sem er fyrir sunnan Héraðs- flóa. Það er naumast annað hugsanlegt, en að kunnugur maður, t. d. maður, sem er fædd- ur og uppalinn á Valþjófsstað, hefði látið Flosa ferðast alveg gagnstætt þessu; hefði látið hann fara frá Hrafnkelsstöðum inn dalinn sama meginn, inn undir Víðivelli, og þar yfir vötnin, sem renna í Lagarfljót — og það er ekki hægt að gjöra ráð fyrir öðru en þau og öll vatnsföll hafi verið ísi lögð — og koma að Valþjófsstað áður eða fyrr en að Bessastöðum, því með því að ferðast svona, verða Bessastaðir alveg í leiðinni þegar farið er frá Valþjófsstað í Njarðvík. Rétta leiðin milli þessara bæja er: Hrafnkelsstaðir, Valþjófsstaður, Bessa- staðir — Njarðvík, en ranga leiðin sú, sem Flosi er látinn fara í Njálu. Ef til vill hefði kunnugur maður líka látið Flosa fara nokkru innar yfir Hall- ormsstaðaháls, og þá látið hann koma nið- ur í Fljótsdalinn af Víðivallahálsi. Þá hefði hann komið fyrst að Valþjófsstað, þá að Bessastöðum, og síðast að Hrafnkelsstöð- um. Þessi leið gat líka verið eðlileg. Þó tekur út yfir, hvernig Njáluhöf. láta Flosa ferðast, er hann fer frá Njarðvík norður í Vopnafjörð. Er sú leið Njarðvík, — yfir Hróarstungu og Smjörvatnsheiði, Hof í Vopnafirði — Krossavík. En hver kunnugur maður hefði látið hann fara — er hann var kominn yfir Gönguskörð og að Unaós, — þvert yfir sléttlendið fyrir botni Héraðsflóans, og yfir að Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð, og svo yfir Hellisheiði, sem er aðeins ca. 13 km. löng, eða einn þriðji af Smjörvatnsheiði, og yfir 200 metrum lægri, og ofan að Eyvindarstöðum í Böðvarsdal, þaðan svo að Krossavík. Og síðan frá Krossavík inn að Hofi, sem þá var alveg í leiðinni, hvort sem farin var Smjörvatnsheiði eða Tunguheiði suður í Jökuldal. Þessi leið úr Njarðvík til þess- ara tveggja bæja í Vopnafirði er ekki -aðeins miklu eðlilegri og að öllu sjálf- sagðari, heldur einnig að miklum mun styttri. Hér eru þeir Flosi — alveg eins og í Fljótsdalnum, sbr. meðfylgjandi kort — látnir ferðast alveg gagnstætt því, er kunnugur maður myndi gera, og er því harla ólíklegt, að sá, er þetta ritar í Njálu, hafi búið um lengri tíma á Hofi í Vopna- firði. Þetta þrennt, sem nú hefir verið talið: í fyrsta lagi, að alveg er hætt í ferðasög- unni að tilgreina dagleiðir og gistingar- staði (nema hjá höfðingjum, sem Flosi leitaði til) eftir að komið er austur í Breið- dal; í öðru lagi, hvernig Flosi er látinn ferðast milli bæjanna þriggja í Fljótsdaln- um; og í þriðja lagi, hvaða leið hann er látinn fara úr Njarðvík til Vopnafjarðar, bendir nægilega greinilega til þess, að sá, er ritað hefir ferðasögu Flosa í Njálu, þá, er hér um ræðir, hafi aldrei komið austur fyrir Breiðdalsheiði, heldur hafi hann feng- ið bæjanöfnin hjá manni af Austurlandi, og því eru þau rétt, en algjörlega ruglazt í afstöðu bæjanna hvers til annars, og hvernig eðlilegast væri að ferðast milli þeirra. Líkt er að segja um byggðarlögin. Nöfn- in á þeim hefir hann líka fengið hjá kunn- ugum manni eystra, en ruglazt í legu sumra þeirra. Því stendur ,,í öllum þorra handrita af Njálu“ (sbr. dr. E. Ól. Sveins- son, Um Njálu, bls. 349, og U. N., bls. 23—27) — en skinnbækur og skinnbóka- brot af henni eru til yfir 20, — að þeir Flosi hafi farið frá Krossavík norður til Vápnafjarðar ok upp í Fljótsdalshérað, sem er vitanlega alrangt, því frá Krossa- vík liggur Vopnaf jörður nærri því í suður. Aðeins eitt handrit hefir hér „norðan ór Vopnafirði“, en fræðimenn eins og Finnur Jónsson og Konráð Gíslason telja þetta leiðréttingu, og er það lang líklegast, enda staðfestir staðþekkingin á þessum slóðum eindregið það álit þeirra. [1 Andvararitgerðinni segir Barði Guð- mundsson m. a., auk þess, sem áður er getið: „í Múlaþingi finnst engin veila (þ. e. á staðþekkingu Njáluhöf.), því sannanlegt er, að þau ummæli, sem finnast í sumum handritum sögunnar, að Flosi hafi farið „norður til Vopnafjarðar og upp í Fljóts- dalshérað“, er aðeins ritvilla.“ Sönnunina vantar nú náttúrlega alveg, en handritin segja, að Flosi hafi farið frá Krossavík „norðr til Vápnafjarðar" o. s. frv., og er það dálítið annað. Og á það hafa aldrei verið bornar brigður, að höf. hafi ekki vitað „ósköp vel, að Vopnaf jörður er fyrir norðan Fljótsdalshérað". Það er hitt, sem menn hafa. ekki viljað kannast við, að Vopnafjörður (þ. e. Vopnafjarðardalir) sé í norður frá Krossavík.] Sigurður Vigfússon, fornfræðingur, hef- ir ritað um þetta ferðalag Flosa í Árbók Fornleifafélagsins 1893. Af þeirri ritgerð er það augljóst, að hann hefir htið svo á, að sá, er ritað hefir ferðasöguna hafi ekki komið á Austurland. Að vísu gefur hann þessari frásögn í Njálu þann vitnisburð, að hún sé „öll rétt að því er séð verður“, en þá á hann sýnilega við það, að höfuð- drættir leiðarinnar eru réttir, — Fljótsdal- ur—Njarðvík—Vopnaf jörður—Fljótsdal- ur, svo og nöfn bæjanna, sem nefndir eru, en hefir ekkert athugað það, hvernig átti að ferðast milli byggðarlaga og bæja svo eðlilegt væri. En hann tekur vitanlega eft- ir því, að í ferðasögunni er hætt að greina frá dagleiðum og náttstöðum að mestu, þegar komið er austur á Hérað. Um leiðina frá Valþjófsstað í Njarðvík segir hann svo: „Þetta hafa þeir Flosi með engu móti getað farið á einum degi, en hér er eins og fyrr, (þ. e. milli Heydala og Hrafnkels- staða) að söguritarinn hefir eigi vitað um náttstaðinn eða náttstaðina, því það hefir ekki fylgt hinni upphaflegu frásögn..... Þetta var þó fróðlegra' og gerði söguna fyllri.“ Skoðun Sigurðar á því, að Njála sé ekki verk Austfirðings er hér ótvíræð. Staðþekking Njáluhöf. á Austurlandi — fyrir norðaustan Breiðdalsheiði — segir eins skýrt og þörf er á um það, eins og reynd- ar fleira, að Þorvarður Þórarinsson hefir ekki skrifað Njálu, — sem betur fer, því það væri fremur ömurlegt til þess að hugsa, að sá maður væri höfundur þessa listaverks. Að síðustu vil ég taka þetta fram: að ég héfi borið skoðanir mínar, — þær, er ég hefi haldið hér fram, undir fólk á Austur- landi, er vel þekkir til staðhátta allra í þessum héruðum, og hefir sjálft ferðast þær leiðir að mestu, er hér um ræðir, — og hefi ég engan fyrirhitt, sem ekki hefir verið mér sammála. TIL FYRIRHEITNA LANDSINS. Frh. af bls. 5- ungir menn, sem hafa orðið nokkuð seinir að átta sig, stökkva í land á síðustu stundu. Þegar bilið milli skips og lands er orðið fjórir til fimm metrar, heyrast óp og læti í dansfólkinu á framþiljum. Menn hraða sér þangað til að sjá, hverju þetta sæti. Þeir, sem standa á bryggjunni, teygja fram álkurnar og tylla sér á tær. Þar hafa menn einnig orðið þess varir, að eitthvað sé að ske. Brátt berst það frá manni til manns, hvað hávaðanum valdi. Einhver, sem ekki ætlaði með skipinu, hefir orðið eftir um borð. Það er hrópað og kallað, og síðan skellihlegið. Ég er forvitinn eins og aðrir og hleyp því upp á lestarhlerann til að sjá, hver hann sé, þessi fullkomna andstæða strandaglópanna, sem hér um ræðir. Og viti menn! I miðjum hópi dans- fólksins, sem auðsjáanlega hafði hætt skyndilega að dansa, vegna þess að það hafði verið truflað, gat að líta litla, hrokk- inhærða náungann, sem ákafastur hafði verið í að sýna listdansinn fyrir skömmu. Með báðum höndum hélt hánn sér dauða- haldi í lestaropið, en átti samt fullt í fangi með að vera ekki slitinn þaðan burtu af

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.