Vikan - 23.11.1939, Síða 22
22
VIK A N
Nr. 47, 1939
Norður á Akureyri var eitt sinn bóka-
uppboð. M. a. voru á uppboðinu öll verk
Walters Scott. — Sigurður Pálsson
menntaskólakennari mætti á uppboðinu í
því skyni að bjóða í bækur Scotts. —
Sigurður bauð nú í, og leit út á tímabili sem
honum myndi verða slegnar bækurnar á
10 krónur. En í því vatt Gunnlaugur Tr.
Jónsson bóksali sér inn á uppboðið og tók
að bjóða í á móti Sigurði. Að lokum sigr-
aði þó Sigurður, og fékk bækurnar á rúm-
ar 30 kr. — Um leið og Sigríður gekk
út, sneri hann sér að Gunnlaugi og
mælti:
— Hún skal fá að bíða, skuldin mín hjá
yður, Gunnlaugur.
Á Sauðarkróki bar það eitt sinn til, að
sjómaður var að gera að afla sínum í
rænum sjónarmiðum allt annað en tiltak-
anlega fallegur. Hann hefir heldur ekki að
geyma flís úr krossi Krists, lykilinn að
Bastillunni, kúluna, sem banaði Wallen-
stein, eða aðrar svokallaðar, sögulegar
menjar. Það, sem í dag virðist gefa Ver-
viers sögulegt gildi, eru engir af þessum
áþreifanlegu hlutum, heldur félagslega
andrúmsloftið, því að í söniu andránni og
stórveldin spenna hjálmana, hvetja sverðin
og kyrja hersöngva, þá ganga menn hér
með stráhatt og yfirskegg, tala um
hænsnaþjófnað og yrkja lyrisk kvæði í
„Dagblaðið"! Fyrir allan þorra Evrópubúa
er þetta ástand horfinn heimur. Heimur ,,le
petit bourgois"; fyrirstríðstíminn eða öllu
heldur fyriraldamótaástandið afturgengið.
Tímabilið, sem ól Maupassant og Dumas
yngri, skóp smellnar skáldsögur og lífs-
þægindi fyrir borgarastétt, sem talaði um
frelsi og rómantík og þekkti hvorki ríkis-
einkasölur né radíó. Sem sagt, liðið tíma-
bil, hvort sem mönnum er það ljúft eða
leitt.
Það einasta, sem í dag truflar Monsieur
Cumont og Monsieur Dambois í sínum and-
ríku samræðum um hænsni, skáldskap og
skatta vekur þá til hinnar bláköldu, tuttug-
ustualdar-tilveru eru bílar, hlaðnir ungum
hermönnum, sem eru á leið til landamær-
anna. Hinir æruverðugu herrar setja upp
stór augu og klóra sér í hnakkanum. Þeim
eru þessi fyrirbrigði torskilin. Þeir héldu
eins og fleiri, að farið væri að grána fyrr
degi nýrrar menningar. En líklega hefir
það verið misskilningur og gelgjuskeið
eftirstríðstímans einungis verið dagmála-
glenna. Eitt er víst, að stórveldin hafa
stigið spor úr jafnvægi og við erum ef til
vill að steypast kollhnís inn í nýtt tímabil,
sem enginn veit, hvað felur í skauti sínu.
Þessi dagur verður því mörgum minnis-
stæðari en aðrir dagar.
f jöru niður, — kom þar þá að gömul kona
í þeim erindum að kaupa sér í soðið. Þegar
maðurinn hafði afgreitt fiskinn til kon-
unnar, og hún tilbúin var að leggja af stað
heimleiðis, sneri hún sér að sjómanninum
og sagði:
— Ja, ég á nú bara enga peninga til
að borga þetta með, en ég vona, að guð
borgi þér þetta á einhvern hátt fyrir
mig.
Manninum fannst nú lítið til slíkra við-
skipta koma, svaraði fýldur á svip og án
þess að líta upp frá verki sínu:
— Andskotann ætli hann borgi.
O
Á Drangsnesi við Steingrímsfjörð hefir
dvalið og dvelur maður að nafni Guðmund-
ur Guðbjartsson, er hann með afbrigðum
dagfarsprúður, og að jafnaði orðfár, en þó
vel orðheppinn.
Eitt vor fyrir nokkru, komu sunnlenzkir
sjómenn að Drangsnesi, og hugðust stunda
þaðan fiskiveiðar yfir sumarið. Nokkru
eftir komu sína að Drangsnesi, þurftu þeir
að skreppa til Hólmavíkur, sem er að mun
innar við f jörðinn en Drangsnes, og ætluðu
auðvitað að fara á sínum eigin bát. Grunn-
leiðin frá Drangsnesi til Hólmavíkur er
nokkuð vandfarin ókunnugum. Þetta höfðu
Sunnlendingar hlerað, og vildu því ógjarn-
an hefja förina, nema að hafa kunnugan
mann með. Varð það hlutskipti Guðmund-.
ar að taka að sér leiðsögnina. Kvaðst hann,
sem og var satt, þekkja leiðina vel, og vita
um alla boða á henni.
Er nú lagt af stað, og gerist ekkert sögu-
legt, fyrr en kemur nokkuð inn fyrir
Drangsnes, þar er boði all-mikill, sem
Fiskinesboði heitir, er hann upp úr sjó um
fjöru, en hverfur um flóð. — Guðmundur
sezt við stýrið með hinni venjulegu hvers-
dagsró, og veit enginn fyrr en báturinn
rennur upp á boðann. Sunnlendingum varð
all-hverft við, og stukku út til að varna
því, að báturinn færi á hliðina. Guðmundur
sat kyrr, og sá enginn, að honum brygði.
Kölluðu þá hinir til hans og spurðu, hverju
þetta sætti. Guðmundur svaraði hægt, en
þó hiklaust:
— Ef ykkur hefir langað til að kynn-
ast boðunum hér inn með ströndinni, þá
er þetta sá fyrsti.
Prentmyndastofan
LEIFTUR
Hafnarstræti 17.
Framleiðir
fyrsta flokks
prentmyndir
HEKMANN JÖNASSON-------------
Framh. af bls. 3.
fyrir sig er nauðsyn, og fögur eins og blik-
andi sverð, en skapgerðin er höndin, veik
eða sterk, sem beitir sverðinu. Því mega
skólarnir ekki gleyma og því má enginn
gleyma, sem vill teljast menntaður maður.
— Voruð þér umsjónarmaður í yðar
bekk?
— Oftast nær mun ég hafa verið það.
Skólabræðrum mínum á Akureyri þótti ég
hafa margs konar völd í skólanum og töldu
mig ærið metorðagjarnan. í skólablaðinu
kölluðu þeir mig í háði ,,ráðherrann“.
— Og svo völduð þér lögfræðina fram
yfir aðrar námsgreinar háskólans?
— Eiginlega var það öllu fremur tilvilj-
un en val. Eftir að ég kom í skóla, langaði
mig alltaf til að lesa læknisfræði, en sér-
stakar ástæður urðu þess valdandi, að ekki
varð af því. Það er mál út af fyrir sig.
Og er ég hafði verið heimiliskennari hjá
Þórði á Kleppi og lesið lögfræði í tvö ár,
var læknisnámið enn svo ríkt í huga mín-
um, að ég var að hugsa um að hætta við
lögfræðinámið og fara í læknadeildina.
Ræddi ég um þetta við Einar Arnórsson,
prófessor, sem tók á málinu með miklum
gáfum og skilningi. Ekki andmælti hann
því, að skynsamlegt væri af mér að lesa
læknisfræði, en sagði aðeins, að ég ætti svo
stutt eftir við lögfræðinámið, að ég skyldi
ljúka því fyrst, en svo gæti ég farið í
læknisfræðina á eftir. En auðvitað varð
aldrei neitt úr því.
■— Hvaða einstakt atvik finnst yður
hafa haft mest áhrif á æviferil yðar?
■—- Örlagarík augnablik álít ég að risti
svo djúpt í sálarlíf einstaklinganna, að
fæstir fáist til að hafa þau í hámælum.
Það verður hver að eiga eitthvað fyrir sig
— eitthvað, sem hann gefur ekki öðrum.
— Ortuð þér ekki í skóla?
— Að sjálfsögðu var ég að sálast úr
rómantík eins og allir strákar á vissum
aldri. En um tvítugt gerði ég sjálf-
an mig upp sem skáld og komst þá að
raun um, að ekki myndi ég duga til þeirr-
ar iðju. Hver hefir ekki verið skáld?
— Hvaða spakmæli eða setningu þekk-
ið þér viturlegasta ?
— Það er næsta ómögulegt að gera
upp á milli spakmæla, þau eru svo mörg
jafn góð og sönn um mismunandi efni.
— En ég held þó, að þessi alþekkta kenni-
setning: ,,í sveita þíns andlits skaltu þíns
brauðs neyta“, sé bezta siðakenning og
heilsufræði um leið, sem sett hefir verið
fram í jafn stuttu máli. S. B.
Léttur
handvagn
óskast til kaups.
V IK AN
Austurstræti 12. Sími 5004.