Vikan


Vikan - 01.08.1940, Blaðsíða 3

Vikan - 01.08.1940, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 31, 1940 3 Framhald af forsíðu. Þessi mynd sýnir tilraunir, sem gerSar eru til þess aS mæla þrýstiþol vélarinnar. Loftþrýst- ingurinn inni í háloftsflugvélinni þarf aS vera meiri en fyrir utan, svo aS farþegunum líði vel. Skýjin eru ekki eins og þokubakkar, held- ur eins og mistur eða þunn reykjarslæða, og þrumuveður, sem stöku sinnum koma fyrir, eru oftast á svo litlu svæði, að auð- velt er að fljúga fram hjá þeim. En maðurinn er skapaður til að búa á jörðinni, en ekki í margra kílómetra hæð uppi í loftinu, þar sem loftþrýstingurinn er miklu minni. Vistarverur farþeganna og flugmannanna verða því að vera loftþétt- ar. Þannig er þetta líka í háloftsflugvél Boeingsverksmiðjanna. Ferskt loft er sog- að í gegnum vængina inn í tvo vélknúna þrýstibelgi eða smiðjuöfl, þar sem loftinu er þjappað saman og það hitað upp, áður en því er dælt inn í farþegaklefana. Veggir flugvélarinnar eru svo sterkir, að þeir þola 2,7 kg. þrýsting á ferþumlung, þó að í reyndinni verði þrýstingin ekki meiri en 1,1 kg. Vænghafið er 32 metrar, lengdin 22VÓ metri og hæðin 5 metrar. Bolurinn er sívaldur og er 3% metri í þvermál. Fremsti klefinn er fyrir stjórnendur vélarinnar og áhöfn, sem er 5 manns: Flugstjóri, stýrimaður, vélamaður, loft- skeytamaður og flugmaður. Farþegarúminu er skipt að endilöngu. Hægra megin er fjórir klefar, hver handa sex farþegum á daginn, en fjórum á nótt- unni. Vinstra megin er einn stór klefi með 9 hægindastólum, sem sofa má í á nótt- unum. Aftan við farþegarúmið eru snyrti- herbergin, og aftast er svo geymsla fyrir farþegaflutning. Eftir reynsluflug háloftsflugvélarinnar, sem tókst að öllu leyti að óskum, gaf Boeing út þá merkilegu tilkynningu, að þeir hefðu smíðað eins konar fljúgandi há- loftsvirki handa ameríska flugflotanum. Þessi sprengjuflugvél hefir meira en 400 Snyrtiherbergi kvenna í háloftsflugvélinni era eins þægileg og frekast verður á kosið. kílómetra hámarkshraða og getur flogið 9000 kílómetra án þess að lenda. Hún hefir fjóra hreyfla, er einvængjuð og öll byggð úr málmi eins og háloftsflugvélin. Væng- hafið er 31 y% metri, lengdin 21 metri og hæðin 4i/2 metri. Hún er búin fimm vél- byssum og hefir níu manna áhöfn. Hvaða þýðingu þessi vél kann að hafa í styrjöld- um framtíðarinnar, eða jafnvel í þessari styrjöld, er ekki gott að segja, en hitt er ljóst, að hún hefir enn einu sinni stytt f jarlægðirnar á okkar litlu jarðkúlu, og geta allir gert sér í hugarlund hverjar af- leiðingar það hefir. Um svipað leyti og háloftsflugvélin brunaði í fyrsta skipti um efri loftlög gufuhvolfsins, sveif önnur flugvél yfir Wright Field, æfingaflugvelli ameríska loftflotans, skammt frá Dayton í Ohio. Það var stór einvængja flugvél. I fyrstu líktist hún örsmáum punkti, svo nálgaðist hún lendingarstaðinn í hægu, léttu renni- flugi. Eins og svífandi súla tók hún hvassa beygju og stakk nefinu upp í vindinn, en sólin glitraði á gljáandi, krómgulum vængjunum. Hún nálgaðist æ meir lend- ingarstaðinn, og þó að loftið sé ,,holótt“ svo nærri jörðinni, hélt hún fullkomnu jafnvægi. Svo snertu hjólin jörðina og hemlarnir stöðvuðu véhna. Lendingin var óaðfinnanleg. Þeir áhorfendur, sem ekki voru málun- um kunnugir, dáðust að þessari fallegu lendingu, og héldu að einhver æfður flug- maður hefði framkvæmt hana. En í aug- um þeirra, sem betur vissu, markaði þessi glæsilega lending nýtt tímabil í sögu flug- ferðanna. Því að við alla lendinguna höfðu mannlegar hendur hvergi komið nærri! Það þarf engan spámann til að sjá, hvaða þýðingu þetta sjálfvirka blindflug getur haft fyrir framtíð flugmálanna, ef það nær almennri útbreiðslu. Þó að þeir þrír menn, sem fullkomnað höfðu þessa uppfinningu, hefðu lagt drýgri skerf til framfara flugmálanna, en margir af hinum fífldjörfu langflugsmönnum, var þeim ekki tekið með lúðrablæstri og fagn- aðarópum, þegar þeir stigu út úr flugvél- inni. Þessir þremenningar voru kaptein- arnir Carl J. Crane og George V. Holloman, og Raymond K. Stout verkfræðingur, allir hermenn í ameríska hernum. Þeir tóku þessu líka eins og hverjum öðrum hversdagsat- burði, þeir höfðu aðeins gert skyldu sína. Hver er svo árangurinn af þessari upp- finningu þremenninganna ? Hann er sá, að héðan í frá geta allir, sem eitthvað skyn

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.