Vikan


Vikan - 01.08.1940, Blaðsíða 5

Vikan - 01.08.1940, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 31, 1940 5 IRVING STONE segir frá fyrir- lestraferð Jacks um Ameríku, sem vakti feikna athygli vegna bersögli hans og hispursleysis, — en þegar hann giftist Charmian Kittredge, varð það almennt hneyksli. Jack London ,um það leyti, sem hann g-erðist „óðalsbóndi' egar Jack London kom heim frá Japan hófst eitt af erfiðustu tíma- bilum í æfi hans. Hann skrifaði lítið og átti í allskonar erfiðleikum. Auk þess fékk hann inflúensu og upp úr henni taugakláða, sem olli honum mikilla þjáninga. I ágúst keypti hann lóð í Piedmont, þar sem hann lét byggja hús handa konu sinni, sem hann hafði skilið við. Öll banka- inneign hans, 4000 doliarar, fóru í þetta, og auk þess varð hann að taka lán. Eina fjármálaaðstoð hans var enn sem fyrr Brett hjá útgáfufyrirtækinu „Mac- millan“. Af því að svo margir höfðu fyrir- fram gerst áskrifendur að „Ulf Larsen", féllst Brett á að hækka mánaðartillagið upp í 250 dollara. Brett fann, að bókin mundi verða óvenju góð, og í byrjun nóv- ember gat hann tilkynnt Jack, að 40,000 kaupendur hefðu gerst áskrifendur að „Ulf Larsen“, sem var 10. verk Jacks á minna en fjórum árum. 1 desember sendi hann Jack ávísun á 3000 dollara, en það var einmitt sú upphæð, sem Jack hafði reiknað að nægði til að borga allar skuldir sínar. „Ulf Larsen“ var á allra vörum. Sumir gagnrýnendurnir sögðu, að hún væri viður- styggilega dýrsleg og grimmdarfull, en flestir þeirra voru á einu máli um það, að hún væri „sérkennileg og óvenju snjöll skáldsaga, sem hæfi nútíma skáldskap upp í hærra veldi.“ Charmian Kittredge kom nú aftur frá Iowa. Þau Jack hittust nokkrum sinnum í Oakland og San Francisco, og því næst fór hún til Glen Ellen til Ninettu Eames frænku sinnar.---------- Rektor háskólans í Californíu bauð Jack að koma og halda fyrirlestur fyrir stúdent- ana og hann notaði tækifærið til að taka duglega í lurginn á þeim. Hann sagði þeim, að sú mesta bylting, sem heimurinn hefði upphfað, væri nú að gerast fyrir augunum á þeim, og ef þeir vöknuðu ekki strax, mundu þeir síðar vakna við vondan draum. í Stockton hélt Jack fyrirlestur fyrir hóp verzlunarmanna og var þar allt annað en blíðmáll. Eitt blað í Stockton skrifaði um fyrirlesturinn: „Hann tók verzlunarmennina til bæna, eins og þeir væru óþægir krakkar. Hann spurði þá, hvað þeir eiginlega vissu um jafnaðarstefnuna. Hann sagði þeim blá kalt, að þeir hefðu lesið lítið og séð enn þá minna. Hann barði í borðið og blés út úr „sér skýjum af vindlareyk. — Allt þetta ''lamaði áheyrendur hans svo og gerði þá svo hrædda, að þeir sátu grafkyrrir í þög- ulu ráðleysi.“ En þögnin varaði ekki lengi. Jack vakti takmarkalausa gremju þeirra með því að lýsa því yfir, að socialistarnir í Rússlandi, sem höfðu tekið þátt i uppreisninni 1905 og drepið eigi all fáa af embættismönnum keisarans, væru bræður sínir! Áheyrend- urnir stukku upp úr sætum sínum og þustu að honum. Morguninn eftir stóð með stór- um fyrirsögnum í öllum blöðum landsins: Jack London kallar rússnesku lamunorð- ingjana bræður sína! Þetta vakti óhemju hneyksli, menn heimtuðu, að hann tæki orð sín aftur og blöðin helltu sér yfir hann. Jack hörfaði ekki um eitt fet. Rússnesku byltingamennirnir voru bræður hans og enginn gat fengið hann til að afneita þeim. Hvað eftir annað hneykslaði hann borg- ara Ameríku með viðlíka hlífðarlausum fullyrðingum, það stóð alltaf styr um nafn hans og „Macmillan" notaði tækifærið til að gefa út bókina „Stéttabaráttan“. Hún vakti svo mikla athygli, að hún varð að koma út í nýjum útgáfum í júní, október og nóvember, sem er einsdæmi um slíkt safn af byltingagreinum. 1 marz 1905 féllst hann aftur á að vera í kjöri sem borgarstjóraefni jafnaðar- manna í Oakland og fékk 981 atkvæði — fjórum sinnum meira en hann hafði fengið 1901. En hann náði ekki kosningu. 1 apríl fór hann með ungum Kóreumanni, Many- oungi að nafni, til Glen Ellen og leigði sér kofa hjá Ninettu Eames. Vorið í Sonoma var dásamlegt. Ömur- leiki vetrarins var horfinn. Jack seldi blaðinu „The Black Cat“ sögu og notaði 250 dollara af þeim 300, sem hann fékk fyrir söguna, til að kaupa reiðhest, sem Charmian reið á alla leið frá Berkeley til Glen Ellen, meira en f jörutíu kílómetra. Þegar tunglið skein í fyllingu, lagðist eins og hvít, lýsandi þoka yfir dalinn. „Nú veit ég hvers vegna Indíánarnir hafa gefið hon- um nafnið Mánadalurinn,“ sagði Jack. Sköpunarmáttur hans var nú aftur í fullum blóma. Hann skrifaði „Ulfahundur- inn“, sem var framhald af „Þegar náttúr- an kallar“. Á sólheitum sumardegi, þegar hann fór ríðandi um fjöllin og andaði að sér hinni megnu blómaangan, kom hann af tilviljun að Hills Ranch, sem var búgarð- ur, 100 tunnur að stærð og náði neðan úr dalnum og alveg upp að Sonomaf jalli. „Þar eru stór californisk rauðtré og eru sum þeirra tíu þúsund ára gömul. Þar eru greni- og eikartré í hundraða tali og ógrynni af madrona- og manzanitatrjám. Þar eru djúpar gjótur, ár og lindir. Það er falleg- asta og ósnortnasta jarðnæði, sem til er í Ameríku.“ Jack London varð frá sér numinn af fegurð staðarins og ákvað strax að kaupa hann, og Charmian hvatti hann eindregið til þess. 1 Glen Ellen fékk hann að vita, að jörð-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.