Vikan


Vikan - 01.08.1940, Blaðsíða 6

Vikan - 01.08.1940, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 31, 1940 in væri til sölu, og að verðið væri 7000 dollarar. Sama daginn fór hann aftur til Hills Ranch, eftirvæntingarfullur eins og skóladrengur og fastákveðinn í að kaupa jörðina. ,,Ég hefi heyrt, að þér hafið boðið Chau- vet jörðina fyrir 7000 dollara,“ sagði Jack við eigandann, herra Hill. ,,Já,“ svaraði Hill, „það er verðið, sem ég setti upp fyrir tíu árum.“ ,,Ég vil gjarnan kaupa jörðina,“ sagði Jack. „Við skulum ekki fara að neinu óðslega,“ sagði Hill. „Farið nú heldur heim og hugs- ið málið í tvo daga.“ Þegar Jack var farinn, sagði Hill konu sinni, að hann hefði krafizt 7000 dollara af Chauvet, af því að Chauvet hefði ætlað að nota vatnsréttindin, en af því að Jack ætlaði sér að yrkja jörðina, gæti hann ekki með sanngirrii krafizt meira .en 5000 doll- ara af honum. Daginn eftir kom Jack aftur. Ráðagerðimar viðvíkjandi búgarð- inum höfðu haldið vöku fyrir honum um nóttina. „Ég vildi gjaman tala við yður um verð- ið“ _ byrjaði Hill. Jack spratt upp og hrópaði reiður: „Það getið þér ekki verið þekktur fyrir! Ég læt ekki bjóða mér slíkt! Þér getið ekki hækk- að verðið! Það gera sér allir að skyldu að okra á mér. Sjö þúsund er það, sem þér sjálfur settuð upp og ég er fús til að borga það.“ Hill beið þangað til Jack var búinn að rausa út og sagði svo rólega: „Gott og vel, herra London, þér skuluð þá fá hann fyrir það verð, sem þér viljið.“ Mörgum ámm seinna, þegar Hill og Jack vom orðnir góðir vinir, sagði Hill honum hvemig hann hefði snuðað sjálfan sig um 2000 dollara. Jack hló hjartanlega og sagði, að það ætti að kenna sér að hafa stjórn á sjálfum sér, en reyndin varð önnur. Jack skrifaði Brett og bað hann um 7000 dollara til að kaupa búgarðinn, og þó að Brett væri mjög óánægður með, að Jack færi að gerast jarðeigandi, sendi hann þó peningana sem fyrirframgreiðslu á ágóðanum af „Ulf Larsen“. Svo réði Jack til sín vinnumann, keypti búfé og verkfæri og komst að raun um, þegar hann hafði keypt, það sem hann þurfti, að hann átti ekki einn dollar eftir, og að hann gat ekki átt von á að fá peninga frá „Mac- millan“ um langt skeið. Þó að Jack fengi meira en eina milljón dollara fyrir ritstörf sín, tókst honum aldrei alla sína æfi að ná því takmarki að eiga raunvemlega peninga, þegar þeir bár- ust honum 1 hendur. Hann var alltaf bú- inn að nota þá fyrir fram og varð svo að brjóta heilann um, hvar hann ætti að fá peninga til daglegra þarfa. Haustið 1905 var Jack London í fyrir- lestrarferð, sem öll Ameríka fylgdist með af miklum áhuga. Laugardaginn átjánda nóvember var hann staddur í Chicago, þegar hann fékk skeyti um, að skilnaður hans við Bessie væri kominn í kring. Hann sendi skeyti til ungfrú Kittredge, sem var stödd í Iowa, og sagði henni að kom strax, svo að þau gætu gift sig. Hún kom til Chigago á sunnudag klukkan fimm, en Jack hafði ekkert giftingarvottorð. Bæjar- skrifstofunni var auðvitað lokað, og Jack leigði sér því vagn og ók af stað til að Jack London tók brosandi öllu hneykslistalinu í sambandi við giftingu sína og Charmian Kittredge. leita að einhverjum kunningja, sem gæti hjálpað honum. Loksins tókst honum að ná í mann, sem þekkti einn af bæjarstjórn- arfulltrúunum. Bæjarfulltrúinn sagði, að hann skyldi glaður gera allt, sem hann gæti, til að hjálpa Jack London, en hvers vegna lægi svona mikið á? Því gæti hann ekki beðið til morguns? Jack neitaði að bíða, og honum tókst loks að fá bæjar- stjómarfulltrúann til að setjast upp í vagninn og aka með sér til lögmanns, sem þeir svo dróu fram úr rúminu, og óku með til ráðhússins, og þar voru þau Charmian og Jack gefin saman í heilagt hjónaband. Fram að þessu höfðu menn haldið, að Bessie og Jack hefðu skilið, af því að þau hefðu orðið ósátt og hefðu því ekki getað búið saman lengur. En nú varð mönnum 1 jóst, að hann hafði lagt heimili sitt í rústir vegna annarrar konu. Blöðin, sem öll höfðu verið honum vingjarnleg á laugardaginn, komu út á mánudaginn með stórum fyrir- sögnum um þetta síðasta hneyksli Jacks. En ekki nóg með það. Á þriðjudagsmorgun viss öll þjóðin, að hjónaband Jacks London var ólöglegt, af því að nýju hjónabands- lögin í Illinios voru þannig, að ekkert hjónaband var löglegt, nema að liðið væri minnst eitt ár frá því að skilnaður við fyrri eiginmann eða konu gekk í gildi. Þegar blaðamennirnir komu til að tala við Jack, sagði hann: „Ef það er nauðsynlegt, skal ég láta gifta mig í hverju einasta ríki í Bandaríkjunum, eins fljótt og ég get.“ Hefði hann beðið rólegur í tvo mánuði hefði hann komizt hjá öllum vandræðum. I stað þess var nú prédikað gegn honum í kirkjunum og bækur hans bannaðar á opin- berum bókasöfnum í sumum bæjum. Mörg kvenfélög neyddust til að aflýsa fyrirlestr- um hans, og Charmian var ásökuð fyrir að hafa eyðilagt hjónaband hans og Bessiear. Blöðin hrópuðu: „Þannig er þá jafnað- arstefnan! Hleypur frá konu og börnum . .. Hampar siðleysinu . . . leiðir til full- komins glundroða.“ Það dugði ekki, þó að vinir hans mótmæltu með því að segja: „Það er ekki hægt að kenna jafnaðar- stefnunni um hverflyndi Jacks London! Jafnaðarstefnan fordæmir alveg eins slíka framkomu og auðvaldsstefnan." Félagar Jacks héldu því fram í fullri alvöru, að hann hefði seinkað hinni socialistisku byltingu um minnst fimm ár. En Jack svaraði brosandi: „Þvert á móti, ég held, að ég hafi flýtt fyrir henni um minnst fimm mínútur.“ Hver var nú ástæðan fyrir þessari und- arlegu óþolinmæði? Ein ástæðan hefir vafalaust verið sú, að honum hefir fund- izt þetta viðeigandi endir á hinu róman- tíska tilhugalífi þeirra. Auk þess var hann þannig gerður, að hann gaf sér aldrei tíma til að hugsa um, hvernig framkoma hans yrði túlkuð, og enda svo mikill Iri, að hann lét sig slíkt engu skipta. Að lokum hefir þessi skyndigifting verið tilraun til að friða samvizkuna, vegna þess ranglætis, sem hann hafði beitt Bessie og þá um leið allar eiginkonur. ’ I veizlu einni í New York hafði gestunum verið uppálagt að koma þannig klæddir, að lesa mætti út úr því titilinn á einhverri frægri bók. Eldri kona fékk einróma fyrstu verðlaun. Hún hafði fest stóra mynd af kanadísku fimmburunum þvert yfir kjólinn sinn. Bókin, sem það átti að tákna, var hin fræga bók Sinclair Lewis „It can’t happen here“. („Það getur ekki komið fyrir hérna“). * I New York hefir, að því er menn bezt vita, verið búinn til sá stærsti þjóðfáni, sem menn þekkja. Þessi „Stars and Stripes" kostaði 9000 krónur og var um það bil 9300 fermetrar að stærð. * Nýlega sýndi lífeðlisfræðingurinn Dietrich Bodenstein í Stanfordháskólanum í Californíu lifandi fiðrildi, sem var að hálfu leyti fullvaxið og að hálfu leyti púpa. Á vissu þroskastigi púpunnar hafði hann, með uppskurði, lokað fyrir „þroskavökva" þann, sem breytir púpunni í fiðrildi og kemur frá heilanum. Afleiðingin varð sú, að höfuð, augu og frampartur, þar sem vængirnir vaxa út úr, náðu fullum þroska, en bakhlutinn varð óbreyttur á púpustig- inu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.