Vikan - 14.11.1940, Qupperneq 3
VIKAN, nr. 46, 1940
3
4Ch.Lstl<iiÆ 'Jónssoii Qjiá Q.axbsstödimi:
Þáttur úr sögu
Alþingiskosninga.
Allt frá því að Alþingi var endur-
reist og hinar fyrstu kosningar fóru
fram 1844 og til ársins 1903, var
hin sama kosningatilhögun í lögum hér á
landi. Kosningar voru háðar fyrir opnum
dyrum, í heyranda hljóði, og kjörfundur
á einum stað í kjördæmi hverju. Kjörfund-
irnir voru oftast ákveðnir af landsstjórn-
inni í sama mánuði um land allt, en kjör-
stjórar (sýslumenn) réðu kjörfundinum
hver í sinni sýslu. — Það var fyrst með
leynilegu kosningunum, sem kjörfundur
var settur hinn sami fyrir allt landið.
Þingmannaefnin lýstu þá oft ekki fram-
boði sínu fyrr en á kjörfundi. Oftast var
þó framboðið tilkynnt sýslumanni nokkuru
áður, og þingmannsefnið lét það berast um
kjördæmið, og sérstaklega eftir að lög-
gjafarþingin komu til sögunnar.
Þegar er sýslumaður hafði sett kjör-
fund og lýst framboðum, fluttu þing-
mannaefnin ræður, jafnan eftir stafrófs-
röð. — Tveir voru oftast meðmælendur
hvers frambjóðanda. Oftast tóku þeir til
máls, og mæltu með þingmannsefni sínu.
— Kappræður milli frambjóðenda tíðkuð-
ust og víða, einkum er dró fram að alda-
mótum, eins og nú gerist á þingmáiafund-
um, en ekki máttu þær standa lengi, er
kjörfundur var fjölsóttur, því kosningin
tók jafnan æði langan tíma. Að ræðuhöld-
um loknum settist kjörstjórn í fundarsal.
Voru kjósendur síðan kallaðir fram, tek-
inn hver hreppur út af fyrir sig og oft-
ast byrjað á öðrum enda kjördæmisins.
Ekki mun þessi háttur hafa verið hafður,
er kjörfundir voru fámennir, svo sem á
þeim, er hér segir frá. Síðan skýrðu kjós-
endur kjörstjóra munnlega frá því, hvern
eða hverja frambjóðendur þeir kysu. Ann-
ar kjörstjórnarmanna hafði kjörskrána og
merkti við nafn þess, er atkvæði greiddi,
svo sem enn tíðkast. Hinn þeirra skrifaði
inn í litla bók nafn kjósandans öðru meg-
in á opnuna, og nafn þess frambjóðanda,
er hann kaus hinu megin. Síðan brá hann
striki yfir opnuna á þann veg, að nafn
kjósandans og þess er hann kaus er sér í
línu. Á þenna hátt geta menn enn í dag
séð í kjörbókunum hvaða frambjóðendur
alþingiskjósendur þeir, er sótt hafa kjör-
fundi um 60 ára skeið, hafa greitt atkvæði.
Þá þurfti og að öðlast meiri hluta greiddra
atkvæða til þess að ná kosningu. Varð því
oft að endurtaka kosninguna, stundum oft-
ar en einu sinni.
Hér verður nú sagt nokkuð frá tveimur
kjörfundum í Isafjarðarsýslu. Norður- og
vestursýslan ásamt Isafjarðarkaupstað
voru þá eitt kjördæmi. Báðar þessar kosn-
ingar munu þó hafa verið að ýmsu frá-
brugðnar því, sem venjulega gerðist um
þær mundir. Aukakosningin 1879 mun hafa
verið óundirbúin með öllu og fór í handa-
skolum hjá kjörstjórn. Hin kosningin,
1880, var jafnan allmjög umtöluð, mikið
Þórður Masrnússon.
Th. Thorstemsson.
vegna þess að svo virðist sem kjósendur
hafi alls ekki átt von á að Þórður í Hatt-
ardal yrði í kjöri og framboð hans hefir
sennilega fyrst verið afráðið á kjörfundin-
um. Áhrifamenn sýslunnar höfðu ætlað
öðrum þingsætin og
gert ráð fyrir að bar-
áttan stæði milli ann-
arra, en hinna kjörnu
þingmanna, og eink-
um ekki Þórðar. —
Jón Sigurðsson hafði
sagt af sér þing-
mennsku, er sýnt
þótti að sjúkdómur
bannaði honum þing-
för 1879. — Fyrir-
mæli amtmanns um
kosningu þingmanns í hans stað, bárust
svo seint til sýslumanns að kjörfundur
varð ekki haldinn fyrr en 8. ágúst, er langt
var liðið á þingtímann.
Carl Fensmark, sá er sekur varð um
sjóðþurrð nokkru síðar, hafði gerzt
sýslumaður ísfirðinga um sumarið, og í
kjörstjórn með honum voru þeir séra
Árni Böðvarsson á Isafirði og Árni Jóns-
son cand. theol, er um það leyti hafði tek-
ið við forstöðu Ásgeirs verzlunar.
Eftir því, sem ráðið verður af kjörbók-
inni, hafa engin ræðuhöld farið fram á
þessum kjörfundi né formleg framboð
verið lögð fram. Kjörstjóri hefir sett fund,
lesið bréf amtmanns um kosninguna og lát-
ið þegar í stað hef ja atkvæðagreiðslu. Ber
atkvæðagreiðslan það með sér, að viðstadd-
I eftirfarandi grein lýsir höf-
undurinn kosningu til Al-
þingis á Isafirði árin 1879
og 1880, en þá hafði Jón for-
seti Sigurðsson látið af þing-
mennsku. — Kosningar þess-
ar voru mjög ólíkar því, sem
gerist nú á tímum.
ir kjósendur hafa verið óundirbúnir og lítt
eða ekki talað sig saman fyrir kosning-
una. Atkvæðagreiðslan féll á þessa leið:
Gunnar Halldórsson hreppstjóri í Skála-
vík fékk 7 atkvæði, Th. (Þorsteinn) Thor-
steinsson bakari á Isafirði 6, Stefán
Bjarnason sýslumaður þá í Árnessýslu 5,
Benedikt Oddsson bóndi í Hjarðardal 2,
Einar Hálfdánarson hreppstj. á Hvítanesi
2, Þórður Magnússon bóndi í Hattardal 2,
C. Fensmapk sýslumaður 1, Sigurður
Andrésson smiður 1 og Þorvaldur læknir
Jónsson 1 atkvæði. —
Kjörstjórn hefir síðan skrifað svohljóð-
andi klausu í kjörbókina: „Þingmaður Isa-
fjarðarkjördæmis er altsvo réttilega kos-
inn Gunnar Halldórsson í Skálavík með 7
atkv. af 25.“' Er fundargerðin síðan undir-
rituð.
Brátt hefir þó kjörstjórnin séð sig um
hönd. Er ekki ólíklega til getið, þótt eigi
sé þess getið í kjörbókinni, að Th. Thor-
steinsson, sem næst hæstur varð að at-
kvæðatölu, hafi krafist þess að kosið yrði
að nýju, sem skylt var að gera, þar sem
enginn hafði fengið lögmætan atkvæða-
fjölda. — Hefir því kjörstjórnin innilokað
bókun sína um kosningaúrslitin og dregið
eitt strik yfir. Bókar hún síðan: ,,að þar
eð sá, er flest atkvæði fékk, hafi ekki feng-
ið helming greiddra atkvæða og hafi því
orðið að greiða atkvæði að nýju.“
Urðu nú úrslitin þau, að Th. Thorsteins-
son var kosinn með 12 atkv. — Þórður
Magnússon fékk 3 atkv. Gunnar Halldórs-
son 2 og Bened. Oddsson 1 atkvæði. Eftir
því að dæma hafa 10 kjósendur nú verið
farnir af fundi. — Þykir mér sennilegt að
aldrei hafi atkvæði fallið jafn dreift við
alþingiskosningarnar og í þetta skipti.
Flestir þeir, er atkvæði hlutu munu og hafa
verið kosnir án vitundar þeirra. Gunnar í
Skálavík mætti ekki á kjörfundinum né
Þórður í Hattardal. Th. Thorsteinsson virð-
ist einn hafa lagt sig eitthvað eftir að ná
þingsætinu, og kom sá áhugi hans betur í
1 1 kjörbókinni stendur 25 atkv., en á víst
að vera 28, því sú atkvæðatala kemur fram við
atkvæðagreiðsluna.