Vikan


Vikan - 14.11.1940, Page 5

Vikan - 14.11.1940, Page 5
5 VIKAN, nr. 46, 1940 Menn verða ekki ríkir af að grafa eftir demöntum. Framhald af forsíðu. Mölinni er hellt á sigti, sem heldur stærri stein- um eftir. Ef einn þeirra er demant, er finnandinn í einni svipan orðinn ríkur maður. í gang einn morgun, og ók af stað frá Johannesburg og kom seinna um daginn til Lichtenburg. Lichtenburg er bær í svefni, sem lifað hefir sitt blómaskeið. Saga hans er saga demantsnámanna þar í grend. Tuttugu km. utan við bæinn er óreglu- leg þyrping af hrörlegum bárujárnsskúr- um. Það var einu sinni demantsnámubær- inn Bakerville. Nú er hann að mestu í auðn. Stórar sand- og malarhrúgur svo langt sem augað eygir, sýna hvar demanta- gröfturinn hefir farið fram. Fyrir utan einn skúrinn stóð maður og var að höggva brenni. Ég hafði komið með tjald með mér og spurði hann, hvar ég mætti tjalda. ,,Til hvers ætlið þér að tjalda? Takið einn af þessum ,,kaya“. Það er nóg af þeim. Þegar fólk fer héðan, skilur það þá eftir. Hann sagði mér, að þeir kölluðu þessa bárujárnsskúra ,,kaya“. I þeim búa fjölskyldur demantsgrafaranna. Ég settist því að í einum skúrnum, konan, sem hafði eftirlit með honum, leigði mér hann fyrir tvær krónur á dag. Þar hafði áður veriö matsöluhús. Nokkrir jurtapottar voru í gluggunum, veggirnir voru fóðraðir með dagblöðum og niður úr loftinu hékk sótug- ur olíulampi, sem sýnilega hafði ekki ver- ið notaður í mörg ár. Nábúi minn kom, þegar ég var nýbúinn að koma mér fyrir. Hann var demants- grafari og furðaði sig mikið á, að ég skyldi ekki vera það líka. Hann byrjaði strax að kvarta undan ástandinu. Demantsgröftur- inn væri bráðum búinn að vera. Ástandið væri svo slæmt, að stjórnin hefði orðið að hlaupa undir bagga með þeim, sem verst voru staddir, til þess að forða þeim frá hungurdauða. Peningar sæust ekki frekar Fjóra daga í viku korna kaupmennirnir til Bakerville. Þeir vega og mæla steinana nákvæmlega, en umsetningin er ekki nema fjórðungur úr milljón á móti tólf milljónum á mánuði fyrir 8 árum. I Bakerville bua demantsgratararnir i litlum bárujárnskoíum, sem þeir kalla ,,kaya“. en glóandi gull, og það litla, sem fyndist af demöntum, keyptu lögverndaðir kaup- endur fyrir það verð, sem þeir sjálfir ákvæðu, sem auðvitað væri hreint rán. ,,Úr því að ástandið er svona slæmt, hvers vegna farið þér þá ekki héðan?“ spurði ég. ,,Já, ef ég gæti það. En ég á ekki nokk- urn eyri, og þannig er það með flesta okk- ar.“ j Það er undarlegt að hugsa til þess að þetta skuli vera þannig á auðugustu de- mantsvæðum jarðarinnar. Fyrir aðeins átta eða níu árum skrifuðu heimsblöðin um hina gífurlegu demantafundi í nánd við Lichtenburg, og það var svo að skilja á þeim, að allir, sem kæmu þangað, færu þaðan aftur sem milljónamæringar. ,,Hver er ástæðan til þess, að svona illa gengur? Er orðið svona lítið af demönt- um?“ „Jú, það er nóg af þeim, en þeir liggja of djúpt í jörðu, og demantagrafararnir hafa ekki efni á að grafa svo djúpt. Það er sem sé aldrei hægt að finna svo mikið af demöntum, að það sé upp í kostnaðinn, fyrir því sjá demantakaupmennirnir, sem eru í vasanum á stórgróðamönnunum. Áður en demantalögin voru samþykkt 1927, sem raunverulega veittu einu félagi einkarétt á demantaverzlun, var hörð sam- keppni á milli gimsteinasala og útflytjenda um kaup á demöntum, og verðið var gott. En nú er þetta gjörbreytt. 1 þá daga gat demantagrafarinn fengið lán hjá kaup- manninum til þess að auka starfsemi, og báðir högnuðust á því, en nú banna lögin þetta. Demantagrafarinn verður nú að komast af hjálparlaust og vona, að í næsta skipti, sem hann velti skóflunni, finni hann hinn gallalausa, glitrandi demant, sem í einu vetfangi létti af honum öllum fjár- hagsáhyggjum.“ Demantagatan er aðalgatan í Bakerville. Á bárujárnsskúrunum eru nöfn demanta- kaupmannanna og tilkynning um það, að jþeir séu löggiltir. Á hverjum morgni klukk- van átta fjóra síðustu daga vikunnar, er

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.