Vikan - 14.11.1940, Side 6
6
VTKAN, nr. 46, 1940
Það versta við demantgröftinn er í raun og veru heppnin, sem sumir grafararnir verða fyrir. Vonin um, að hún komi aftur heldur þeim föstum, þó
að arðurinn á síðari árum hafi naumast verið fyrir mat. Myndin er af mönnum við demantagröft.
klukku hringt, sem gefur til kynna, að við-
skiptin séu byrjuð í demantagötunni. —
Klukkan hálf tíu taka kaupmennirnir sam-
an föggur sínar, því að þá er allri verzlun
lokið, og fara aftur til Lichtenburg, þar
sem flestir þeirra búa. Á meðan verzlunin
fer fram, er mikil umferð um götuna og
menn segja hver öðrum tíðindi. Þessi eða
hinn hefir fundið fallegan bláhvítan stein,
annar hefir orðið gjaldþrota og orðið að
fá styrk, sá þriðji hefir yfirgefið demanta-
svæði sitt og leitað á betri slóðir. En nú
orðið heyra menn sjaldan um stóra fundi,
hina svo kölluðu ,,potta“ í jörðinni, sem
eru fulhr af glitrandi steinum. Fyrir átta
árum var það ekki óalgengt.
Fátæktin á meðal demantagrafaranna er
óneitanlega mikil, en margir vilja þó ekki
fara. Á morgun er annar dagur, og maður
getur enn orðið svo heppinn að finna
„steininn“. Til dæmis er sagt um bónda,
sem missti aleigu sína og flutti með fjöl-
skyldu sína til Bakerville í von um að ná
sér upp aftur. En heppnin var ekki með
honum, og að lokum fékk
konan hann til að hætta
greftrinum og byrja aft-
ur á búskapnum. Maður-
inn ákvað að reyna enn í
einn dag. Dagurinn leið,
og hann fann ekkert. í
gremju sinni fleygði hann
frá sér skóflunni og —
þarna lá þá sex karata
bláhvítur demant. Maður-
inn er ennþá að grafa
eftir demöntum.
Það er enginn vafi á,
að demantagrafararnir
græddu stórfé á árunum
1926 og ’27, fyrst eftir að demantasvæðin
fundust. í Bakerville og þar í grend má sjá
gryfjur, þar sem menn höfðu fundið dem-
anta fyrir meira en hálfa milljón króna á
einni viku. I Granfontein fundust í einni
gryfju eða ,,potti“ demantar fyrir tvær
milljónir króna. Fundir eins og þetta eru
sífellt umræðuefni demantagrafaranna og
þeir gefa þeim kjark til að halda áfram og
vona.
Ég hafði nú talað við demantagrafarann
og hlustað á kvartanir hans, og því fór ég
til demantakaupmanns til að heyra hans
álit.
„Já, það er rétt, það gengur ekki eins
vel og fyrir átta eða tíu árum. En við fáum
þó einstaka sinnum góða steina, þó að þeir
séu naumast eins góðir og þeir, sem fund-
ust nær yfirborði jarðar. Hvers vegna
verðið er lágt? Af því að Búarnir, sem
raunverulega eru einráðir á demantsmark-
aðinum, hafa dembt á markaðinn demönt-
um fyrir tvö hundruð milljónir króna, og
það hefir auðvitað áhrif á verðið. Annars
er demantsverzlunin mjög háð hinni al-
mennu heimsverzlun og stríðið hefir auð-
vitað í þeim sökum mjög mikil áhrif. Hvað
mundi ske, ef Þýzkaland fengi nýlendur
sínar í Afríku aftur? Það er vitað, að þar
eru auðugar demantsnámur. Hvað mundi
ske, ef framleiðsla Þjóðverja yrði enn
meiri en Búanna? Þér sjáið, að útlitið er
allt annað en gott núna. Afsakið augnablik
á meðan ég skoða þennan stein.“
Ungur maður hafði komið og látið stein
Framhald á bls. 15.
Þegar kaupmennirnir hafa opnað búðir sínar í Bakarville, er það tilkynnt með klukknahringingu. Þá streyma graf-
ararnir inn á ,,aðalgötuna“, en fæstir hafa nokkuð til að selja. Hinir koma til að spjalla saman um nýja fundi.