Vikan - 14.11.1940, Qupperneq 7
VIKAN, nr. 46, 1940
1
Stærsta ílugvélaverksmiðja í einkaeign í heiminum.
*1| f $
Isv,-■>' ■ - jfl
Þessi mynd er af Douglas-flugvélaverksmiðjunum í Santa Monica í Californíu. Flugvélarnar sjást
á renniborðinu og framleiðslan er nú meiri en nokkru sinni áður. Verksmiðjan framleiðir nálega
eingöngu árásar- og sprengiflugvélar og í henni starfa dag og nótt 18 þús. manns.
Fótbrotinn hundur.
Hundurinn, sem
þessi mynd er
af, heitir Pétur
og er á spítala
í Boston. Hann
varð fyrir bíl
og fótbrotnaði
á báðum fram-
fótunum, og er
nú í gipsi.
ÞÁTTUK 1 k sögu
ALÞIN GISKOSNIN G A.
Framh. af bls. 4.
Það, sem einkum mun hafa riðið bagga-
muninn, er að lokum skyldi velja milli
Lárusar og Þórðar var uggur ýmsra
kjósenda um afstöðu Lárusar til sjálf-
stjórnarmálsins, svo og að hann var einn
af hálaunamönnunum. Lárus Sveinbjörns-
son hafði að vísu lítt eður eigi tekið þátt
í stjórnmálum, er hér var komið, en það
var kunnugt að kjörfaðir hans, Þórður
Sveinbjörnsson, var einn harðsnúnasti
mótstöðumaður Jóns Sigurðssonar á fyrstu
ráðgjafaþingunum og á þjóðfundinum. Á
þingárum sínum (1885—97) var Lárus
Sveinbjörnsson jafnan mjög íhaldssamur í
afstöðu sinni til stjórnarskrármálsins, þó
vildi hann ekki ganga til liðs með frum-
varpi dr. Valtýs 1897, og var þá ekki end-
urskipaður þingmaður. — Að öðru leyti
var hann mikilhæfur maður.
Þeir Th. Thorsteinsson og Þórður
Magnússon áttu sæti á Alþingi árin 1881,
’83 og ’85. — Var Þórður einkum hafður
að skotspæni sem þingmaður. Það er í al-
mæli að Þórðar saga Geirmundarsonar
eftir Benedikt Gröndal sé stíluð upp á
Þórð. Vitanlega verður sú bók ekki alvar-
lega tekin. — Lætur nærri að setja megi
söguna á bekk með flimgreinum þeim —
og skopmyndum — sem birtast í Speglin-
um.
Þórður var vitanlega lítt fallinn til þing-
mennsku, og í því efni hafa fyrr og síðar
ýmsir þingmenn átt sammerkt við hann,
en hann virðist ekki hafa framið þar neina
teljandi skissu, né unnið þar tjón á neinn
hátt. Ekkert var skoplegt við Þórð. —
Þvert á móti sómdi hann sér vel í útliti.
Hann var mikill maður vexti, gildvaxinn
og ramur að afli, mikilleitur og svipmik-
ill. Hann bjó jafnan við þröngan fjárhag
og búnaðist lítt, enda hafði hann löngum
fyrir stórri fjölskyldu að sjá, og átti
mörg börn. Fyrri kona hans hét Guð-
rún Magnúsdóttir og var hún þá ekkja
eftir séra Arnór í Vatnsfirði. — Síðar
kvæntist hann Guðríði Hafliðadóttur.
Þórður bjó fyrst að Hvítanesi, síðan
á Borg í Skötufirði og loks mörg ár í Hatt-
ardal. — Síðast reisti hann nýbýli innan
við Skarð í Skötufirði, byggði þar smáhýsi
úr timbri með grjótveggjum til hliða og
nefndi Þórðareyri. Er nú það býli fyrir all-
löngu komið í eyði. — Geta má þess að
Þórður virðist mjög lítil afskipti hafa haft
af héraðsmálum Isfirðinga, og ekki sézt
hans getið þar til neins konar forgöngu.
Þórður fór til Ameríku 1893, ásamt
konu sinni og tveim eða þremur uppkomn-
um börnum, þá aldraður og fjárþrota. —
Lézt hann þar 7. apríl 1896, 67 ára að
aldri.
Th. Thorsteinsson hafði framast all-
mikið og var vel að sér í sumum
efnum. — Þeir Þórður voru bræðrungar,
og feður þeirra sr. Þorsteinn í Gufudal og
sr. Magnús í Ögurþingum, báðir prestar.
Þorsteinn réðst kornungur til verzlunar-
náms ytra og var síðan við verzlun hjá
Thorsteinsson eldra bróður sínum, síðast
bónda í Æðey, en hann var faðir þeirra
Daviðs héraðslæknis og Th. Thorsteinsson
kaupmanns í Reykjavík. — Nefndu þeir
bræður sig ávallt Th. Thorsteinsson og svo
er Th. Th. nefndur í Alþingistíðindum. —
Th. Thorsteinsson var og lengi við verzlun
í Danmörku og þaðan flutti hann til Isa-
fjarðar og setti þar á stofn brauðgerðar-
hús 1870, hið fyrsta á Vesturlandi. Var
hann jafnan nefndur Thorsteinsson bakari,
en hafði þó ekki numið bakaraiðn, né fékst
við bökun sjálfur. Smáverzlun hafði hann
jafnan, jafnframt brauðsölunni. Hann
fékst og við ýmsar framkvæmdir aðrar,
svo sem síldveiðar með landnótum og þil-
skipaútgerð síðari árin. Var hann á sín-
um tíma einn af framtakssömustu borg-
urum Isafjarðar. Lengstum átti hann sæti
í bæjarstjórn. — Th. Thorsteinsson var
kvæntur danskri konu, er hét Amalie.
Börn þeirra voru: Hjálmar, er drukknaði
skömmu eftir lát föður síns í ísafjarðar-
polli, Ingibjörg, er átti Sigfús Bjarnason
konsúl, Anna kona Nikolaj Bjarnason og
Gunnhildur, er rak ljósmyndastofu um
skeið í Rvík, og eru þær enn á lífi. Frú
Amalie rak brauðgerðina í nokkur ár, en
seldi síðan Finni Thordarson, bróðursyni
Th. Thorsteinsson. Hefir það nú um mörg
undanfarin ár verið í eign og umsjá
Tryggva Jóakimssonar konsúls og nefnist
nú Gamla bakaríið.
Seint á hausti 1888 ákvað Th. Thor-
steinsson að sigla til útlanda og hafði
ákveðið að fara landveg til Reykjavíkur í
því skyni að komast með póstskipi þaðan.
Hafði hann útbúið sig til landferðarinnar,
og hugðist þegar að leggja af stað, en
skyndilega, sumir segja daginn áður,
hætti hann við það áform og tók sér far
með seglskipinu Johanne, er lagði af stað
frá Isafirði 18. nóvember, en til þess skips
hefir aldrei spurzt síðan.
Svör við spurningum á bls. 2:
1. Hin yndislega.
2. Friðþjófur Nansen á hinni frægu skiðaferð
sinni 1888.
3. Magnús Jónsson.
4. Melbourne.
5. 10. maí 1940.
6. Hann nam land frá Berjadalsá til Urriðaár
og bjó að Bekansstöðum.
7. 1 Búastríðinu (1899—1902) stofnaði Baden-
Powell majór hjálparsveit drengja í borginni
Mafeking, sem varð að þola 217 daga umsát-
ur. Þessi sveit gerði svo mikið gagn, að
Baden-Powell fékk upp úr því hugmyndina að
hinni alþjóðlegu skátahreyfingu.
8. Forleikur og eftirleikur.
9. Lagið eftir Schubert, ljóðið eftir Goethe.
10. Gerpir.