Vikan


Vikan - 14.11.1940, Síða 10

Vikan - 14.11.1940, Síða 10
10 VIKAN, nr. 46, 1940 Heimilið ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Matseðillinn. Kjötréttur: Lambasteik. 4 kg. kjöt (læri), 2 lítrar vatn, 2 teskeiðar salt, 100 gr. smjör. Sósan: 50 gr. smjör, 50 gr. hveiti og 1 líter steikarsoð. Kjötið er þvegið með vel upp undnum lérefts- dúk, og beinin skorin úr þannig, að lærið líti út sem heilt væri og síðan saumað saman með gami. Saltinu er núið á kjötstykkið, smjör látið á pönnuna og vatninu stökkt á það tíundu hverja minútu. Kjötið er steikt í hálfan annan klukku- tíma. t>á er soðið síað og flotið fleitt ofan af. Því næst er sósan búin til úr hveiti og smjöri og þynnt út með sjóðandi soðinu. Soðið hægt í 4 til 5 mínútur. Salti og matarlit bætt út í, ef þarf. Kjötið er skorið í sneiðar og raðað á fat og bornar með því soðnar eða steiktar kartöflur, ýmis konar grænmeti, svo sem blómkál, grænar baunir, gulrætur og spinat- eða grænkálsjafn- ingur. Fiskréttur: Saltsíld með lauksósu. Sildin er þvegin, kviðurinn og hausinn skor- inn af, roðið tekið af og flökin skorin frá hryggn- um. Flökin látin liggja í bleyti í einn sólarhring. Ef vill, má síðan láta síldina liggja einn sólar- hring enn í edikslegi, sem settir hafa verið í negulnaglar, lárberjablöð og niðurskorinn lauk- ur, en sumum finnst síldin betri ósúr. 1 lauksósuna þarf: 50 gr. smjör, 50 gr. hveiti, 1 líter mjólk, 3 stóra lauka og salt eftir bragði. Laukurinn er skorinn í afar þunnar sneiðar eða rifinn, smjörið brætt og hveitinu jafnað saman við og þynnt út með mjólkinni. Þá er látið í laukurinn og saltið og soðið í 8 til 10 mínútur, en hræra verður í öðru hvoru. Síldarflökin eru skorin í 4 til 5 bita hvert, látin á fat og lauksneiðar lagðar ofan á. Sósan borin fram sér. Borðað með soðnum, heitum kartöflum. Varist að krota á matardúkinn. Hvort heldur það er með blýanti, gaffli, eða bitiausum borð- hnífi, þá getur það hæglega slitið í sundur hina fínu þræði í dúknum. Yður finnst þetta kannske óþarfa áminning, en það er nú svo, að mörgum hættir við í hugsunarleysi að fikta með hnífinn eða gaffalinn á dúknum. Ef þér eruð að nota tröppu við vinnu yðar innan húss, þá er ágætt að hafa gúmmímottu undir henni; það hlifir gólfdúknum og síður hætt við, að trappan renni til. 64. krossgáta Vikunnar. Fugl. — 22. Duft. — 23. Grind. — 24. Margfald- aða. — 25. Þrír eins. — 28. Biblíunafn. — 30. Brennandi. — 32. Enskur manntaskóli. — 37. Saurgaði. — 39. Byrla. — 47. Aldin. — 48. Slags- málin. — 49. Vanin. — 50. Svell. — 52. Sullinu. — 56. Á fötum. — 58. Skvetta. — 59. Hvílist. •— 60. Gróða. — 62. Tyftir. — 68. öp. — 70. Áreynsla. —- 74. Tunga. -— 77. Einkennisbókstafir. — 78. Skammstöfun. — 79. Dýramál. — 81. Skammstöfun. Lárétt: 2. Varúðarráðstöfun. — 12. Selja upp. — 13. Fjölskylda. — 14. Tangi. — 15. Skamm- stöfun. — 17. Bæt við. —- 18. Bindindis- maður. — 19. Hvílst. — 20. Rúmmálseining. — 21. Tilfelli. — 24. Lag. — 26. Beygingar- ending. — 27. Væta. — 29. Það, sem skilið er eftir. — 31. Heldr ekki. — 33. Fyrir skömmu. — 34. Fugl (fom ending). — 35. Dugleg. — 36. Telpunafn. — 38. Þrír eins. — 39. Fyrsta persóna. — 40. Óþrif. — 41. Upphrópun. — 42. Stefna. — 43. Fornafn. — 44. Tónn. — 45. Veizla. — 46. Málstofa. — 47. Viðdvöl. — 49. Forsetning. — 51. Þrir samstæðir. — 54. Fæði. — 55. Saurga. — 56. Keyra. — 57. Söngur. ■— 59. Rifa. — 61. Krónprins. 63. Hiti. — 64. Mannsnafn. — 65. Lagfæri. — 66. Tveir eins. — 67. Heiti. — 69. Geymsla. — 71. Keyr. — 72. Einkennisbókstafir. — 73. Titill. — 75. Sagnend- ing. — 76. Guð. — 77. Venju. — 78. Kven- mannsnafn. — 80. Elskar. — 82. Iþrótt. Lóðrétt: 1. Glæpur. — 2. Bústað. — 3. Látalæti. — 4. Lélega. — 5. Sjó. — 6. Borða. — 7. Tveir eins. — 8. Mannsnafn. — 9. Veiðiaðferð. — 10. Skamm- stöfun. — 11. Stórglæpamaður. — 16. Lauf. — 19. Allt garn hleypur, meira eða minna, en ef prjónað er nokkuð þétt og fast, þá ætti ekki að vera svo mikil hætta á að flíkin tapi lögun. 1 hvert skipti, sem þér kaupið garn eða prjónaða flík, skuluð þér gæta að því, að með fylgi miði, sem á stendur: ,,Hleypur ekki eða tapar lögun.“ Nýjar bœkur. Bókaforlagið Heimdallur hefir gefið mikið út á síðustu misserum og er alltaf að færast í aukana. Það er töluverður vandi að gefa út bækur á íslandi, markað- urinn er þröngur og úr miklu að velja. En það verður að segja þessum útgefendum til hróss, að þeim hefir yfirleitt tekizt vel val bókanna, og frágangur þeirra á allan hátt verið góður. Eftirtaldar bækur hefir forlagið nýlega látið frá sér fara, m. a.: Óveður í Suðurhöfum. Saga þessi er mjög spennandi og við- burðarík. Franskur læknir, sem dvalið hefir langdvölum meðal innfæddra á kóraleyju í Suðurhöfum, er látinn segja frá óskap- legum hamförum náttúruaflanna á þess- um slóðum. Frásögnin öll verður sérlega litrík og harmsöguleg, persónurnar óvenju- legar og þróttmiklar og þjóðsagnakenndur helgiblær yfir sumu fólkinu. Sagan af litla svarta Sambó. Þessi bók er ætluð yngstu lesendunum. Barnabækur þurfa að vera smekklegar að frágangi, með stóru letri og mega ekki vera langdregnar. Sagan af litla svarta Sambó hefir alla þessa kosti. Hollywood heillar ... Þessi saga um kvikmyndalífið 1 Holly- wood eftir Horace McCay gefur allt aðra mynd af kvikmyndaborginni en maður á að venjast. Hún fjallar ekki nema að litlu leyti um hina frægu leikara, sem menn dá og tilbiðja. Hún er nötursleg lýsing á fólki, sem vill verða frægt, en nær ekki takmarki sínu, og lepur dauðann úr skel, með óhóf og öfuguggahátt gerspilltra manna og kvenna í baksýn. Hún er á köflum svo óhrjáleg, að manni klýjar við lesturinn — og þó er hún vel skrifuð og fullkomlega þess verð, að hún sé lesin með athygli. Karl ísfeld blaðamaður hefir íslenzkað bókina. Hann er afbragðs góður þýðandi. Frúin: ,,Ef þér getið ekki svæft bömin, þá skal ég koma og syngja fyrir þau.“ Vinnukonan: „Ég hefi hótað þeim því, en það þýðir ekkert." * Kennarinn: „Jæja, nú ættuð þið að skilja mál- tækið „brennt bam forðast eldinn." „Getur nokk- urt ykkar nefnt hliðstætt máltæki?” Frissi litli: „Þvegið bam forðast vatnið.“

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.