Vikan


Vikan - 14.11.1940, Side 11

Vikan - 14.11.1940, Side 11
VIKAN, nr. 46, 1940 Framhaldssaga eftir Þegar hún kom út fyrir fangelsismúrana, leit hún eftirvæntingarfull í kringum sig, en kom sýnilega ekki auga á, það sem hún var að gá að. Hún varð fyrir sárari vonbrigðum en hún hefði sjálf getað ímyndað sér. Hún endurtók það fyrir sjálfri sér, að hann þyrfti að stunda sína atvinnu, og að það væri kannske erfitt fyrir hann að fá frí til þess að taka á móti vinkonu sinni við fangelsisdyrnar. Hún brosti með sjálfri sér. Hún náði sér í bíl og ók til hótelsins, sem hún ætlaði að búa á. Henni fannst hún vera ham- ingjusöm og sterk. Lífsþróttur hennar hafði sigr- ast á vonbrigðum þeim, sem höfðu gripið hana, við það að hitta ekki Gordon. Pjöldi bréfa biðu hennar, meðal annars eitt frá bróður hennar. Það var stuttort og laust við all- ar ásakanir, miklu fremur vingjarnlegt. Hann lauk með því að segja, að hann ætlaði að koma að heimsækja hana klukkan hálf tólf þá um daginn. Eitt bréfanna var líka frá King Kerry, aðeins nokkur vingarnleg orð. Klukkan hálf tólf kom bróðir hennar. Hann heilsaði henni ekki með handarbandi, og þáði ekki sætið, sem hún bauð honum. „Jæja, Vera,“ sagði hann, ,,ég held það sé bezt, að við tölum hreinskilnislega hvort við ann- að. Eg ætia að gera þér játningu, sem mun valda þér undrunar, en er óumflýjanleg frá minni hálfu, af þvi að nú verðum við að taka mál okkar öðrum tökum en áður. Það er þá i fyrsta lagi,“ sagði hann og brosti, ,,að þér er eflaust ljóst, að það mundi ekki hafa valdið mér neinnar sorg- ar, þótt þú hefðir dáið áður en arfurinn var út- borgaður.“ Hún leit rannsakandi á hann og kinkaði kolli. „Hefir þér dottið í hug,“ spurði hún, „að ef þú hefðir dáið áður en arfurinn var útborgaður, mundi ég ekki heldur hafa tekið það neitt nærri mér ?“ „TJr því að við erum bæði jafn hreinskilin og við erum drápgjörn," sagði hann og sló því öllu UPP í g'lcns, „get ég sagt þér umsvifalaust, að þegar þú hefir nú fengið arf þinn útborgaðan, eru aðeins tvær leiðir fyrir mig til þess að kom- ast yfir eitthvað af peningum þínum. Önnur er sú, að þú, móti öllum vonum, hefðir arfleitt mig —.“ „Ég get fullvissað þig um —,“ sagði hún bros- andi. „Það er alveg óþarfi,“ svaraði hann og hló. „En hin leiðin er sú, að ég finni mann handa þér, og í þetta skipti hefir mér loks tekizt það. Þú átt að giftast góðvini mínum Martin Hubbard." Það fór kuldahrollur i gegnum hana og svipur hennar fylltist viðbjóði. „Hann er fallegasti maðurinn í London, hann er kominn af Vilhjálmi sigursæla, hann er heima- gangur á tignustu stöðum, hann hefir hlotið hina fullkomnustu menntun við Eton og Balliol, dans- ar ágætlega, spilar eins vel bridge eins og tenn- is og golf-------.“ „Hann er vænti ég ekki gæddur öðrum geð- feldum eiginleikum líka?“ spurði hún. Hann leit gremjulega á hana. „Það liggur auðvitað eitthvað á bak við allt þetta," sagði hún. „En þú gætir alveg eins stung- ið upp á því að ég giftist þjóninum þínum — „Eða einum af nemendum þínum?“ sagði Her- mann ástúðlega. EDQAR WALLACE Það, sem skeð hefir hingað til í sögunni. King Kerry er dularfullur, ameriskur milljónamæringur, sem dagblöð Lundúna segja að ætli að kaupa London. Á bak við hann stendur auðhringur, sem kallar sig „L“. Kerry hefir þegar keypt verzlunina Tack & Brighten, þar sem Elsie Marion vinnur, og ráðið hana til sín sem einkarit- ara. — L-hringurinn hefir feikna miklar ráðagerðir á prjónunum í sambandi við lóðakaupin í London. En hann á sina and- stæðinga og á meðal þeirra eru Hermann Zeberlieff og fyrverandi forstjóri Tack & Brigthen, Leete. Bray, sem ætlar að verða húsameistari, er vinur og nábúi Elsiear. Kerry trúir Elsie fyrir því, að hann hati Zeberlieff af þvi að hann hafi hagað sér svívirðilega gagnvart konu. Vera, hálfsystir Zeberlieffs, býr hjá honum, af því að faðir þeirra setti það skilyrði í erfðaskránni, að þau byggju saman í fimm ár og nú eru að- eins nokkrir dagar eftir af þeim tíma. Vera óttast bróður sinn. Bray kemur til að sækja Veru, og aka þau til skólans, þar sem hún úthlutar verðlaunum. Bray, sem er einn nemendanna, fær verðlaun. Hjá Zeberlieff eru fjórir menn til miðdegisverðar. Vera vill ekki koma niður til þeirra, en Zeber- lieff fer þá upp til hennar og ætlar að ráða hana af dögum. Það tekst þó ekki. Vera brýtur rúðu í búðarglugga Kings, til þess að láta setja sig í fangelsi. Elsie hefir keypt „Evening Herald“ fyrir King. Zeberlieff vill gifta systur sína Hubbard ,,fagra“, til þess að klófesta þannig auðæfi hennar. Zeberlieff hittir Bray og ræðir við hann um systur sína og gefur Bray svefnmeðul í víni og lokar hann niðri í kjallara. Vera losnar úr fangelsinu. Hún hnyklaði brúnirnar. „Nemendum mínum ? Mér er ekki ljóst —.“ „Ég á við einn af þessum fyrirmyndar stúdent- um þínum, sem þú hefir allra miidilegast verð- launað með gullpeningum og skrautrituðum skjöl- um — auðvitað eftir verðleikum. Það er álíka gáfuleg gifting, finnst þér ekki?“ Hún roðnaði. „Þú veizt það þá?“ spurði hún kuldalega. „Það kemur sér illa fyrir mig,“ sagði hann hugsandi. „Ég er sem sé búinn að semja um þetta við Martin Hubbard. Daginn sem þið giftið ykkur, lætur hann mig hafa ávísun á fimmtíu þúsund pund.“ „Það var reyndar ekkert ótrúlegt, að þú fyndir upp á einhverju í þessa átt, þó að ég hefði hins vegar sízt af öllu búist við að þú tækir upp á því að gerast giftingarmiðill.“ „Það er rétt hjá þér,“ sagði hann vingjarnlega, „þú getur komizt hjá margs konar óþægindum, meðal annars Martin Hubbard — ef þú værir svo stórgjöful að gefa mér ávísun á áður nefnda upp- hæð.“ Hún hló, en það var enginn gleðihlátur. „Mér finnst þetta vera gengið nokkuð langt,“ sagði hún. „Viltu nú ekki segja mér hreinskilnis- lega hvað þú átt við og nákvæmlega hvers þú óskar.“ „Þú veizt hvað ég vil,“ sagði hann kuldalega. „Ég vil, að þú giftist Martin Hubbard, af því að mig vantar mjög tilfinnanlega sjö hundruð og fimmtíu þúsund pund, sem er sjötíu og fimm pro- sent af þeim hluta arfsins, sem fellur í hlut eigin- manns þíns, samkvæmt erfðaskrá föður okkar. Að öðrum kosti vil ég fá peningana. Mér er alveg sama hvort þú giftist eða ekki. Ég er ekki svo vitlaus, að ég sjái ekki, að Martin yrði ekki neinn 11 fyrirmyndar eiginmaður eða sé ekki nándar nærri tvö hundruð og fimmtíu þúsund punda virði.“ „Ég skil,“ sagði hún. „Þú getur verið viss um það, að ég verð ekki frú Hubbard og um hitt, að þú færð aldrei eyri af mínum peningum." „Ertu svo viss um það?“ spurði hann. „Nokkurn veginn,“ sagði hún kuldalega. Það varð stundarþögn. „Ertu ástfangin í þessum — ?“ „Gordon Bray,“ bætti hún við. „Ertu mikið ástfangin í honum?“ spurði hann aftur. Hún horfði einbeitt á hann. „Ég sé ekki, að það komi þér neitt við,“ svaraði hún, „en af því engin skynsamleg ástæða er til að neita þvi, skal ég gjarnan játa, að mér þykir mjög vænt um hann og honum þykir mjög vænt um mig.“ „Ákaflega rómantískt,“ sagði Hermann háðs- lega,. „Ég sé fyrir mér tvo dálka í blaði Kings Kerry; — „Rómantísk ást á tækniháskóla: Vell- auðug hefðarkona giftist stúdent á tækniháskóla, samkvæmt ósk brúðgumans, ætla þau að eyða hveitibrauðsdögunum í Margate.“ Hún þagði við háði hans, því að hún vissi, að hann varð að fá útrás fyrir gremju sína. Eftir augnablik mundi hann leggja spilin á borðið. Það var Hermanni líkt að gera sér upp kæti, þegar eitthvað gekk illa fyrir honum. Hún hafði óþægi- legan grun um, að vandræðum sínum væri ekki alveg lokið. „Þykir þér í raun og veru vænt um þennán unga mann?" sagði hann hugsandi. „Hve hátt meturðu líf hans?“ „Nú, já!“ Hún náfölnaði. Hættan, sem hún hafði verið i öll þessi ár, hafði aldrei verið eins hræðileg og meðvitundin um, að bróðir hennar ætlaði að nota manninn, sem hún elskaði, til að hefna sín á henni. „Verðlegðu hann, en ekki á neitt Kings Kerry hálfvirði," sagði hann og glotti illilega, „nei, fullt verð á manni, sem þér þykir ákaflega vænt um. Eigum við að segja þrjá fjórðu úr milljón?“ Hún fylltist brennandi hatri til þessa brosandi manns, sem hafði ofsótt hana og kvalið í svo mörg ár, og sem hafði sótzt eftir lífi hennar, vegna þeirra auðæfa, sem hann með því móti hafði von um að komast yfir. Hún hafði líka innst í eðli sínu til að bera brot af því djöfullega innræti, sem var svo ríkt í honum. Þau voru sprottin upp af sömu rótum, og ef til vill var það Zeberlieff gamli afi þeirra, sá mikli grimmdarseggur, sem sagði til sín í hjarta hennar þessa stundina. Henni flaug ráð í hug. Hatrið, sem altók huga hennar, jók hugkvæmni hennar og varpaði nýju Ijósi á ýmislegt, sem áður hafði ekki verið henni ljóst. Hún gekk yfir að skrifborðinu og opnaði skúff- una. Hann horfði með brosandi eftirvæntingu á hana. Það er merkilegt, hve hugurinn er næmur og skarpur á slíkum augnablikum. Hún fór að reikna út hvað eyðileggingin á veggnum mundi kosta, og hvort hún mundi verða rekin af hótelinu. En hvort sem afleiðingarnar yrðu slæmar eða ekki, var hún reiðubúin að taka þeim. Á þessari einu mínútu kynntist hún nýrri hlið á Hermanni, sem hún aldrei hafði þekkt áður. „Hve hátt metur þú lif elskhuga þíns?“ spurði hann aftur. „Það get ég ómögulega sagt þér,“ sagði hún. Hún tók eitthvað upp úr skúffunni og handlék það. Það var skammbyssa. Hann hleypti brúnum. „Það er ekki laust við, að þetta sé farið að vera dálítið broslegt," sagði hann. Varla hafði hann sleppt orðinu, þegar skotið reið af og þaut fram hjá honum. Hann hörfaði aftur á bak, fölur eins og nár. „Guð minn góður, hvað ertu að gera?“ hvísl- aði hann með röddu, sem skalf af hræðslu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.